Syngur um græðgina og spillinguna á Wall Street 1. mars 2012 20:30 Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen gefur eftir helgi út sína sautjándu hljóðversplötu. Hún kallast Wrecking Ball og er hans fyrsta í þrjú ár, eða síðan Working on a Dream kom út. Í þetta sinn eru efnahagsmálin honum hugleikin, sérstaklega græðgi og spilling hvítflibbanna á Wall Street og sá skaði sem hefur orðið í bandarísku samfélagi, þar á meðal af völdum þeirra. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Bruce flytja titillag plötunnar. Springsteen, sem er 62 ára, hefur oft á sínum farsæla ferli sungið um fólk sem á erfitt með að ná endum saman en í þetta sinn ákvað að hann beina sjónum sínum frekar að þeim sem áttu þátt í því að búa til hið slæma efnahagsástand sem nú ríkir í Bandaríkjunum. „Tónlistin mín hefur alltaf snúist um að meta fjarlægðina á milli bandarísks veruleika og bandaríska draumsins, hversu löng hún er á hverri stundu," sagði Springsteen. „Uppruna plötunnar má rekja til ársins 2008 þegar mér fannst enginn vilja taka á sig neina ábyrgð í þjóðfélaginu. Wrecking Ball er myndlíking fyrir eitthvað sem hefur átt sér stað, þar sem eitthvað er eyðilagt til að byggja upp eitthvað nýtt. Þá er ég að tala um eyðileggingu á bandarískum gildum og hugmyndum sem hefur orðið, undanfarin, í rauninni þrjátíu ár." Auk hefðbundinnar rokktónlistar eru þjóðlaga- og gospellög á plötunni. Með því að kafa aftur í tónlistarsöguna vildi Springsteen sýna að eyðileggingin sem hann talar um er einhvers konar hringrás sem kemur upp aftur og aftur í Bandaríkjunum. Hljómsveitin E Street Band er Springsteen sem fyrr til halds og trausts á plötunni. Auk þess fékk hann hjálp frá Tom Morello, gítarleikara Rage Against the Machine, og Matt Chamberlain, fyrrverandi trommara Pearl Jam. Springsteen, sem hefur oft verið kallaður Stjórinn, heldur fyrirlestur á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas um miðjan mars. Að honum loknum leggur hann af stað í tónleikaferð um Bandaríkin. Í maí hefst svo tónleikaferð um Evrópu sem lýkur í Helsinki 31. júlí. Hann spilar einnig á Hróarskeldu í júlí og verður það í fyrsta sinn í fjörutíu ára sögu hátíðarinnar sem goðsögnin kemur þar fram. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen gefur eftir helgi út sína sautjándu hljóðversplötu. Hún kallast Wrecking Ball og er hans fyrsta í þrjú ár, eða síðan Working on a Dream kom út. Í þetta sinn eru efnahagsmálin honum hugleikin, sérstaklega græðgi og spilling hvítflibbanna á Wall Street og sá skaði sem hefur orðið í bandarísku samfélagi, þar á meðal af völdum þeirra. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Bruce flytja titillag plötunnar. Springsteen, sem er 62 ára, hefur oft á sínum farsæla ferli sungið um fólk sem á erfitt með að ná endum saman en í þetta sinn ákvað að hann beina sjónum sínum frekar að þeim sem áttu þátt í því að búa til hið slæma efnahagsástand sem nú ríkir í Bandaríkjunum. „Tónlistin mín hefur alltaf snúist um að meta fjarlægðina á milli bandarísks veruleika og bandaríska draumsins, hversu löng hún er á hverri stundu," sagði Springsteen. „Uppruna plötunnar má rekja til ársins 2008 þegar mér fannst enginn vilja taka á sig neina ábyrgð í þjóðfélaginu. Wrecking Ball er myndlíking fyrir eitthvað sem hefur átt sér stað, þar sem eitthvað er eyðilagt til að byggja upp eitthvað nýtt. Þá er ég að tala um eyðileggingu á bandarískum gildum og hugmyndum sem hefur orðið, undanfarin, í rauninni þrjátíu ár." Auk hefðbundinnar rokktónlistar eru þjóðlaga- og gospellög á plötunni. Með því að kafa aftur í tónlistarsöguna vildi Springsteen sýna að eyðileggingin sem hann talar um er einhvers konar hringrás sem kemur upp aftur og aftur í Bandaríkjunum. Hljómsveitin E Street Band er Springsteen sem fyrr til halds og trausts á plötunni. Auk þess fékk hann hjálp frá Tom Morello, gítarleikara Rage Against the Machine, og Matt Chamberlain, fyrrverandi trommara Pearl Jam. Springsteen, sem hefur oft verið kallaður Stjórinn, heldur fyrirlestur á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas um miðjan mars. Að honum loknum leggur hann af stað í tónleikaferð um Bandaríkin. Í maí hefst svo tónleikaferð um Evrópu sem lýkur í Helsinki 31. júlí. Hann spilar einnig á Hróarskeldu í júlí og verður það í fyrsta sinn í fjörutíu ára sögu hátíðarinnar sem goðsögnin kemur þar fram. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira