Brottnám PIP-púða kostar tugi milljóna 7. febrúar 2012 06:00 Aðgerð Velferðarráðherra vill að ríkið bjóðist til þess að láta fjarlægja alla PIP-sílíkonpúða úr konum hér á landi.mynd/úr safni Velferðarráðherra mælist til að allar konur með PIP-púða geti látið fjarlægja þá á Landspítalanum. Hópur kvenna vill nýta aðgerðina til að fá nýja púða. Gætt verður að hagsmunatengslum og enginn mun vísa á sjálfan sig, segir ráðherra. Ljóst er að aðgerðir vegna brottnáms PIP-sílikonpúða geti hlaupið á tugum milljóna króna fyrir Landspítalann (LSH). Um 200 konur af þeim tæplega 400 sem fengið hafa boð um ómskoðun hafa sett sig í samband við yfirvöld. Á einkareknum læknastofum kostar brottnám sílíkonpúða um 200 þúsund krónur en verið er að meta kostnaðinn við aðgerðirnar á LSH. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður um hundrað kvenna sem ætla að höfða málsókn á hendur Jens Kjartanssyni lýtalækni vegna púðanna, segir það skjóta skökku við að konunum sé ekki boðið að fá aðra brjóstapúða í sömu aðgerð, borgi þær fyrir þá sjálfar. „Enginn er að fara fram á að ríkið greiði púðana,“ segir Saga. „Krafan er sú að aðgerðin verði nýtt svo þær þurfi ekki að gangast undir aðra slíka til að fá nýja púða.“ Saga bendir á að fjöldi lækna á LSH vinni og reki einkastofur á sama tíma. Þar séu bein hagsmunatengsl. „Skiljanlega eru mínir umbjóðendur hræddir við að það ríki ekki hlutleysi,“ segir hún og bætir við að þeir umbjóðendur hennar sem leitað hafa til einkarekinna læknastofa fái ítrekað þau svör að þeir geti fengið nýja púða í sömu aðgerð og jafnvel sé mælt með því. Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica og LSH, tekur undir það. „Yfirleitt er talið að vilji konur vera áfram með sílíkon séu þær betur settar með að fá nýja púða í stað þeirra gömlu í sömu aðgerð,“ segir hún. „En þetta er mjög vandmeðfarið og þarf að meta hvert tilfelli fyrir sig.“ Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra útilokar ekki að nýir púðar verði settir inn í einhverjum tilfellum, en slíkt muni sennilega heyra til undantekninga. Hann segir fyllstu aðgátar verða gætt varðandi hagsmuni þeirra lýtalækna á LSH sem meta konurnar og framkvæma aðgerðirnar. „Þarna verður enginn sem vísar á sjálfan sig,“ segir Guðbjartur. „Matið er byggt á ráðleggingum frá því fólki sem flest kann. Það er viðbragðshópur sem fundar nánast daglega og það er verið að vinna í þessum málum.“ Guðbjartur mun leggja til við ríkisstjórnina í dag að ríkið bjóðist til að láta fjarlægja púða úr öllum þeim konum sem fengið hafa púðana hér á landi. Er þetta gert í ljósi þess að rúm 80 prósent þeirra kvenna sem farið hafa í ómskoðun eru með leka púða. sunna@frettabladid.is PIP-brjóstapúðar Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Velferðarráðherra mælist til að allar konur með PIP-púða geti látið fjarlægja þá á Landspítalanum. Hópur kvenna vill nýta aðgerðina til að fá nýja púða. Gætt verður að hagsmunatengslum og enginn mun vísa á sjálfan sig, segir ráðherra. Ljóst er að aðgerðir vegna brottnáms PIP-sílikonpúða geti hlaupið á tugum milljóna króna fyrir Landspítalann (LSH). Um 200 konur af þeim tæplega 400 sem fengið hafa boð um ómskoðun hafa sett sig í samband við yfirvöld. Á einkareknum læknastofum kostar brottnám sílíkonpúða um 200 þúsund krónur en verið er að meta kostnaðinn við aðgerðirnar á LSH. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður um hundrað kvenna sem ætla að höfða málsókn á hendur Jens Kjartanssyni lýtalækni vegna púðanna, segir það skjóta skökku við að konunum sé ekki boðið að fá aðra brjóstapúða í sömu aðgerð, borgi þær fyrir þá sjálfar. „Enginn er að fara fram á að ríkið greiði púðana,“ segir Saga. „Krafan er sú að aðgerðin verði nýtt svo þær þurfi ekki að gangast undir aðra slíka til að fá nýja púða.“ Saga bendir á að fjöldi lækna á LSH vinni og reki einkastofur á sama tíma. Þar séu bein hagsmunatengsl. „Skiljanlega eru mínir umbjóðendur hræddir við að það ríki ekki hlutleysi,“ segir hún og bætir við að þeir umbjóðendur hennar sem leitað hafa til einkarekinna læknastofa fái ítrekað þau svör að þeir geti fengið nýja púða í sömu aðgerð og jafnvel sé mælt með því. Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica og LSH, tekur undir það. „Yfirleitt er talið að vilji konur vera áfram með sílíkon séu þær betur settar með að fá nýja púða í stað þeirra gömlu í sömu aðgerð,“ segir hún. „En þetta er mjög vandmeðfarið og þarf að meta hvert tilfelli fyrir sig.“ Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra útilokar ekki að nýir púðar verði settir inn í einhverjum tilfellum, en slíkt muni sennilega heyra til undantekninga. Hann segir fyllstu aðgátar verða gætt varðandi hagsmuni þeirra lýtalækna á LSH sem meta konurnar og framkvæma aðgerðirnar. „Þarna verður enginn sem vísar á sjálfan sig,“ segir Guðbjartur. „Matið er byggt á ráðleggingum frá því fólki sem flest kann. Það er viðbragðshópur sem fundar nánast daglega og það er verið að vinna í þessum málum.“ Guðbjartur mun leggja til við ríkisstjórnina í dag að ríkið bjóðist til að láta fjarlægja púða úr öllum þeim konum sem fengið hafa púðana hér á landi. Er þetta gert í ljósi þess að rúm 80 prósent þeirra kvenna sem farið hafa í ómskoðun eru með leka púða. sunna@frettabladid.is
PIP-brjóstapúðar Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira