Þjarkað áfram um skuldir Grikklands 25. janúar 2012 01:30 Á fundi í Brussel Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, á fundi með fjármálaráðherrum Evrópusambandsins í Brussel. Francois Baroin og Margrethe Vestager, fjármálaráðherrar Frakklands og Danmerkur, skiptast einnig á orðum. fréttablaðið/AP Á mánudagskvöld höfnuðu fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hugmyndum bankanna um niðurfellingu helmings skulda gríska ríkisins gegn lengri lánum, sem eigi að bera fjögur prósent vexti. Gríska stjórnin segist ekki geta greitt hærri vexti en 3,5 prósent og evruríkin taka undir það. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sömuleiðis tekið undir þetta. „Grikkland og bankarnir verða að gera betur en þetta til að ná sjálfbæru skuldastigi," segir Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands. Ekki verði hægt að veita Grikkjum frekari aðstoð nema samkomulag takist um lægri vexti. Samningaviðræður við bankana munu því halda áfram, en vonast er til að samkomulag takist á allra næstu dögum. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð á fjárlögum í Grikklandi sýna nýjar tölur að ríkisskuldirnar eru nú hærri en þær voru árið 2010. Á mánudaginn gerði gríska stjórnin svo alvöru úr hótunum sínum um að birta opinberlega nöfn þeirra, sem skulda stórfé í skatt. Á listanum eru rúmlega fjögur þúsund nöfn, þar á meðal nöfn þekktra söngvara, skemmtikrafta og viðskiptamanna. Sumir þeirra sitja reyndar í fangelsi, en samtals skuldar þessi hópur 15 milljarða evra í skatt. Á fundi fjármálaráðherra evruríkjanna í gær var svo ákveðið að hraða stofnun varanlegs neyðarsjóðs fyrir evruríkin. Samþykkt var að hann hefji starfsemi 1. júlí, ári fyrr en áður hefur verið talað um, og fái til umráða 500 milljarða evra, sem hægt verði að nota til að hjálpa evruríkjum sem rata í alvarlegan skuldavanda. Í mars ætla leiðtogar evruríkjanna síðan að endurmeta hvort sú upphæð, sem sjóðurinn hefur til afnota, dugi gagnvart þeim miklu erfiðleikum sem evrusvæðið hefur verið í. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir í nýrri skýrslu um stöðugleika efnahagsmála að vandi evrusvæðisins geti á þessu ári stefnt efnahagslífi víðar í heiminum í verulega hættu. Í ræðu sem Christiane Lagarde, yfirmaður sjóðsins, hélt í Þýskalandi á mánudag skaut hún föstum skotum að leiðtogum evruríkjanna, og þá ekki síst Angelu Merkel Þýskalandskanslara, fyrir að hafa á síðasta ári tekið sér alltof langan tíma til að finna raunhæfar lausnir á vanda evrusvæðisins. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Á mánudagskvöld höfnuðu fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hugmyndum bankanna um niðurfellingu helmings skulda gríska ríkisins gegn lengri lánum, sem eigi að bera fjögur prósent vexti. Gríska stjórnin segist ekki geta greitt hærri vexti en 3,5 prósent og evruríkin taka undir það. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sömuleiðis tekið undir þetta. „Grikkland og bankarnir verða að gera betur en þetta til að ná sjálfbæru skuldastigi," segir Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands. Ekki verði hægt að veita Grikkjum frekari aðstoð nema samkomulag takist um lægri vexti. Samningaviðræður við bankana munu því halda áfram, en vonast er til að samkomulag takist á allra næstu dögum. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð á fjárlögum í Grikklandi sýna nýjar tölur að ríkisskuldirnar eru nú hærri en þær voru árið 2010. Á mánudaginn gerði gríska stjórnin svo alvöru úr hótunum sínum um að birta opinberlega nöfn þeirra, sem skulda stórfé í skatt. Á listanum eru rúmlega fjögur þúsund nöfn, þar á meðal nöfn þekktra söngvara, skemmtikrafta og viðskiptamanna. Sumir þeirra sitja reyndar í fangelsi, en samtals skuldar þessi hópur 15 milljarða evra í skatt. Á fundi fjármálaráðherra evruríkjanna í gær var svo ákveðið að hraða stofnun varanlegs neyðarsjóðs fyrir evruríkin. Samþykkt var að hann hefji starfsemi 1. júlí, ári fyrr en áður hefur verið talað um, og fái til umráða 500 milljarða evra, sem hægt verði að nota til að hjálpa evruríkjum sem rata í alvarlegan skuldavanda. Í mars ætla leiðtogar evruríkjanna síðan að endurmeta hvort sú upphæð, sem sjóðurinn hefur til afnota, dugi gagnvart þeim miklu erfiðleikum sem evrusvæðið hefur verið í. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir í nýrri skýrslu um stöðugleika efnahagsmála að vandi evrusvæðisins geti á þessu ári stefnt efnahagslífi víðar í heiminum í verulega hættu. Í ræðu sem Christiane Lagarde, yfirmaður sjóðsins, hélt í Þýskalandi á mánudag skaut hún föstum skotum að leiðtogum evruríkjanna, og þá ekki síst Angelu Merkel Þýskalandskanslara, fyrir að hafa á síðasta ári tekið sér alltof langan tíma til að finna raunhæfar lausnir á vanda evrusvæðisins. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“