Númer 14 og 171 24. mars 2012 06:00 Fyrr í vikunni afhenti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fyrir hönd Íslendinga nýjan spítala í Monkey Bay í Malaví. Spítalinn hefur verið meira en áratug í byggingu og hefur þegar breytt heilbrigðisástandi til hins betra í 125.000 manna héraði sem hann þjónar. Meðal annars hefur dregið talsvert úr mæðra- og ungbarnadauða. Fréttin af afhendingu spítalans var varla komin í loftið þegar Guðmundur Franklín Jónsson, formaður stjórnmálaflokksins Hægri grænna, skrifaði á vef DV: „Við erum að loka heilsugæslustöðvum, elliheimilum og sjúkrahúsum um allt land. Læknar og hjúkrunarfólk flýr í stórum stíl, og á meðan erum við að reisa spítala í Malaví – Þvílíkt rugl, en mjög passandi að þetta sé í Monkey Bay og Össur ætti að halda sig þar." Já, hversu apalegt ætli ástandið sé á heilbrigðiskerfinu í Malaví? Það er eitt fátækasta ríki heims, númer 171 af 187 á þróunarlista Sameinuðu þjóðanna. Lífslíkur eru 43 ár. Mæðradauði er þúsund konur á hverjar 100.000 fæðingar. Áttunda hvert barn deyr áður en það nær fimm ára aldri. Meðal dánarorsaka eru vannæring, malaría og niðurgangur sem orsakast af lélegu drykkjarvatni. Fjórðungur þjóðarinnar hefur ekki aðgang að hreinu vatni. Æpandi skortur er á heilbrigðisstarfsfólki, heilsugæzlustöðvum og spítölum. Í menntakerfinu er ástandið ekki mikið skárra. Fimmta hvert barn fær aldrei að fara í skóla. Helmingur kvenna og fjórðungur karla kann ekki að lesa. Skólana og kennarana vantar. Sum þorp búa svo vel að hafa kennara en af því að enginn er skólinn er kennt undir tré. Ísland hefur vissulega þurft að draga saman seglin í einu dýrasta heilbrigðiskerfi í heimi. Þjónustan er samt áfram með því bezta sem gerist. Hér deyr heldur enginn af því að hann hefur ekki aðgang að hreinu vatni. Mæðra- og ungbarnadauði þekkist varla. Við sem búum í landi númer fjórtán á áðurnefndum þróunarlista höfum það svo margfalt betra en fólkið í Malaví að við höfum vel efni á að hjálpa því, þótt í litlu sé. Við þurfum ekki bara að glápa á naflann á sjálfum okkur. Á vegum Þróunarsamvinnustofnunar hafa verið reistir spítalar og heilsugæzlustöðvar í Malaví, skólar byggðir og brunnar grafnir. Allt er þetta í smáum stíl, en hefur engu að síður bætt lífsgæði hundraða þúsunda manna og bjargað ófáum mannslífum. Þakklætið fyrir þessa aðstoð er ósvikið. Það er rétt, sem djúphugull leiðtogi Hægri grænna segir, að Ísland getur ekki bjargað heiminum. En við getum lagt okkar af mörkum í viðleitni ríku landanna til að hjálpa þeim fátæku. Þar stöndum við okkur raunar miklu verr en flest nágrannalönd okkar, sem leggja áfram sitt af mörkum til þróunaraðstoðar þrátt fyrir niðurskurð útgjalda heima fyrir. Okkur ber ekki eingöngu siðferðileg skylda til að hjálpa fátækustu ríkjum heims til sjálfshjálpar. Það eru beinharðir hagsmunir þróaðra ríkja að draga úr fátækt í þriðja heiminum og stuðla þannig að friði og stöðugleika, hefta uppgang öfgahreyfinga og koma í veg fyrir flóttamannavandamál. Þróunarsamvinna er þess vegna ekkert rugl, þótt slíkur málflutningur henti stundum til atkvæðaveiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Fyrr í vikunni afhenti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fyrir hönd Íslendinga nýjan spítala í Monkey Bay í Malaví. Spítalinn hefur verið meira en áratug í byggingu og hefur þegar breytt heilbrigðisástandi til hins betra í 125.000 manna héraði sem hann þjónar. Meðal annars hefur dregið talsvert úr mæðra- og ungbarnadauða. Fréttin af afhendingu spítalans var varla komin í loftið þegar Guðmundur Franklín Jónsson, formaður stjórnmálaflokksins Hægri grænna, skrifaði á vef DV: „Við erum að loka heilsugæslustöðvum, elliheimilum og sjúkrahúsum um allt land. Læknar og hjúkrunarfólk flýr í stórum stíl, og á meðan erum við að reisa spítala í Malaví – Þvílíkt rugl, en mjög passandi að þetta sé í Monkey Bay og Össur ætti að halda sig þar." Já, hversu apalegt ætli ástandið sé á heilbrigðiskerfinu í Malaví? Það er eitt fátækasta ríki heims, númer 171 af 187 á þróunarlista Sameinuðu þjóðanna. Lífslíkur eru 43 ár. Mæðradauði er þúsund konur á hverjar 100.000 fæðingar. Áttunda hvert barn deyr áður en það nær fimm ára aldri. Meðal dánarorsaka eru vannæring, malaría og niðurgangur sem orsakast af lélegu drykkjarvatni. Fjórðungur þjóðarinnar hefur ekki aðgang að hreinu vatni. Æpandi skortur er á heilbrigðisstarfsfólki, heilsugæzlustöðvum og spítölum. Í menntakerfinu er ástandið ekki mikið skárra. Fimmta hvert barn fær aldrei að fara í skóla. Helmingur kvenna og fjórðungur karla kann ekki að lesa. Skólana og kennarana vantar. Sum þorp búa svo vel að hafa kennara en af því að enginn er skólinn er kennt undir tré. Ísland hefur vissulega þurft að draga saman seglin í einu dýrasta heilbrigðiskerfi í heimi. Þjónustan er samt áfram með því bezta sem gerist. Hér deyr heldur enginn af því að hann hefur ekki aðgang að hreinu vatni. Mæðra- og ungbarnadauði þekkist varla. Við sem búum í landi númer fjórtán á áðurnefndum þróunarlista höfum það svo margfalt betra en fólkið í Malaví að við höfum vel efni á að hjálpa því, þótt í litlu sé. Við þurfum ekki bara að glápa á naflann á sjálfum okkur. Á vegum Þróunarsamvinnustofnunar hafa verið reistir spítalar og heilsugæzlustöðvar í Malaví, skólar byggðir og brunnar grafnir. Allt er þetta í smáum stíl, en hefur engu að síður bætt lífsgæði hundraða þúsunda manna og bjargað ófáum mannslífum. Þakklætið fyrir þessa aðstoð er ósvikið. Það er rétt, sem djúphugull leiðtogi Hægri grænna segir, að Ísland getur ekki bjargað heiminum. En við getum lagt okkar af mörkum í viðleitni ríku landanna til að hjálpa þeim fátæku. Þar stöndum við okkur raunar miklu verr en flest nágrannalönd okkar, sem leggja áfram sitt af mörkum til þróunaraðstoðar þrátt fyrir niðurskurð útgjalda heima fyrir. Okkur ber ekki eingöngu siðferðileg skylda til að hjálpa fátækustu ríkjum heims til sjálfshjálpar. Það eru beinharðir hagsmunir þróaðra ríkja að draga úr fátækt í þriðja heiminum og stuðla þannig að friði og stöðugleika, hefta uppgang öfgahreyfinga og koma í veg fyrir flóttamannavandamál. Þróunarsamvinna er þess vegna ekkert rugl, þótt slíkur málflutningur henti stundum til atkvæðaveiða.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun