Nýtt eldhús á fimm dögum 17. janúar 2012 10:45 Öruggari heima Hrefna Rósa Sætran spýtti í lófana og breytti eldhúsinu sínu á fimm dögum fyrir nýja þáttaröð á Matarklúbbinum sem fer í loftið eftir mánuð. Mynd/Björn Árnason „Þetta var ágætis spark í rassinn, enda ætluðum við alltaf að breyta eldhúsinu," segir Hrefna Rósa Sætran kokkur, en hún fékk aðeins fimm daga til að ráðast í heljarinnar breytingar á eldhúsi sínu fyrir tökur á nýrri þáttaröð á matreiðsluþætti sínum. Ný þáttaröð Matarklúbbs Hrefnu Rósu fór í tökur í síðustu viku en í fyrsta sinn fara tökur fram á heimili Hrefnu. Aðeins fimm dögum áður en þær hófust var Hrefnu sagt að breyta hinu og þessu í eldhúsinu sínu. Hrefna, sem flutti inn í nýtt hús í sumar. tekur samt sökina á sig. „Ég var með miklar yfirlýsingar í þættinum Innlit/Útlit í haust um að ég ætlaði að gera ákveðnar breytingar í eldhúsinu. Svo er búið að vera svo mikið að gera undanfarið að við komumst aldrei í þessar breytingar," segir Hrefna Rósa en hún eignaðist sitt fyrsta barn, Bertram Skugga, í haust og opnaði sinn annan veitingarstað, Grillmarkaðinn, í sumar. „Þegar tökumaðurinn kom í heimsókn að skoða aðstæður lagði hann til að við gerðum þessar breytingar áður en tökur hæfust og við bara hentumst í það," segir Hrefna en meðal þess sem hún og maður hennar, Björn Árnason, þurftu að gera var að sprautulakka allar skápahurðir og setja upp hillur. Hrefna kveðst vera mjög ánægð með að geta loksins boðið áhorfendum í heimsókn heim til sín og að það fylgi því ákveðinn lúxus að fá að taka upp heima hjá sér. „Það er mikill léttir að vera heima, ég er bæði öruggari og veit hvar allt er," segir Hrefna en hún hefur hingað til haft aðsetur í eldhúsi í Árbænum með tökuliði sínu. Fyrsti þáttur Matarklúbbs Hrefnu fer í loftið 14 febrúar á Skjá Einum. - áp Hús og heimili Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira
„Þetta var ágætis spark í rassinn, enda ætluðum við alltaf að breyta eldhúsinu," segir Hrefna Rósa Sætran kokkur, en hún fékk aðeins fimm daga til að ráðast í heljarinnar breytingar á eldhúsi sínu fyrir tökur á nýrri þáttaröð á matreiðsluþætti sínum. Ný þáttaröð Matarklúbbs Hrefnu Rósu fór í tökur í síðustu viku en í fyrsta sinn fara tökur fram á heimili Hrefnu. Aðeins fimm dögum áður en þær hófust var Hrefnu sagt að breyta hinu og þessu í eldhúsinu sínu. Hrefna, sem flutti inn í nýtt hús í sumar. tekur samt sökina á sig. „Ég var með miklar yfirlýsingar í þættinum Innlit/Útlit í haust um að ég ætlaði að gera ákveðnar breytingar í eldhúsinu. Svo er búið að vera svo mikið að gera undanfarið að við komumst aldrei í þessar breytingar," segir Hrefna Rósa en hún eignaðist sitt fyrsta barn, Bertram Skugga, í haust og opnaði sinn annan veitingarstað, Grillmarkaðinn, í sumar. „Þegar tökumaðurinn kom í heimsókn að skoða aðstæður lagði hann til að við gerðum þessar breytingar áður en tökur hæfust og við bara hentumst í það," segir Hrefna en meðal þess sem hún og maður hennar, Björn Árnason, þurftu að gera var að sprautulakka allar skápahurðir og setja upp hillur. Hrefna kveðst vera mjög ánægð með að geta loksins boðið áhorfendum í heimsókn heim til sín og að það fylgi því ákveðinn lúxus að fá að taka upp heima hjá sér. „Það er mikill léttir að vera heima, ég er bæði öruggari og veit hvar allt er," segir Hrefna en hún hefur hingað til haft aðsetur í eldhúsi í Árbænum með tökuliði sínu. Fyrsti þáttur Matarklúbbs Hrefnu fer í loftið 14 febrúar á Skjá Einum. - áp
Hús og heimili Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira