Skart innblásið af þorskbeinum 13. mars 2012 14:30 Nýjasta lína Kríu er innblásin af þorskbeinum. Jóhanna Metúsalemsdóttir á heiðurinn að hönnuninni. Mynd/Anton Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður hefur sent frá sér nýja skartgripalínu sem innblásin er af þorskbeinum. Jóhanna hannar undir nafninu Kría og var fyrsta skartgripalína hennar einmitt innblásin af beinum farfuglsins. Jóhanna segir tilviljun og hugmyndaauðgi góðrar vinkonu hafa ráðið því að þorskbein urðu fyrir valinu í þetta sinn. „Þetta var bara spurning um hvað ég mundi finna fyrst og svo fékk ég þessi fallegu þorskbein í pósti frá vinkonu minni og um leið og ég byrjaði að skoða þau nánar var ég viss um að ég gæti notað þau." Jóhanna tók afsteypur af beinunum og notaði þær við gerð skartsins. Hún viðurkennir að það hafi verið erfiðara að vinna með fiskbeinin en fuglabeinin vegna þess hversu þunn mörg þeirra eru. „Ég þurfti að vera mjög varkár og gat ekki tekið mót af öllum beinunum því sum brotnuðu í ferlinu." Skartið er unnið úr silfri, brassi og steinum og tók það Jóhönnu um þrjá mánuði að vinna línuna. Jóhanna er búsett í New York og segir marga Bandaríkjamenn reka upp stór augu þegar þeir komast að því hvaðan innblásturinn er fenginn.Mynd/Elísabet Davíðs„Mörgum finnst auðvitað skrítið að mér hafi dottið í hug að gera skart úr fiskbeinum, þeir sem vita að ég er íslensk skilja það kannski aðeins betur," segir hún að lokum. Línan verður kynnt í versluninni Aurum fimmtudaginn 22. mars klukkan 17 í boði Tanqueray. -sm Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður hefur sent frá sér nýja skartgripalínu sem innblásin er af þorskbeinum. Jóhanna hannar undir nafninu Kría og var fyrsta skartgripalína hennar einmitt innblásin af beinum farfuglsins. Jóhanna segir tilviljun og hugmyndaauðgi góðrar vinkonu hafa ráðið því að þorskbein urðu fyrir valinu í þetta sinn. „Þetta var bara spurning um hvað ég mundi finna fyrst og svo fékk ég þessi fallegu þorskbein í pósti frá vinkonu minni og um leið og ég byrjaði að skoða þau nánar var ég viss um að ég gæti notað þau." Jóhanna tók afsteypur af beinunum og notaði þær við gerð skartsins. Hún viðurkennir að það hafi verið erfiðara að vinna með fiskbeinin en fuglabeinin vegna þess hversu þunn mörg þeirra eru. „Ég þurfti að vera mjög varkár og gat ekki tekið mót af öllum beinunum því sum brotnuðu í ferlinu." Skartið er unnið úr silfri, brassi og steinum og tók það Jóhönnu um þrjá mánuði að vinna línuna. Jóhanna er búsett í New York og segir marga Bandaríkjamenn reka upp stór augu þegar þeir komast að því hvaðan innblásturinn er fenginn.Mynd/Elísabet Davíðs„Mörgum finnst auðvitað skrítið að mér hafi dottið í hug að gera skart úr fiskbeinum, þeir sem vita að ég er íslensk skilja það kannski aðeins betur," segir hún að lokum. Línan verður kynnt í versluninni Aurum fimmtudaginn 22. mars klukkan 17 í boði Tanqueray. -sm
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira