Lögregla gagnrýnir innanríkisráðherra - fréttaskýring 20. mars 2012 06:00 Ögmundur Jónasson Hversu langt eiga stjórnvöld að ganga til að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi? Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekki trú á því að lagalegt bann við starfsemi alþjóðlegra glæpasamtaka hér á landi skili nokkru. Hann lagði fram frumvarp í síðustu viku þar sem nýtt ákvæði bætist í lög um meðferð sakamála sem kveður á um að lögreglu sé heimilt að hefja rannsókn ef grunur vaknar um að menn ætli sér að fremja brot sem varðar fjögurra ára fangelsi og að brotið sé liður í skipulagðri glæpastarfsemi. Frumvarpið gengur allt of skammt að mati lögreglu, sem hefur kallað eftir sams konar heimildum og lögregluliðið í nágrannalöndunum hefur til að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpagengja. Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokks, gagnrýnir framgang Ögmundar í málinu. Hún segir brýnt að láta banna þau vélhjólasamtök sem uppfylla skilyrði alþjóðlegra glæpasamtaka, félagafrelsi víki í slíkum tilfellum. Siv hefur flutt málið tvívegis fyrir þinginu ásamt sjö þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar, þar sem mælst er til þess að lögreglan fái sömu heimildir til rannsókna og á hinum Norðurlöndunum. Málið liggur nú á borði allsherjar- og menntamálanefndar þar sem Siv á sæti og segir hún alla umsagnaraðila málsins jákvæða. „Þetta er velferðarmál er varðar almannaheill," segir Siv. „Við viljum búa í öruggu samfélagi." Í tillögunni er ályktað að fela innanríkisráðherra að leggja fram frumvarp fyrir Alþingi sem veiti íslensku lögreglunni sambærilegar heimildir og í öðrum norrænum ríkjum til að rannsaka og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Í október árið 2009 lét Ragna Árnadóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, kanna hvort setja ætti lög sem heimila stjórnvöldum að banna ákveðin félög. Var þetta gert til að bregðast við vaxandi hörku í afbrotum hér á landi og hættunni sem fylgir því að erlend glæpasamtök hasli sér hér völl. „Það, að menn sammælist um að fremja glæpi, hvort sem það er í samtökum eða utan þeirra, er alvarlegt mál og á ekki að líðast á Íslandi," sagði Ragna í samtali við Fréttablaðið árið 2009. Forgangsverkefni sé að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Hversu langt eiga stjórnvöld að ganga til að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi? Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekki trú á því að lagalegt bann við starfsemi alþjóðlegra glæpasamtaka hér á landi skili nokkru. Hann lagði fram frumvarp í síðustu viku þar sem nýtt ákvæði bætist í lög um meðferð sakamála sem kveður á um að lögreglu sé heimilt að hefja rannsókn ef grunur vaknar um að menn ætli sér að fremja brot sem varðar fjögurra ára fangelsi og að brotið sé liður í skipulagðri glæpastarfsemi. Frumvarpið gengur allt of skammt að mati lögreglu, sem hefur kallað eftir sams konar heimildum og lögregluliðið í nágrannalöndunum hefur til að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpagengja. Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokks, gagnrýnir framgang Ögmundar í málinu. Hún segir brýnt að láta banna þau vélhjólasamtök sem uppfylla skilyrði alþjóðlegra glæpasamtaka, félagafrelsi víki í slíkum tilfellum. Siv hefur flutt málið tvívegis fyrir þinginu ásamt sjö þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar, þar sem mælst er til þess að lögreglan fái sömu heimildir til rannsókna og á hinum Norðurlöndunum. Málið liggur nú á borði allsherjar- og menntamálanefndar þar sem Siv á sæti og segir hún alla umsagnaraðila málsins jákvæða. „Þetta er velferðarmál er varðar almannaheill," segir Siv. „Við viljum búa í öruggu samfélagi." Í tillögunni er ályktað að fela innanríkisráðherra að leggja fram frumvarp fyrir Alþingi sem veiti íslensku lögreglunni sambærilegar heimildir og í öðrum norrænum ríkjum til að rannsaka og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Í október árið 2009 lét Ragna Árnadóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, kanna hvort setja ætti lög sem heimila stjórnvöldum að banna ákveðin félög. Var þetta gert til að bregðast við vaxandi hörku í afbrotum hér á landi og hættunni sem fylgir því að erlend glæpasamtök hasli sér hér völl. „Það, að menn sammælist um að fremja glæpi, hvort sem það er í samtökum eða utan þeirra, er alvarlegt mál og á ekki að líðast á Íslandi," sagði Ragna í samtali við Fréttablaðið árið 2009. Forgangsverkefni sé að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira