Geðrænn vandi ein helsta ástæða fjarvista frá vinnu 27. apríl 2012 06:00 Einn af hverjum þremur sem hefur leitað til VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs síðan haustið 2009 gefur upp geðrænan vanda sem ástæðu þess að leitað sé aðstoðar. Alls eru þetta um eitt þúsund manns. Stoðkerfisvandi er önnur meginástæða fjarvista frá vinnumarkaði; geðrænn vandi er nefndur af 34% þeirra sem leita til sjóðsins og stoðkerfisvanda nefna 39%. Þetta kemur fram í grein Vigdísar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra VIRK, í ársriti stofnunarinnar 2012. Vigdís segir að tölur um skjólstæðinga VIRK séu áþekkar tölum Tryggingastofnunar um ástæður örorku en tekur jafnframt fram að þeir sem nefna geðrænan vanda séu oft þeir sömu sem eiga við stoðkerfisvanda að stríða. „Hjá sumum geta verið marþættar ástæður svo tölfræðin þarf að skoðast með þeim fyrirvara. En þriðjungur þeirra sem leita til ráðgjafa með skerta starfsgetu, og geta ekki unnið þess vegna, glímir við geðrænan vanda." Tilkoma VIRK árið 2008 var hluti af kjarasamningum það ár og einn þáttur í svokölluðum stöðugleikasáttmála stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Sjóðurinn var stofnaður vegna merkja um aukna örorku hér á landi án þess að stjórnvöld hefðu brugðist við því með kerfisbundnum hætti. Ljóst var að samfélagslegur kostnaður er gríðarlegur og mikilvægt að leita leiða til að minnka hann. Árið 2008 voru heildarlaun allra launamanna á Íslandi ásamt launatengdum gjöldum 850 milljarðar króna en á sama tíma var hlutfall veikindafjarvista um 4% vinnudaga það ár. Má því ætla að launagreiðslur í veikindum hafi numið ríflega 34 milljörðum króna að viðbættum kostnaði við staðgengla þeirra sem voru veikir; laun, yfirvinna og fleira. Árangur VIRK er góður en 72% þeirra sem þangað leita fara aftur á vinnumarkað. Um 18% þurfa frá að hverfa og fara á örorku. - shá Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Einn af hverjum þremur sem hefur leitað til VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs síðan haustið 2009 gefur upp geðrænan vanda sem ástæðu þess að leitað sé aðstoðar. Alls eru þetta um eitt þúsund manns. Stoðkerfisvandi er önnur meginástæða fjarvista frá vinnumarkaði; geðrænn vandi er nefndur af 34% þeirra sem leita til sjóðsins og stoðkerfisvanda nefna 39%. Þetta kemur fram í grein Vigdísar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra VIRK, í ársriti stofnunarinnar 2012. Vigdís segir að tölur um skjólstæðinga VIRK séu áþekkar tölum Tryggingastofnunar um ástæður örorku en tekur jafnframt fram að þeir sem nefna geðrænan vanda séu oft þeir sömu sem eiga við stoðkerfisvanda að stríða. „Hjá sumum geta verið marþættar ástæður svo tölfræðin þarf að skoðast með þeim fyrirvara. En þriðjungur þeirra sem leita til ráðgjafa með skerta starfsgetu, og geta ekki unnið þess vegna, glímir við geðrænan vanda." Tilkoma VIRK árið 2008 var hluti af kjarasamningum það ár og einn þáttur í svokölluðum stöðugleikasáttmála stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Sjóðurinn var stofnaður vegna merkja um aukna örorku hér á landi án þess að stjórnvöld hefðu brugðist við því með kerfisbundnum hætti. Ljóst var að samfélagslegur kostnaður er gríðarlegur og mikilvægt að leita leiða til að minnka hann. Árið 2008 voru heildarlaun allra launamanna á Íslandi ásamt launatengdum gjöldum 850 milljarðar króna en á sama tíma var hlutfall veikindafjarvista um 4% vinnudaga það ár. Má því ætla að launagreiðslur í veikindum hafi numið ríflega 34 milljörðum króna að viðbættum kostnaði við staðgengla þeirra sem voru veikir; laun, yfirvinna og fleira. Árangur VIRK er góður en 72% þeirra sem þangað leita fara aftur á vinnumarkað. Um 18% þurfa frá að hverfa og fara á örorku. - shá
Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira