Skart innblásið af þorskbeinum 13. mars 2012 14:30 Nýjasta lína Kríu er innblásin af þorskbeinum. Jóhanna Metúsalemsdóttir á heiðurinn að hönnuninni. Mynd/Anton Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður hefur sent frá sér nýja skartgripalínu sem innblásin er af þorskbeinum. Jóhanna hannar undir nafninu Kría og var fyrsta skartgripalína hennar einmitt innblásin af beinum farfuglsins. Jóhanna segir tilviljun og hugmyndaauðgi góðrar vinkonu hafa ráðið því að þorskbein urðu fyrir valinu í þetta sinn. „Þetta var bara spurning um hvað ég mundi finna fyrst og svo fékk ég þessi fallegu þorskbein í pósti frá vinkonu minni og um leið og ég byrjaði að skoða þau nánar var ég viss um að ég gæti notað þau." Jóhanna tók afsteypur af beinunum og notaði þær við gerð skartsins. Hún viðurkennir að það hafi verið erfiðara að vinna með fiskbeinin en fuglabeinin vegna þess hversu þunn mörg þeirra eru. „Ég þurfti að vera mjög varkár og gat ekki tekið mót af öllum beinunum því sum brotnuðu í ferlinu." Skartið er unnið úr silfri, brassi og steinum og tók það Jóhönnu um þrjá mánuði að vinna línuna. Jóhanna er búsett í New York og segir marga Bandaríkjamenn reka upp stór augu þegar þeir komast að því hvaðan innblásturinn er fenginn.Mynd/Elísabet Davíðs„Mörgum finnst auðvitað skrítið að mér hafi dottið í hug að gera skart úr fiskbeinum, þeir sem vita að ég er íslensk skilja það kannski aðeins betur," segir hún að lokum. Línan verður kynnt í versluninni Aurum fimmtudaginn 22. mars klukkan 17 í boði Tanqueray. -sm Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður hefur sent frá sér nýja skartgripalínu sem innblásin er af þorskbeinum. Jóhanna hannar undir nafninu Kría og var fyrsta skartgripalína hennar einmitt innblásin af beinum farfuglsins. Jóhanna segir tilviljun og hugmyndaauðgi góðrar vinkonu hafa ráðið því að þorskbein urðu fyrir valinu í þetta sinn. „Þetta var bara spurning um hvað ég mundi finna fyrst og svo fékk ég þessi fallegu þorskbein í pósti frá vinkonu minni og um leið og ég byrjaði að skoða þau nánar var ég viss um að ég gæti notað þau." Jóhanna tók afsteypur af beinunum og notaði þær við gerð skartsins. Hún viðurkennir að það hafi verið erfiðara að vinna með fiskbeinin en fuglabeinin vegna þess hversu þunn mörg þeirra eru. „Ég þurfti að vera mjög varkár og gat ekki tekið mót af öllum beinunum því sum brotnuðu í ferlinu." Skartið er unnið úr silfri, brassi og steinum og tók það Jóhönnu um þrjá mánuði að vinna línuna. Jóhanna er búsett í New York og segir marga Bandaríkjamenn reka upp stór augu þegar þeir komast að því hvaðan innblásturinn er fenginn.Mynd/Elísabet Davíðs„Mörgum finnst auðvitað skrítið að mér hafi dottið í hug að gera skart úr fiskbeinum, þeir sem vita að ég er íslensk skilja það kannski aðeins betur," segir hún að lokum. Línan verður kynnt í versluninni Aurum fimmtudaginn 22. mars klukkan 17 í boði Tanqueray. -sm
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira