200 milljarða króna sveifla í sjávarútvegi 22. febrúar 2012 06:00 löndun Viðsnúningurinn í sjávarútveginum er um 200 milljarðar íslenskra króna frá árslokum 2008. Fréttablaðið/ Reikna má með að eigið fé sjávarútvegsins hafi verið um 100 milljarðar um áramótin og stefnir í að það nái 140 milljörðum í lok þessa árs, að mati Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Það er viðsnúningur um 200 milljarða frá árslokum 2008 þegar það var neikvætt um 60 milljarða. Steingrímur sagði þetta til marks um að sjávarútvegurinn væri að endurheimta sinn fyrri styrk frá því fyrir hrun. Fjárfestingar væru að aukast og í heildina tekið væri afkoman góð með framlegð upp undir 30 prósent af tekjum. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var málshefjandi í sérstakri umræðu á Alþingi í gær um starfsumhverfi sjávarútvegsins. Hann sagði sjávarútveginn búa við meiri skattlagningu en aðrar atvinnugreinar. Hann greiddi til að mynda 4,5 milljarða króna í veiðigjald sem að öllum líkindum hefðu að öðrum kosti runnið til fjárfestinga og framþróunar í greininni. Gunnar Bragi minnti á að sjávarútvegur væri hátækniiðnaður en byggi við mun meiri óvissu en aðrar greinar. „Hvernig gengi ferðaþjónustunni ef menn vissu ekki hvaða flugfélög myndu fljúga næsta sumar til og frá landinu?" Þetta endurspeglaði áhyggjur flestra stjórnarandstæðinga sem töldu óvissuna í greininni allt of mikla. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ríkisstjórnina hafa skapað óþolandi óvissu um greinina, ekki síst með frumvarpi þáverandi sjávarútvegsráðherra, Jóns Bjarnasonar. „Það er ekki langt síðan sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir að það tæki hann ekki meira en um þrjár vikur að ganga þannig frá málum að hann gæti komið með frumvarp inn í þingið," sagði Illugi. Steingrímur hefði verið tvo mánuði í embætti, en ekkert bólaði á frumvarpinu. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, vitnaði til þess að hagnaður sjávarútvegsins á síðasta ári hefði verið á fimmta tug milljarða króna. Tímabært væri að sjávarútvegurinn skilaði almenningi eðlilegri hlutdeild í þeim arði. „Það eru dregin að landi sem nemur 10 kg af fiski á hvern íbúa á landinu á hverjum einasta degi allan ársins hring." Tryggja yrði hlutdeild þjóðarinnar í aflaverðmætinu. Steingrímur sagði óvissu í sjávarútvegi ekki uppfinningu ríkisstjórnarinnar. Lengi hefði verið deilt um fyrirkomulag fiskveiða og sú deila yrði ekki leyst fyrr en menn tækju höndum saman um málið. Af orðum Árna Johnsen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, var ekki að sjá að sú sátt væri í sjónmáli: „Það er lífsspursmál að spúla dekkið og losna við óværuna. Ríkisstjórnina burt." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Sjá meira
Reikna má með að eigið fé sjávarútvegsins hafi verið um 100 milljarðar um áramótin og stefnir í að það nái 140 milljörðum í lok þessa árs, að mati Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Það er viðsnúningur um 200 milljarða frá árslokum 2008 þegar það var neikvætt um 60 milljarða. Steingrímur sagði þetta til marks um að sjávarútvegurinn væri að endurheimta sinn fyrri styrk frá því fyrir hrun. Fjárfestingar væru að aukast og í heildina tekið væri afkoman góð með framlegð upp undir 30 prósent af tekjum. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var málshefjandi í sérstakri umræðu á Alþingi í gær um starfsumhverfi sjávarútvegsins. Hann sagði sjávarútveginn búa við meiri skattlagningu en aðrar atvinnugreinar. Hann greiddi til að mynda 4,5 milljarða króna í veiðigjald sem að öllum líkindum hefðu að öðrum kosti runnið til fjárfestinga og framþróunar í greininni. Gunnar Bragi minnti á að sjávarútvegur væri hátækniiðnaður en byggi við mun meiri óvissu en aðrar greinar. „Hvernig gengi ferðaþjónustunni ef menn vissu ekki hvaða flugfélög myndu fljúga næsta sumar til og frá landinu?" Þetta endurspeglaði áhyggjur flestra stjórnarandstæðinga sem töldu óvissuna í greininni allt of mikla. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ríkisstjórnina hafa skapað óþolandi óvissu um greinina, ekki síst með frumvarpi þáverandi sjávarútvegsráðherra, Jóns Bjarnasonar. „Það er ekki langt síðan sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir að það tæki hann ekki meira en um þrjár vikur að ganga þannig frá málum að hann gæti komið með frumvarp inn í þingið," sagði Illugi. Steingrímur hefði verið tvo mánuði í embætti, en ekkert bólaði á frumvarpinu. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, vitnaði til þess að hagnaður sjávarútvegsins á síðasta ári hefði verið á fimmta tug milljarða króna. Tímabært væri að sjávarútvegurinn skilaði almenningi eðlilegri hlutdeild í þeim arði. „Það eru dregin að landi sem nemur 10 kg af fiski á hvern íbúa á landinu á hverjum einasta degi allan ársins hring." Tryggja yrði hlutdeild þjóðarinnar í aflaverðmætinu. Steingrímur sagði óvissu í sjávarútvegi ekki uppfinningu ríkisstjórnarinnar. Lengi hefði verið deilt um fyrirkomulag fiskveiða og sú deila yrði ekki leyst fyrr en menn tækju höndum saman um málið. Af orðum Árna Johnsen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, var ekki að sjá að sú sátt væri í sjónmáli: „Það er lífsspursmál að spúla dekkið og losna við óværuna. Ríkisstjórnina burt." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Sjá meira