Lögreglan efast um tengsl við al Kaída 24. mars 2012 00:00 Sárt saknað Mæðgur leggja blóm við barnaskóla í Toulouse, þar sem þrjú börn og einn kennari létu lífið fyrr í mánuðinum. nordicphotos/AFP Franska lögreglan segist ekki hafa neina ástæðu til að halda að Mohammed Merah hafi verið í sambandi við hryðjuverkasamtökin al Kaída, hvað þá fengið skipanir frá þeim, jafnvel þótt hann hafi fullyrt það sjálfur. Hinn 23 ára gamli Merah féll fyrir byssukúlu leyniskyttu á fimmtudag, þegar sérsveit lögreglunnar réðst inn í íbúð hans í Toulouse í Frakklandi eftir meira en þrjátíu tíma umsátur. Hann hafði myrt sjö manns, þar af þrjú börn, í samtals þremur skotárásum á rúmlega viku. Rannsókn lögreglunnar beinist meðal annars að því hvort hann hafi verið einn að verki. Helst beinist athyglin að eldri bróður hans, Abdelkader, sem er 29 ára, og svo að Olivier Corel, sem jafnan er nefndur „hvíti emírinn" og er grunaður um að hafa reynt að fá unga múslima í Frakklandi til liðs við málstað hryðjuverkamanna. Abdelkader er í haldi lögreglunnar ásamt kærustu sinni. Móðir þeirra bræðra er einnig í gæsluvarðhaldi. Þeir bræður eru franskir ríkisborgarar, ættaðir frá Alsír, en foreldrar þeirra skildu fyrir nærri tuttugu árum. Lögreglan útilokar ekki að Abdelkader hafi verið vitorðsmaður eða jafnvel sá sem atti yngri bróðurnum út í ódæðin. Í bifreið hans fundust vopn og sprengiefni. Að sögn franskra fjölmiðla neitar hans hins vegar allri aðild að morðunum og haft er eftir rannsóknarmönnum að hann sé engan veginn jafn líklegur eða fús til ofbeldisverka og yngri bróðirinn. Báðir tilheyrðu bræðurnir hreyfingu salafista, sem er strangtrúarhreyfing súnní-múslima, með mikla útbreiðslu á Arabíuskaga og víðar. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki áttað sig á því sem Merah var með í undirbúningi þrátt fyrir að hafa fylgst lauslega með bræðrunum árum saman. „Það telst ekkert lögbrot í sjálfu sér að vera í salafistahreyfingu," sagði Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, og tók fram að lögreglan hefði ekki fundið neinar beinar vísbendingar um að hætta stafaði af Merah: „Við höfum engan rétt til þess að fylgjast stöðugt með einhverjum sem hefur enn ekki framið neinn glæp." Rob Wainwright, yfirmaður Evrópulögreglunnar Europol, segir hins vegar ljóst að hvort sem Merah hafi verið í beinum tengslum við al Kaída eða ekki, þá hafi verk hans greinilega sótt innblástur til al Kaída. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Franska lögreglan segist ekki hafa neina ástæðu til að halda að Mohammed Merah hafi verið í sambandi við hryðjuverkasamtökin al Kaída, hvað þá fengið skipanir frá þeim, jafnvel þótt hann hafi fullyrt það sjálfur. Hinn 23 ára gamli Merah féll fyrir byssukúlu leyniskyttu á fimmtudag, þegar sérsveit lögreglunnar réðst inn í íbúð hans í Toulouse í Frakklandi eftir meira en þrjátíu tíma umsátur. Hann hafði myrt sjö manns, þar af þrjú börn, í samtals þremur skotárásum á rúmlega viku. Rannsókn lögreglunnar beinist meðal annars að því hvort hann hafi verið einn að verki. Helst beinist athyglin að eldri bróður hans, Abdelkader, sem er 29 ára, og svo að Olivier Corel, sem jafnan er nefndur „hvíti emírinn" og er grunaður um að hafa reynt að fá unga múslima í Frakklandi til liðs við málstað hryðjuverkamanna. Abdelkader er í haldi lögreglunnar ásamt kærustu sinni. Móðir þeirra bræðra er einnig í gæsluvarðhaldi. Þeir bræður eru franskir ríkisborgarar, ættaðir frá Alsír, en foreldrar þeirra skildu fyrir nærri tuttugu árum. Lögreglan útilokar ekki að Abdelkader hafi verið vitorðsmaður eða jafnvel sá sem atti yngri bróðurnum út í ódæðin. Í bifreið hans fundust vopn og sprengiefni. Að sögn franskra fjölmiðla neitar hans hins vegar allri aðild að morðunum og haft er eftir rannsóknarmönnum að hann sé engan veginn jafn líklegur eða fús til ofbeldisverka og yngri bróðirinn. Báðir tilheyrðu bræðurnir hreyfingu salafista, sem er strangtrúarhreyfing súnní-múslima, með mikla útbreiðslu á Arabíuskaga og víðar. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki áttað sig á því sem Merah var með í undirbúningi þrátt fyrir að hafa fylgst lauslega með bræðrunum árum saman. „Það telst ekkert lögbrot í sjálfu sér að vera í salafistahreyfingu," sagði Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, og tók fram að lögreglan hefði ekki fundið neinar beinar vísbendingar um að hætta stafaði af Merah: „Við höfum engan rétt til þess að fylgjast stöðugt með einhverjum sem hefur enn ekki framið neinn glæp." Rob Wainwright, yfirmaður Evrópulögreglunnar Europol, segir hins vegar ljóst að hvort sem Merah hafi verið í beinum tengslum við al Kaída eða ekki, þá hafi verk hans greinilega sótt innblástur til al Kaída. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira