Harka færist í bardagana í Sýrlandi á ný 28. janúar 2012 00:00 Liðhlaupar í Homs Hópur sýrlenskra hermanna sem hefur gengið til liðs við uppreisnarmenn í borginni Homs.Nordicphotos/afp Hörð átök hafa verið í Sýrlandi undanfarna tvo daga, einkum í borginni Homs þar sem tugir manna eru sagðir hafa látið lífið, þar á meðal börn. Að minnsta kosti fimmtíu voru látnir þar í borg og stjórnarandstæðingar saka stjórnarherinn um fjöldamorð. Fyrr í vikunni tilkynnti Arababandalagið að eftirlitsmenn á vegum þess verði kallaðir heim. Þeir staðfestu þó í yfirlýsingu í gær að ofbeldið í landinu hafi aukist mikið síðustu daga. Þeir hafi orðið vitni að því í borgunum Homs, Hama og Idlib. Fréttamaður á vegum breska útvarpsins BBC segir að svo virðist sem stjórnin sé einnig að missa tökin á ástandinu í hverfum uppreisnarmanna í höfuðborginni Damaskus. Myndband var birt á vefsíðu í gær þar sem sjá mátti fimm barnslík ásamt líkum fimm kvenna og eins karls í íbúðarhúsi í borginni Homs. Fjöldi fólks hélt síðan út á götur víða í borgum og bæjum landsins í gær að loknum föstudagsbænum, sem eru mikilvægar samkomustundir í arabaheiminum og snúast iðulega upp í pólitískar umræður og kröfugerðir. Í Egyptalandi ruddust hundruð mótmælenda inn í sýrlenska sendiráðið í Kaíró. Hurðir og gluggarúður voru brotnar, en á endanum mættu sýrlenskir hermenn og ráku fólkið út. Sýrlenski sendiherrann sagðist ætla að leggja fram formlega kvörtun hjá egypskum stjórnvöldum, að sögn arabíska fréttavefsins Al Jazeera. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna hafa meira en 5.000 manns látist í tengslum við aðgerðir stjórnarhersins gegn mótmælendum síðustu mánuðina. Basher al Assad Sýrlandsforseti og stjórn hans segja á móti að um 2.000 hermenn hafi fallið í átökum við vopnaða hópa, sem þeir segja standa að baki uppreisninni. Assad hefur reglulega lýst því yfir að sjálfsagt mál sé að verða við óskum um lýðræðisumbætur, en lítið hefur orðið úr efndum. Hins vegar stendur hann fast á því að beita her og lögreglu af fullri hörku gegn mótmælendum. Hann féllst ekki á tillögur Arababandalagsins, sem fela meðal annars í sér að hann segi af sér, en það hefur verið ein helsta krafa uppreisnarmanna frá upphafi. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Hörð átök hafa verið í Sýrlandi undanfarna tvo daga, einkum í borginni Homs þar sem tugir manna eru sagðir hafa látið lífið, þar á meðal börn. Að minnsta kosti fimmtíu voru látnir þar í borg og stjórnarandstæðingar saka stjórnarherinn um fjöldamorð. Fyrr í vikunni tilkynnti Arababandalagið að eftirlitsmenn á vegum þess verði kallaðir heim. Þeir staðfestu þó í yfirlýsingu í gær að ofbeldið í landinu hafi aukist mikið síðustu daga. Þeir hafi orðið vitni að því í borgunum Homs, Hama og Idlib. Fréttamaður á vegum breska útvarpsins BBC segir að svo virðist sem stjórnin sé einnig að missa tökin á ástandinu í hverfum uppreisnarmanna í höfuðborginni Damaskus. Myndband var birt á vefsíðu í gær þar sem sjá mátti fimm barnslík ásamt líkum fimm kvenna og eins karls í íbúðarhúsi í borginni Homs. Fjöldi fólks hélt síðan út á götur víða í borgum og bæjum landsins í gær að loknum föstudagsbænum, sem eru mikilvægar samkomustundir í arabaheiminum og snúast iðulega upp í pólitískar umræður og kröfugerðir. Í Egyptalandi ruddust hundruð mótmælenda inn í sýrlenska sendiráðið í Kaíró. Hurðir og gluggarúður voru brotnar, en á endanum mættu sýrlenskir hermenn og ráku fólkið út. Sýrlenski sendiherrann sagðist ætla að leggja fram formlega kvörtun hjá egypskum stjórnvöldum, að sögn arabíska fréttavefsins Al Jazeera. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna hafa meira en 5.000 manns látist í tengslum við aðgerðir stjórnarhersins gegn mótmælendum síðustu mánuðina. Basher al Assad Sýrlandsforseti og stjórn hans segja á móti að um 2.000 hermenn hafi fallið í átökum við vopnaða hópa, sem þeir segja standa að baki uppreisninni. Assad hefur reglulega lýst því yfir að sjálfsagt mál sé að verða við óskum um lýðræðisumbætur, en lítið hefur orðið úr efndum. Hins vegar stendur hann fast á því að beita her og lögreglu af fullri hörku gegn mótmælendum. Hann féllst ekki á tillögur Arababandalagsins, sem fela meðal annars í sér að hann segi af sér, en það hefur verið ein helsta krafa uppreisnarmanna frá upphafi. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira