Geðrænn vandi ein helsta ástæða fjarvista frá vinnu 27. apríl 2012 06:00 Einn af hverjum þremur sem hefur leitað til VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs síðan haustið 2009 gefur upp geðrænan vanda sem ástæðu þess að leitað sé aðstoðar. Alls eru þetta um eitt þúsund manns. Stoðkerfisvandi er önnur meginástæða fjarvista frá vinnumarkaði; geðrænn vandi er nefndur af 34% þeirra sem leita til sjóðsins og stoðkerfisvanda nefna 39%. Þetta kemur fram í grein Vigdísar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra VIRK, í ársriti stofnunarinnar 2012. Vigdís segir að tölur um skjólstæðinga VIRK séu áþekkar tölum Tryggingastofnunar um ástæður örorku en tekur jafnframt fram að þeir sem nefna geðrænan vanda séu oft þeir sömu sem eiga við stoðkerfisvanda að stríða. „Hjá sumum geta verið marþættar ástæður svo tölfræðin þarf að skoðast með þeim fyrirvara. En þriðjungur þeirra sem leita til ráðgjafa með skerta starfsgetu, og geta ekki unnið þess vegna, glímir við geðrænan vanda." Tilkoma VIRK árið 2008 var hluti af kjarasamningum það ár og einn þáttur í svokölluðum stöðugleikasáttmála stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Sjóðurinn var stofnaður vegna merkja um aukna örorku hér á landi án þess að stjórnvöld hefðu brugðist við því með kerfisbundnum hætti. Ljóst var að samfélagslegur kostnaður er gríðarlegur og mikilvægt að leita leiða til að minnka hann. Árið 2008 voru heildarlaun allra launamanna á Íslandi ásamt launatengdum gjöldum 850 milljarðar króna en á sama tíma var hlutfall veikindafjarvista um 4% vinnudaga það ár. Má því ætla að launagreiðslur í veikindum hafi numið ríflega 34 milljörðum króna að viðbættum kostnaði við staðgengla þeirra sem voru veikir; laun, yfirvinna og fleira. Árangur VIRK er góður en 72% þeirra sem þangað leita fara aftur á vinnumarkað. Um 18% þurfa frá að hverfa og fara á örorku. - shá Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Einn af hverjum þremur sem hefur leitað til VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs síðan haustið 2009 gefur upp geðrænan vanda sem ástæðu þess að leitað sé aðstoðar. Alls eru þetta um eitt þúsund manns. Stoðkerfisvandi er önnur meginástæða fjarvista frá vinnumarkaði; geðrænn vandi er nefndur af 34% þeirra sem leita til sjóðsins og stoðkerfisvanda nefna 39%. Þetta kemur fram í grein Vigdísar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra VIRK, í ársriti stofnunarinnar 2012. Vigdís segir að tölur um skjólstæðinga VIRK séu áþekkar tölum Tryggingastofnunar um ástæður örorku en tekur jafnframt fram að þeir sem nefna geðrænan vanda séu oft þeir sömu sem eiga við stoðkerfisvanda að stríða. „Hjá sumum geta verið marþættar ástæður svo tölfræðin þarf að skoðast með þeim fyrirvara. En þriðjungur þeirra sem leita til ráðgjafa með skerta starfsgetu, og geta ekki unnið þess vegna, glímir við geðrænan vanda." Tilkoma VIRK árið 2008 var hluti af kjarasamningum það ár og einn þáttur í svokölluðum stöðugleikasáttmála stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Sjóðurinn var stofnaður vegna merkja um aukna örorku hér á landi án þess að stjórnvöld hefðu brugðist við því með kerfisbundnum hætti. Ljóst var að samfélagslegur kostnaður er gríðarlegur og mikilvægt að leita leiða til að minnka hann. Árið 2008 voru heildarlaun allra launamanna á Íslandi ásamt launatengdum gjöldum 850 milljarðar króna en á sama tíma var hlutfall veikindafjarvista um 4% vinnudaga það ár. Má því ætla að launagreiðslur í veikindum hafi numið ríflega 34 milljörðum króna að viðbættum kostnaði við staðgengla þeirra sem voru veikir; laun, yfirvinna og fleira. Árangur VIRK er góður en 72% þeirra sem þangað leita fara aftur á vinnumarkað. Um 18% þurfa frá að hverfa og fara á örorku. - shá
Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira