Þóra: Við klúðruðum þessu sjálfar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. mars 2012 06:45 Þóra var mögnuð á milli stanganna og hélt sínu liði inni í leiknum allt þar til undir lokin.fréttablaðið/stefán Íslendingaliðið Malmö lauk keppni í Meistaradeildinni í gær eftir grátlegt 3-0 tap fyrir þýska liðinu Frankfurt. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-0 sigri Malmö. Sænska liðið stóð sig vel í að verja forskotið og það var ekki fyrr en á 66. mínútu sem þýska liðið skoraði. Það stefndi allt í framlengingu þegar Frankfurt skoraði tvö mörk á tveimur mínútum undir lok leiksins. Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir átti frábæran leik í marki Malmö en stórleikur hennar dugði ekki til að þessu sinni. „Ég veit ekki hvort þetta er meira svekkjandi af því ég átti fínan leik. Það er erfitt að greina það. Maður er aumur á líkama og sál eftir þennan leik," sagði Þóra við Fréttablaðið eftir leikinn. „Þetta var hrikalega svekkjandi því við héldum ansi lengi út. Við fengum líka fín tækifæri til þess að skora í fyrri hálfleik. Við klúðruðum þessu sjálfar og getum ekki kennt neinum öðrum um. Þær voru betri en við í dag og eru betri. Við verðum bara að viðurkenna það." Það lá ansi mikið á Malmö allan leikinn en þökk sé stórleik Þóru var sænska liðið alltaf inni í leiknum. „Í stöðunni 1-0 lifði þetta hjá okkur þó svo það hefði ekki verið frábært fyrir okkur að fara í framlengingu." Það var farið að draga mikið af leikmönnum Malmö undir lokin. Liðið æfir og spilar á gervigrasi og því getur verið þungt að fara á gras. „Við vorum orðnar ansi þreyttar. Grasið er samt of einföld afsökun. Við leyfðum þeim að spila of mikið í kringum okkur og urðum að hlaupa mikið þess vegna. Við felum okkur ekki á bak við neinar afsakanir. Við tökum ábyrgð á þessu." Eftir leikinn þurfti Malmö-liðið að fara í langa rútuferð aftur heim til Svíþjóðar og voru þær ekki komnar heim fyrr en í morgunsárið. „Þetta verður löng og erfið ferð. Ætli þjálfarinn lengi hana ekki síðan með því að smella leiknum í tækið," sagði Þóra létt. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Sjá meira
Íslendingaliðið Malmö lauk keppni í Meistaradeildinni í gær eftir grátlegt 3-0 tap fyrir þýska liðinu Frankfurt. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-0 sigri Malmö. Sænska liðið stóð sig vel í að verja forskotið og það var ekki fyrr en á 66. mínútu sem þýska liðið skoraði. Það stefndi allt í framlengingu þegar Frankfurt skoraði tvö mörk á tveimur mínútum undir lok leiksins. Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir átti frábæran leik í marki Malmö en stórleikur hennar dugði ekki til að þessu sinni. „Ég veit ekki hvort þetta er meira svekkjandi af því ég átti fínan leik. Það er erfitt að greina það. Maður er aumur á líkama og sál eftir þennan leik," sagði Þóra við Fréttablaðið eftir leikinn. „Þetta var hrikalega svekkjandi því við héldum ansi lengi út. Við fengum líka fín tækifæri til þess að skora í fyrri hálfleik. Við klúðruðum þessu sjálfar og getum ekki kennt neinum öðrum um. Þær voru betri en við í dag og eru betri. Við verðum bara að viðurkenna það." Það lá ansi mikið á Malmö allan leikinn en þökk sé stórleik Þóru var sænska liðið alltaf inni í leiknum. „Í stöðunni 1-0 lifði þetta hjá okkur þó svo það hefði ekki verið frábært fyrir okkur að fara í framlengingu." Það var farið að draga mikið af leikmönnum Malmö undir lokin. Liðið æfir og spilar á gervigrasi og því getur verið þungt að fara á gras. „Við vorum orðnar ansi þreyttar. Grasið er samt of einföld afsökun. Við leyfðum þeim að spila of mikið í kringum okkur og urðum að hlaupa mikið þess vegna. Við felum okkur ekki á bak við neinar afsakanir. Við tökum ábyrgð á þessu." Eftir leikinn þurfti Malmö-liðið að fara í langa rútuferð aftur heim til Svíþjóðar og voru þær ekki komnar heim fyrr en í morgunsárið. „Þetta verður löng og erfið ferð. Ætli þjálfarinn lengi hana ekki síðan með því að smella leiknum í tækið," sagði Þóra létt.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Sjá meira