Tónlist

Adele jafnar metið

Nýjasta plata Adele hefur selst eins og heitar lummur.
Nýjasta plata Adele hefur selst eins og heitar lummur.
Plata bresku söngkunnar Adele, 21, hefur verið í sextán vikur á toppi bandaríska Billboard-listans. Þar með hefur hún jafnað met sem aðeins fjórar aðrar plötur áttu fyrir. Tvær þeirra eru með tónlist úr kvikmyndunum Bodyguard og Titanic en hinar eru með sveitasöngvurunum Garth Brooks og Billy Ray Cyrus.

Í Bretlandi hefur 21 verið í nítján vikur á toppnum sem er meira en nokkur plata hefur náð síðan 1971, eða í 41 ár.

Adele þarf samt að hafa sig alla við ætli hún að bæta metið í Bretlandi. Það eiga þeir Simon og Garfunkel með plötuna Bridge Over Troubled Water sem sat í 33 vikur í toppsætinu.

Platan 21 var vinsælasta plata síðasta árs víða um heim og seldist m.a. mjög vel hér á landi. Í Bretlandi og Bandaríkjunum hefur hún samanlagt selst í níu milljónum eintaka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×