Sérstakur saksóknari fær gögn frá Lúxemborg um Aurum Holding 19. apríl 2012 09:30 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var á meðal þeirra 30 sem tóku þátt í húsleitum vegna rannsókna á Landsbankanum í þessari viku. Gögn vegna fyrri húsleita þar í landi eru farin að skila sér til Íslands. Fréttablaðið/Anton Rannsókn sérstaks saksóknara á Aurum Holing-málinu svokallaða er á lokastigi. Gögn sem haldlögð voru í Kaupþingi í Lúxemborg í fyrra voru send til Íslands fyrir mánuði síðan. Von á ákvörðun um ákæru á næstunni. Embætti sérstaks saksóknara hefur fengið afhent gögn frá Lúxemborg sem gegna lykilhlutverki í rannsókn þess á svokölluðu Aurum Holding-máli, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Rannsókn málsins er nú á lokastigi og tekin verður ákvörðun um hvort ákært verði vegna þess á næstunni. Aurum Holding-málið snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 í júlí 2008 til kaupa á eignarhlut Fons í breska félaginu Aurum Holdings, sem rekur meðal annars skartgripaverslunarkeðjuna Goldsmiths. Bæði Fons og FS38 voru í eigu Pálma Haraldssonar. Grunsemdir eru um að kaupverðið hafi verið margfalt hærra en raunvirði hlutarins og að lánveitingin hafi meðal annars verið framkvæmd til að losa um tvo milljarða króna í reiðufé fyrir Pálma og Jón Ásgeir Jóhannesson. Eftir að lánið til FS38 var veitt, og sex milljarðar króna greiddir út úr Glitni, voru tveir milljarðar króna færðir inn á hlaupareikning Fons og þaðan var einn milljarður króna færður beint inn á persónulegan hlaupareikning Jóns Ásgeirs. Heimildir Fréttablaðsins herma að annar þessara milljarða hafi ratað inn á reikning í Kaupþingi í Lúxemborg. Í umfangsmikilli húsleit í bankanum, sem nú heitir Banque Havilland, í mars í fyrra lagði sérstakur saksóknari meðal annars hald á gögn sem tengjast málinu. Yfir 70 manns tóku þátt í þeirri aðgerð sem stóð yfir í rúmar tvær vikur. Saksóknari fékk gögnin síðan afhent frá þarlendum yfirvöldum fyrir um mánuði síðan. Heimildir Fréttablaðsins herma að þau skýri lausa anga í Aurum–fléttunni og að bráðlega verði hægt að ljúka rannsókn á henni. Slitastjórn Glitnis stefndi Jóni Ásgeiri, Pálma, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis vegna Aurum-lánsins snemma árs 2010 og eru hinir stefndu sameiginlega krafðir um greiðslu á sex milljörðum króna auk vaxta frá miðju ári 2008. Málið var sett í biðstöðu í febrúar eftir að dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur vildi fá að vita hvað kæmi út úr rannsókn sérstaks saksóknara áður en lengra yrði haldið. Til stendur að taka málið aftur fyrir í maí. Von er á því að fleiri gögn sem lagt var hald á í aðgerðinni í fyrra verði send til Íslands á næstunni. Þau snerta fjölmörg mál sem hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Þeirra á meðal er 171 milljóna evra (um 28,5 milljarða króna) lán Kaupþings til Lindsor Holdings 6. október 2008. Lánið var notað til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar, eins stærsta viðskiptavinar bankans. Embætti sérstaks saksóknara telur að bréfin hafi verið keypt á mun hærra verði en markaðsvirði. Kaupþing, sem var óbeinn eigandi Lindsor, féll þremur dögum síðar. Ein ástæða þess að afhending gagnanna hefur tafist jafnmikið og raun ber vitni er sú að hluti þeirra sem gögnin fjalla um, og eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, mótmæltu afhendingu þeirra. thordur@frettabladid.is Aurum Holding málið Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Sjá meira
Rannsókn sérstaks saksóknara á Aurum Holing-málinu svokallaða er á lokastigi. Gögn sem haldlögð voru í Kaupþingi í Lúxemborg í fyrra voru send til Íslands fyrir mánuði síðan. Von á ákvörðun um ákæru á næstunni. Embætti sérstaks saksóknara hefur fengið afhent gögn frá Lúxemborg sem gegna lykilhlutverki í rannsókn þess á svokölluðu Aurum Holding-máli, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Rannsókn málsins er nú á lokastigi og tekin verður ákvörðun um hvort ákært verði vegna þess á næstunni. Aurum Holding-málið snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 í júlí 2008 til kaupa á eignarhlut Fons í breska félaginu Aurum Holdings, sem rekur meðal annars skartgripaverslunarkeðjuna Goldsmiths. Bæði Fons og FS38 voru í eigu Pálma Haraldssonar. Grunsemdir eru um að kaupverðið hafi verið margfalt hærra en raunvirði hlutarins og að lánveitingin hafi meðal annars verið framkvæmd til að losa um tvo milljarða króna í reiðufé fyrir Pálma og Jón Ásgeir Jóhannesson. Eftir að lánið til FS38 var veitt, og sex milljarðar króna greiddir út úr Glitni, voru tveir milljarðar króna færðir inn á hlaupareikning Fons og þaðan var einn milljarður króna færður beint inn á persónulegan hlaupareikning Jóns Ásgeirs. Heimildir Fréttablaðsins herma að annar þessara milljarða hafi ratað inn á reikning í Kaupþingi í Lúxemborg. Í umfangsmikilli húsleit í bankanum, sem nú heitir Banque Havilland, í mars í fyrra lagði sérstakur saksóknari meðal annars hald á gögn sem tengjast málinu. Yfir 70 manns tóku þátt í þeirri aðgerð sem stóð yfir í rúmar tvær vikur. Saksóknari fékk gögnin síðan afhent frá þarlendum yfirvöldum fyrir um mánuði síðan. Heimildir Fréttablaðsins herma að þau skýri lausa anga í Aurum–fléttunni og að bráðlega verði hægt að ljúka rannsókn á henni. Slitastjórn Glitnis stefndi Jóni Ásgeiri, Pálma, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis vegna Aurum-lánsins snemma árs 2010 og eru hinir stefndu sameiginlega krafðir um greiðslu á sex milljörðum króna auk vaxta frá miðju ári 2008. Málið var sett í biðstöðu í febrúar eftir að dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur vildi fá að vita hvað kæmi út úr rannsókn sérstaks saksóknara áður en lengra yrði haldið. Til stendur að taka málið aftur fyrir í maí. Von er á því að fleiri gögn sem lagt var hald á í aðgerðinni í fyrra verði send til Íslands á næstunni. Þau snerta fjölmörg mál sem hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Þeirra á meðal er 171 milljóna evra (um 28,5 milljarða króna) lán Kaupþings til Lindsor Holdings 6. október 2008. Lánið var notað til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar, eins stærsta viðskiptavinar bankans. Embætti sérstaks saksóknara telur að bréfin hafi verið keypt á mun hærra verði en markaðsvirði. Kaupþing, sem var óbeinn eigandi Lindsor, féll þremur dögum síðar. Ein ástæða þess að afhending gagnanna hefur tafist jafnmikið og raun ber vitni er sú að hluti þeirra sem gögnin fjalla um, og eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, mótmæltu afhendingu þeirra. thordur@frettabladid.is
Aurum Holding málið Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Sjá meira