550 sílíkonaðgerðir á ári 24. janúar 2012 07:00 Árlega láta að minnsta kosti 550 konur hér á landi stækka á sér brjóstin eða endurnýja gamlar sílíkonfyllingar. Er þessi fjöldi miðaður við síðustu þrjú ár. Hlutfall endurnýjana getur verið allt að fjórðungur af heildartölunni, en oftast er mælst til þess að púðar séu endurnýjaðir á fimm til tíu ára fresti. Brjóstastækkun kostar á bilinu 400 til rúmlega 520 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur innflutningur á sílíkonpúðum til fegrunaraðgerða stóraukist á síðustu árum. Sala á púðum til lýtalækna tók stökk árið 2010, þegar rúmlega 550 pör voru flutt til landsins. Árin áður voru að minnsta kosti um 350 pör flutt inn. Er þetta fyrir utan hina umdeildu PIP-púða, sem lýtalæknirinn Jens Kjartansson flutti inn á árunum 2000 til 2010 og setti í brjóst um 440 kvenna. Þessar 550 stækkanir eru fyrir utan brjóstauppbyggingar eftir krabbamein, en samkvæmt nýjustu tölum frá Landlæknisembættinu voru gerðar 126 brjóstnámsaðgerðir árið 2009. Eins og greint hefur verið frá að undanförnu hefur landlæknir óskað eftir upplýsingum frá tólf lýtalæknum sem reka stofur hér á landi. Frestur til svara rann út fyrir viku, en einungis helmingurinn hefur svarað formlega. Af þessum tólf hefur einn sent inn skriflegar upplýsingar. Fréttablaðið greindi frá því fyrir ári að engar opinberar tölur væru til hér á landi um fjölda brjóstastækkana eða fegrunaraðgerða almennt. Þó kveður á um slíkt í lögum frá árinu 2007; það er að Landlæknisembættið eigi að halda utan um upplýsingar er varða allar læknisfræðilegar aðgerðir sem framkvæmdar eru hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu hefur sú vinna verið í gangi undanfarin misseri að safna þessum upplýsingum, en það hafi gengið hægt. - sv Lýtalækningar PIP-brjóstapúðar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Árlega láta að minnsta kosti 550 konur hér á landi stækka á sér brjóstin eða endurnýja gamlar sílíkonfyllingar. Er þessi fjöldi miðaður við síðustu þrjú ár. Hlutfall endurnýjana getur verið allt að fjórðungur af heildartölunni, en oftast er mælst til þess að púðar séu endurnýjaðir á fimm til tíu ára fresti. Brjóstastækkun kostar á bilinu 400 til rúmlega 520 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur innflutningur á sílíkonpúðum til fegrunaraðgerða stóraukist á síðustu árum. Sala á púðum til lýtalækna tók stökk árið 2010, þegar rúmlega 550 pör voru flutt til landsins. Árin áður voru að minnsta kosti um 350 pör flutt inn. Er þetta fyrir utan hina umdeildu PIP-púða, sem lýtalæknirinn Jens Kjartansson flutti inn á árunum 2000 til 2010 og setti í brjóst um 440 kvenna. Þessar 550 stækkanir eru fyrir utan brjóstauppbyggingar eftir krabbamein, en samkvæmt nýjustu tölum frá Landlæknisembættinu voru gerðar 126 brjóstnámsaðgerðir árið 2009. Eins og greint hefur verið frá að undanförnu hefur landlæknir óskað eftir upplýsingum frá tólf lýtalæknum sem reka stofur hér á landi. Frestur til svara rann út fyrir viku, en einungis helmingurinn hefur svarað formlega. Af þessum tólf hefur einn sent inn skriflegar upplýsingar. Fréttablaðið greindi frá því fyrir ári að engar opinberar tölur væru til hér á landi um fjölda brjóstastækkana eða fegrunaraðgerða almennt. Þó kveður á um slíkt í lögum frá árinu 2007; það er að Landlæknisembættið eigi að halda utan um upplýsingar er varða allar læknisfræðilegar aðgerðir sem framkvæmdar eru hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu hefur sú vinna verið í gangi undanfarin misseri að safna þessum upplýsingum, en það hafi gengið hægt. - sv
Lýtalækningar PIP-brjóstapúðar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira