200 milljarða króna sveifla í sjávarútvegi 22. febrúar 2012 06:00 löndun Viðsnúningurinn í sjávarútveginum er um 200 milljarðar íslenskra króna frá árslokum 2008. Fréttablaðið/ Reikna má með að eigið fé sjávarútvegsins hafi verið um 100 milljarðar um áramótin og stefnir í að það nái 140 milljörðum í lok þessa árs, að mati Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Það er viðsnúningur um 200 milljarða frá árslokum 2008 þegar það var neikvætt um 60 milljarða. Steingrímur sagði þetta til marks um að sjávarútvegurinn væri að endurheimta sinn fyrri styrk frá því fyrir hrun. Fjárfestingar væru að aukast og í heildina tekið væri afkoman góð með framlegð upp undir 30 prósent af tekjum. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var málshefjandi í sérstakri umræðu á Alþingi í gær um starfsumhverfi sjávarútvegsins. Hann sagði sjávarútveginn búa við meiri skattlagningu en aðrar atvinnugreinar. Hann greiddi til að mynda 4,5 milljarða króna í veiðigjald sem að öllum líkindum hefðu að öðrum kosti runnið til fjárfestinga og framþróunar í greininni. Gunnar Bragi minnti á að sjávarútvegur væri hátækniiðnaður en byggi við mun meiri óvissu en aðrar greinar. „Hvernig gengi ferðaþjónustunni ef menn vissu ekki hvaða flugfélög myndu fljúga næsta sumar til og frá landinu?" Þetta endurspeglaði áhyggjur flestra stjórnarandstæðinga sem töldu óvissuna í greininni allt of mikla. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ríkisstjórnina hafa skapað óþolandi óvissu um greinina, ekki síst með frumvarpi þáverandi sjávarútvegsráðherra, Jóns Bjarnasonar. „Það er ekki langt síðan sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir að það tæki hann ekki meira en um þrjár vikur að ganga þannig frá málum að hann gæti komið með frumvarp inn í þingið," sagði Illugi. Steingrímur hefði verið tvo mánuði í embætti, en ekkert bólaði á frumvarpinu. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, vitnaði til þess að hagnaður sjávarútvegsins á síðasta ári hefði verið á fimmta tug milljarða króna. Tímabært væri að sjávarútvegurinn skilaði almenningi eðlilegri hlutdeild í þeim arði. „Það eru dregin að landi sem nemur 10 kg af fiski á hvern íbúa á landinu á hverjum einasta degi allan ársins hring." Tryggja yrði hlutdeild þjóðarinnar í aflaverðmætinu. Steingrímur sagði óvissu í sjávarútvegi ekki uppfinningu ríkisstjórnarinnar. Lengi hefði verið deilt um fyrirkomulag fiskveiða og sú deila yrði ekki leyst fyrr en menn tækju höndum saman um málið. Af orðum Árna Johnsen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, var ekki að sjá að sú sátt væri í sjónmáli: „Það er lífsspursmál að spúla dekkið og losna við óværuna. Ríkisstjórnina burt." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Reikna má með að eigið fé sjávarútvegsins hafi verið um 100 milljarðar um áramótin og stefnir í að það nái 140 milljörðum í lok þessa árs, að mati Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Það er viðsnúningur um 200 milljarða frá árslokum 2008 þegar það var neikvætt um 60 milljarða. Steingrímur sagði þetta til marks um að sjávarútvegurinn væri að endurheimta sinn fyrri styrk frá því fyrir hrun. Fjárfestingar væru að aukast og í heildina tekið væri afkoman góð með framlegð upp undir 30 prósent af tekjum. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var málshefjandi í sérstakri umræðu á Alþingi í gær um starfsumhverfi sjávarútvegsins. Hann sagði sjávarútveginn búa við meiri skattlagningu en aðrar atvinnugreinar. Hann greiddi til að mynda 4,5 milljarða króna í veiðigjald sem að öllum líkindum hefðu að öðrum kosti runnið til fjárfestinga og framþróunar í greininni. Gunnar Bragi minnti á að sjávarútvegur væri hátækniiðnaður en byggi við mun meiri óvissu en aðrar greinar. „Hvernig gengi ferðaþjónustunni ef menn vissu ekki hvaða flugfélög myndu fljúga næsta sumar til og frá landinu?" Þetta endurspeglaði áhyggjur flestra stjórnarandstæðinga sem töldu óvissuna í greininni allt of mikla. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ríkisstjórnina hafa skapað óþolandi óvissu um greinina, ekki síst með frumvarpi þáverandi sjávarútvegsráðherra, Jóns Bjarnasonar. „Það er ekki langt síðan sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir að það tæki hann ekki meira en um þrjár vikur að ganga þannig frá málum að hann gæti komið með frumvarp inn í þingið," sagði Illugi. Steingrímur hefði verið tvo mánuði í embætti, en ekkert bólaði á frumvarpinu. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, vitnaði til þess að hagnaður sjávarútvegsins á síðasta ári hefði verið á fimmta tug milljarða króna. Tímabært væri að sjávarútvegurinn skilaði almenningi eðlilegri hlutdeild í þeim arði. „Það eru dregin að landi sem nemur 10 kg af fiski á hvern íbúa á landinu á hverjum einasta degi allan ársins hring." Tryggja yrði hlutdeild þjóðarinnar í aflaverðmætinu. Steingrímur sagði óvissu í sjávarútvegi ekki uppfinningu ríkisstjórnarinnar. Lengi hefði verið deilt um fyrirkomulag fiskveiða og sú deila yrði ekki leyst fyrr en menn tækju höndum saman um málið. Af orðum Árna Johnsen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, var ekki að sjá að sú sátt væri í sjónmáli: „Það er lífsspursmál að spúla dekkið og losna við óværuna. Ríkisstjórnina burt." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira