Þrúgandi leiðindi Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. febrúar 2012 06:00 Stundum finnst manni eins og í fréttum komi vart annað en afturgöngur gamalla frétta og umræðu. Nú síðast í vikulokin gerðist það með dómi Hæstaréttar þar sem afturvirkir endurreiknaðir vextir á gjaldeyrislán voru sagðir ólöglegir. Víst er að umræða um skuldavanda, gjaldeyrismál, Icesave og þar fram eftir götunum er fyrir löngu orðin bæði þrúgandi og leiðigjörn að margra mati, en heldur væntanlega áfram meðan mál eru ekki kláruð að fullu. Þannig getur fólk látið sig hlakka til nýrrar lotu Icesave-umræðna þegar boðaður málarekstur ESA hefst á hendur íslenska ríkinu. Kannski eru það samt merki um einhverja örvæntingu í samfélaginu allar þær væntingar sem upp risu þegar vaxtadómur Hæstaréttar féll á miðvikudag. Virtust margir áætla um leið að hver sá sem hefði á einhverjum tímapunkti tekið erlent lán hefði dottið í lukkupott gjafavaxta og ætti væntanlega von á endurgreiðslum á stærð við meðallottóvinning, fleiri tugir milljarða væru á leiðinni til skuldara landsins. Daginn eftir var þó komið aðeins annað hljóð á strokkinn. Ekki víst að von sé á öllum milljónunum og óljóst hversu fordæmisgefandi dómurinn sé, eða til hverra þeirra hann nái sem tekið höfðu lán í erlendri mynt. Líkast til bara þeirra sem alltaf höfðu staðið í skilum. Og hefur þá væntanlega farið um þá sem í skuldavanda sínum hlíttu misjöfnum ráðum um að hætta að borga af lánum sínum. Mikil er ábyrgð þeirra sem ráðleggja fólki þannig, að það fyrirgerir rétti sínum til leiðréttinga. Lýðskrum virðist nefnilega vera óhjákvæmilegur fylgifiskur þessarar skuldavanda- og jafnvel efnahagsumræðu allrar, hvort sem það eru yfirlýsingar um töfralausnir á borð við einhliða upptöku erlendrar myntar, flata skuldaniðurfellingu, eða annað ámóta rugl sem með rökum er margbúið að slá út af borðinu. Angi af slíku dúkkaði upp í umræðum um vaxtadóm Hæstaréttar þegar einstaka stjórnmálamenn fóru að tala um að ætti að rétta hlut einhverra þeirra sem tekið höfðu erlent lán, þá væri óhjákvæmilegt annað en að rétta hlut hinna sem pínast í verðtryggingarfangelsi krónulána. Tilfellið er nefnilega að á endanum borgar alltaf einhver brúsann. Stjórnmálamenn sem vilja fella niður skuldir af íbúðalánum þurfa þá líka að svara þeirri spurningu hvaða áhrif slík aðgerð hefur á stöðu Íbúðalánasjóðs og hvaðan eigi að koma fjármunir til að styrkja hann enn frekar komi til slíkra aðgerða. Hver ætlar að mæla fyrir skattahækkunum vegna þessa? Aðgerðin sem gagnast þeim sem skulda verðtryggð lán er að böndum sé komið á verðbólguna. Þar gætu stjórnmálamenn sem stuðla að aukinni verðbólgu með því að hækka neysluskatta strax lofað úrbótum. Þá hefur verið lýst leiðum til að koma böndum á sveiflur í gengi krónunnar með gjöldum á gjaldeyrisskiptasamninga. Hvað líður áætluninni um afnám gjaldeyrishafta? Er ekki ráð að fara að koma á þessari ábyrgu efnahagsstjórn sem þjóðin hefur, líkast til allt frá stofnun, beðið eftir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun
Stundum finnst manni eins og í fréttum komi vart annað en afturgöngur gamalla frétta og umræðu. Nú síðast í vikulokin gerðist það með dómi Hæstaréttar þar sem afturvirkir endurreiknaðir vextir á gjaldeyrislán voru sagðir ólöglegir. Víst er að umræða um skuldavanda, gjaldeyrismál, Icesave og þar fram eftir götunum er fyrir löngu orðin bæði þrúgandi og leiðigjörn að margra mati, en heldur væntanlega áfram meðan mál eru ekki kláruð að fullu. Þannig getur fólk látið sig hlakka til nýrrar lotu Icesave-umræðna þegar boðaður málarekstur ESA hefst á hendur íslenska ríkinu. Kannski eru það samt merki um einhverja örvæntingu í samfélaginu allar þær væntingar sem upp risu þegar vaxtadómur Hæstaréttar féll á miðvikudag. Virtust margir áætla um leið að hver sá sem hefði á einhverjum tímapunkti tekið erlent lán hefði dottið í lukkupott gjafavaxta og ætti væntanlega von á endurgreiðslum á stærð við meðallottóvinning, fleiri tugir milljarða væru á leiðinni til skuldara landsins. Daginn eftir var þó komið aðeins annað hljóð á strokkinn. Ekki víst að von sé á öllum milljónunum og óljóst hversu fordæmisgefandi dómurinn sé, eða til hverra þeirra hann nái sem tekið höfðu lán í erlendri mynt. Líkast til bara þeirra sem alltaf höfðu staðið í skilum. Og hefur þá væntanlega farið um þá sem í skuldavanda sínum hlíttu misjöfnum ráðum um að hætta að borga af lánum sínum. Mikil er ábyrgð þeirra sem ráðleggja fólki þannig, að það fyrirgerir rétti sínum til leiðréttinga. Lýðskrum virðist nefnilega vera óhjákvæmilegur fylgifiskur þessarar skuldavanda- og jafnvel efnahagsumræðu allrar, hvort sem það eru yfirlýsingar um töfralausnir á borð við einhliða upptöku erlendrar myntar, flata skuldaniðurfellingu, eða annað ámóta rugl sem með rökum er margbúið að slá út af borðinu. Angi af slíku dúkkaði upp í umræðum um vaxtadóm Hæstaréttar þegar einstaka stjórnmálamenn fóru að tala um að ætti að rétta hlut einhverra þeirra sem tekið höfðu erlent lán, þá væri óhjákvæmilegt annað en að rétta hlut hinna sem pínast í verðtryggingarfangelsi krónulána. Tilfellið er nefnilega að á endanum borgar alltaf einhver brúsann. Stjórnmálamenn sem vilja fella niður skuldir af íbúðalánum þurfa þá líka að svara þeirri spurningu hvaða áhrif slík aðgerð hefur á stöðu Íbúðalánasjóðs og hvaðan eigi að koma fjármunir til að styrkja hann enn frekar komi til slíkra aðgerða. Hver ætlar að mæla fyrir skattahækkunum vegna þessa? Aðgerðin sem gagnast þeim sem skulda verðtryggð lán er að böndum sé komið á verðbólguna. Þar gætu stjórnmálamenn sem stuðla að aukinni verðbólgu með því að hækka neysluskatta strax lofað úrbótum. Þá hefur verið lýst leiðum til að koma böndum á sveiflur í gengi krónunnar með gjöldum á gjaldeyrisskiptasamninga. Hvað líður áætluninni um afnám gjaldeyrishafta? Er ekki ráð að fara að koma á þessari ábyrgu efnahagsstjórn sem þjóðin hefur, líkast til allt frá stofnun, beðið eftir?
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun