Pólitísk réttarhöld Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. janúar 2012 06:00 Atburðir undanfarinna daga hafa afhjúpað það endanlega, hafi verið vafi í huga nokkurs manns, að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er pólitísk réttarhöld. Þetta sýna vel ofsafengin viðbrögð þeirra þingmanna, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, sem höfðu ekki fram þann vilja sinn að tillögu Bjarna Benediktssonar um að Alþingi falli frá ákærunni yrði vísað frá. Fréttablaðið sagði þannig í gær frá því að allt léki á reiðiskjálfi í báðum þingflokkum stjórnarliðsins yfir því að frávísunartillagan hefði ekki verið samþykkt. Í Samfylkingunni beindist reiðin að Össuri Skarphéðinssyni, sem mætti til þings og greiddi atkvæði gegn frávísuninni þrátt fyrir að einhverjir hefðu ekki búizt við honum, og í Vinstri grænum að Ögmundi Jónassyni, sem skipti um skoðun í málinu og vill nú samvizku sinnar vegna falla frá ákæru á hendur Geir. Tveir aðrir VG-þingmenn studdu Ögmund í því að fella frávísunartillöguna. Hamagangurinn í VG er ögn skiljanlegri en uppnámið í Samfylkingunni, því að í upphaflegri atkvæðagreiðslu um hvort ákæra bæri fyrrverandi ráðherra stóð flokkurinn einhuga að ákærum á alla, sem þingmannanefnd hafði gert tillögu um. Í Samfylkingunni var hins vegar ekki lögð nein lína um þá atkvæðagreiðslu, eða það var fólki talin trú um. Þingmenn greiddu atkvæði með mismunandi hætti; sumir vildu ákæra alla ráðherrana fjóra, aðrir vildu engan ákæra og sumir vildu bara ákæra suma. Það var síðastnefndi hópurinn, sem þannig réði því að Geir var einn ákærður en fyrrverandi ráðherrum Samfylkingarinnar hlíft. Æsingurinn sem greip einstaka þingmenn Samfylkingarinnar yfir því að Össur skyldi koma til þings og vera sjálfum sér samkvæmur, bendir til að þeir telji að sannfæring þingmanna hafi alls ekki átt að ráða þegar greidd voru atkvæði um frávísunartillöguna, heldur pólitík – sú pólitík að ákæra fyrrverandi leiðtoga annars stjórnmálaflokks fyrir gerðir eða aðgerðaleysi ríkisstjórnar, sem leiðtogar Samfylkingarinnar sátu einnig í. Af sama toga er yfirlýsing ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar um vantraust á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, fyrir að vinna vinnuna sína og setja tillögu Bjarna Benediktssonar á dagskrá. Ungliðarnir telja að þingforsetinn hefði hvorki átt að fara eftir þingsköpunum né hlusta á lögfræðinga, sem töldu tillöguna tæka. Hún hefði átt að taka pólitíska afstöðu með þeim sem studdu ákæruna á Geir, í stað þess að vera forseti alls Alþingis og gæta að lögum og þingsköpum. Einhver allra mesta dellan í málflutningi ungra jafnaðarmanna og skoðanasystkina þeirra á þingi er að með því að fjalla um tillögu Bjarna vegi Alþingi að sjálfstæði dómstólanna og þrískiptingu ríkisvaldsins og blandi sér í störf Landsdóms. Fyrir Landsdómi væri ekkert mál ef Alþingi hefði ekki ákært Geir H. Haarde. Eins og þingið ákvað að vísa málinu til Landsdóms getur það líka ákveðið að draga það til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Ólafur Stephensen Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Atburðir undanfarinna daga hafa afhjúpað það endanlega, hafi verið vafi í huga nokkurs manns, að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er pólitísk réttarhöld. Þetta sýna vel ofsafengin viðbrögð þeirra þingmanna, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, sem höfðu ekki fram þann vilja sinn að tillögu Bjarna Benediktssonar um að Alþingi falli frá ákærunni yrði vísað frá. Fréttablaðið sagði þannig í gær frá því að allt léki á reiðiskjálfi í báðum þingflokkum stjórnarliðsins yfir því að frávísunartillagan hefði ekki verið samþykkt. Í Samfylkingunni beindist reiðin að Össuri Skarphéðinssyni, sem mætti til þings og greiddi atkvæði gegn frávísuninni þrátt fyrir að einhverjir hefðu ekki búizt við honum, og í Vinstri grænum að Ögmundi Jónassyni, sem skipti um skoðun í málinu og vill nú samvizku sinnar vegna falla frá ákæru á hendur Geir. Tveir aðrir VG-þingmenn studdu Ögmund í því að fella frávísunartillöguna. Hamagangurinn í VG er ögn skiljanlegri en uppnámið í Samfylkingunni, því að í upphaflegri atkvæðagreiðslu um hvort ákæra bæri fyrrverandi ráðherra stóð flokkurinn einhuga að ákærum á alla, sem þingmannanefnd hafði gert tillögu um. Í Samfylkingunni var hins vegar ekki lögð nein lína um þá atkvæðagreiðslu, eða það var fólki talin trú um. Þingmenn greiddu atkvæði með mismunandi hætti; sumir vildu ákæra alla ráðherrana fjóra, aðrir vildu engan ákæra og sumir vildu bara ákæra suma. Það var síðastnefndi hópurinn, sem þannig réði því að Geir var einn ákærður en fyrrverandi ráðherrum Samfylkingarinnar hlíft. Æsingurinn sem greip einstaka þingmenn Samfylkingarinnar yfir því að Össur skyldi koma til þings og vera sjálfum sér samkvæmur, bendir til að þeir telji að sannfæring þingmanna hafi alls ekki átt að ráða þegar greidd voru atkvæði um frávísunartillöguna, heldur pólitík – sú pólitík að ákæra fyrrverandi leiðtoga annars stjórnmálaflokks fyrir gerðir eða aðgerðaleysi ríkisstjórnar, sem leiðtogar Samfylkingarinnar sátu einnig í. Af sama toga er yfirlýsing ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar um vantraust á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, fyrir að vinna vinnuna sína og setja tillögu Bjarna Benediktssonar á dagskrá. Ungliðarnir telja að þingforsetinn hefði hvorki átt að fara eftir þingsköpunum né hlusta á lögfræðinga, sem töldu tillöguna tæka. Hún hefði átt að taka pólitíska afstöðu með þeim sem studdu ákæruna á Geir, í stað þess að vera forseti alls Alþingis og gæta að lögum og þingsköpum. Einhver allra mesta dellan í málflutningi ungra jafnaðarmanna og skoðanasystkina þeirra á þingi er að með því að fjalla um tillögu Bjarna vegi Alþingi að sjálfstæði dómstólanna og þrískiptingu ríkisvaldsins og blandi sér í störf Landsdóms. Fyrir Landsdómi væri ekkert mál ef Alþingi hefði ekki ákært Geir H. Haarde. Eins og þingið ákvað að vísa málinu til Landsdóms getur það líka ákveðið að draga það til baka.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun