Kostnaður krónu 30. janúar 2012 06:00 Samkeppniseftirlitið birti í síðustu viku skýrslu sína um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Í henni kom fram að verð á dagvöru, sem samanstendur af helstu nauðsynjavörum heimila, hefði hækkað um 60% á síðustu sex árum. Sú verðhækkun skýrist ekki af aukinni álagningu verslana á vörunum, heldur fyrst og fremst af ytri ástæðum, aðallega gengishruni íslensku krónunnar. Hún hefur rýrnað um meira en helming gagnvart evru á umræddu tímabili. Í skýrslunni segir orðrétt að „eftir gengislækkun krónunnar hefur matvöruverð á Íslandi færst frá því að vera hlutfallslega mun hærra til þess að vera því sem næst jafnt meðalmatvöruverði í ESB löndum, mælt í evrum á skráðu gengi. Í krónum talið hækkaði matvöruverð hins vegar gífurlega eftir hrunið". Samkvæmt skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýverið voru um 88% allra húsnæðislána í byrjun október síðastliðnum verðtryggð. Ársverðbólga mælist nú 6,5% sem hefur bein hækkunaráhrif á höfuðstól verðtryggðra lána. Hún er hvergi meiri innan EES-svæðisins. Óhætt er því að draga þá ályktun að krónan sé að valda íslenskum skuldurum miklu tjóni. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um tæp 30% í dollurum talið frá byrjun árs 2008. Á sama tíma hefur smásöluverð á bensíni á Íslandi hækkað um 75%,í krónum talið, enda bensínið innflutt. Samhliða ofangreindu hafa ráðstöfunartekjur Íslendinga eðlilega lækkað mun meira í hlutfallslegum samanburði við Evrópusambandslönd og kaupmáttur launa dregist saman. Hagur almennings hefur versnað til muna vegna krónunnar. Við slíkar aðstæður mætti ætla að framtíðar-peningamálastefna, og á hvaða gjaldmiðli hún ætti að byggja, hefðu verið helsta mál á dagskrá hérlendis síðustu þrjú árin. Því fer þó fjarri. Íslendingum hefur í raun tekist að rífast um nánast allt annað en það sem hefur mest áhrif á okkur. Krónan hefur alltaf verið vandamál. Þegar Íslandsbanki hinn fyrsti var stofnaður árið 1924 fékkst ein íslensk króna fyrir hverja danska. Í dag þarf tæplega tvö þúsund og tvö hundruð íslenskar krónur til að kaupa eina danska, að teknu tilliti til þess að tvö núll voru fjarlægð aftan af þeirri íslensku árið 1981. Við rekum peningastefnu sem snýst um að halda verðbólgu innan við 2,5%, sem tekst nánast aldrei. Helsti kosturinn sem nefndur er við þetta fyrirkomulag er sá að þegar hagstjórnarafleikir stjórnmálamanna hafa komið okkur í nægilega vond mál þá sé hægt að fella gengið. Við það færast peningar frá heimilunum til útflutningsaðila og vöruskiptajöfnuði er náð líkt og töfrasprota sé veifað. Samt er umræða um málið í lamasessi. Eini flokkurinn sem er með upptöku annars gjaldmiðils á stefnuskránni er í stjórnarsamstarfi við annan sem hefur algjörlega andstæða skoðun á málinu. Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir virðast líka kjósa óbreytt ástand og því virðist mikill pólitískur meirihluti fyrir því að halda krónunni. Viðkvæðið er þá að þessari kynslóð stjórnmálamanna muni takast það sem aldrei áður hefur tekist í íslenskri hagsögu, að halda krónunni í skefjum. Íslenskir neytendur þurfa hins vegar, í ljósi ofangreindra atriða, að gera upp við sig hvort buddan heimili þeim að trúa slíkum málflutningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun
Samkeppniseftirlitið birti í síðustu viku skýrslu sína um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Í henni kom fram að verð á dagvöru, sem samanstendur af helstu nauðsynjavörum heimila, hefði hækkað um 60% á síðustu sex árum. Sú verðhækkun skýrist ekki af aukinni álagningu verslana á vörunum, heldur fyrst og fremst af ytri ástæðum, aðallega gengishruni íslensku krónunnar. Hún hefur rýrnað um meira en helming gagnvart evru á umræddu tímabili. Í skýrslunni segir orðrétt að „eftir gengislækkun krónunnar hefur matvöruverð á Íslandi færst frá því að vera hlutfallslega mun hærra til þess að vera því sem næst jafnt meðalmatvöruverði í ESB löndum, mælt í evrum á skráðu gengi. Í krónum talið hækkaði matvöruverð hins vegar gífurlega eftir hrunið". Samkvæmt skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýverið voru um 88% allra húsnæðislána í byrjun október síðastliðnum verðtryggð. Ársverðbólga mælist nú 6,5% sem hefur bein hækkunaráhrif á höfuðstól verðtryggðra lána. Hún er hvergi meiri innan EES-svæðisins. Óhætt er því að draga þá ályktun að krónan sé að valda íslenskum skuldurum miklu tjóni. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um tæp 30% í dollurum talið frá byrjun árs 2008. Á sama tíma hefur smásöluverð á bensíni á Íslandi hækkað um 75%,í krónum talið, enda bensínið innflutt. Samhliða ofangreindu hafa ráðstöfunartekjur Íslendinga eðlilega lækkað mun meira í hlutfallslegum samanburði við Evrópusambandslönd og kaupmáttur launa dregist saman. Hagur almennings hefur versnað til muna vegna krónunnar. Við slíkar aðstæður mætti ætla að framtíðar-peningamálastefna, og á hvaða gjaldmiðli hún ætti að byggja, hefðu verið helsta mál á dagskrá hérlendis síðustu þrjú árin. Því fer þó fjarri. Íslendingum hefur í raun tekist að rífast um nánast allt annað en það sem hefur mest áhrif á okkur. Krónan hefur alltaf verið vandamál. Þegar Íslandsbanki hinn fyrsti var stofnaður árið 1924 fékkst ein íslensk króna fyrir hverja danska. Í dag þarf tæplega tvö þúsund og tvö hundruð íslenskar krónur til að kaupa eina danska, að teknu tilliti til þess að tvö núll voru fjarlægð aftan af þeirri íslensku árið 1981. Við rekum peningastefnu sem snýst um að halda verðbólgu innan við 2,5%, sem tekst nánast aldrei. Helsti kosturinn sem nefndur er við þetta fyrirkomulag er sá að þegar hagstjórnarafleikir stjórnmálamanna hafa komið okkur í nægilega vond mál þá sé hægt að fella gengið. Við það færast peningar frá heimilunum til útflutningsaðila og vöruskiptajöfnuði er náð líkt og töfrasprota sé veifað. Samt er umræða um málið í lamasessi. Eini flokkurinn sem er með upptöku annars gjaldmiðils á stefnuskránni er í stjórnarsamstarfi við annan sem hefur algjörlega andstæða skoðun á málinu. Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir virðast líka kjósa óbreytt ástand og því virðist mikill pólitískur meirihluti fyrir því að halda krónunni. Viðkvæðið er þá að þessari kynslóð stjórnmálamanna muni takast það sem aldrei áður hefur tekist í íslenskri hagsögu, að halda krónunni í skefjum. Íslenskir neytendur þurfa hins vegar, í ljósi ofangreindra atriða, að gera upp við sig hvort buddan heimili þeim að trúa slíkum málflutningi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun