Kaupmátturinn kemur í kvöld Gerður Kristný skrifar 9. janúar 2012 07:00 Í upphafi árs fálmum við innst inn í hugarfylgsnin og athugum hvað leynist í myrkum skotunum. Við gröfumst fyrir um líðan okkar og lofum sjálfum okkur að bæta bæði hag og heilsu, hvort sem það er gert með hugrækt, líkamsrækt eða vetraráformum um sumarferðalag. Sumir einsetja sér líka að taka fjárhaginn fastari tökum en áður og bregða sér á námskeið í heimilisbókhaldi. Nú er það nefnilega sjálfur Kaupmátturinn sem segir helst til um ástand íslensku þjóðarinnar. Rétt fyrir jól byrja fjölmiðlar að flytja fréttir af ferðum Kaupmáttarins mikla og auðvitað kom hann arkandi ofan úr fjöllunum með poka fullan af glingri. Og vei þeim sem ekki fengu nýja spjör. Þeir þurfa ekki að kemba hærur sínar. Strákur nokkur safnaði sér víst fyrir tölvu og keypti sér eina slíka á útsölu. Tíðindin birtust á forsíðu Morgunblaðsins. Annar strákur dúxaði í Borgarholtsskóla og kann auk þess að spila svo undurskemmtilega á lúður. Hann lenti samt bara á baksíðunni. Kaupmáttur mælist víst ekki í lúðurblæstri einum og sér. Við hefðum verið meira uppnumin hefði strákurinn getað státað af demantskreyttum gulllúðri. Kaupmátturinn einfaldar allt. Það sem ekki er hægt að stífa úr hnefa eða selja aftur á Barnalandi er lítils virði. Fyrir jólin fáum við iðulega fréttir af fólki sem veður úr einni búð í aðra án þess þó að takast nokkurn tímann að ljúka öllum erindum sínum áður en hátíðin gengur í garð. Öllum ber okkur að ana um með æðiber í rassi, enda með Kaupmáttinn sjálfan á hælunum. Veldi hans hefur í raun aldrei verið jafnmikið og nú. Það var því algjörlega viðbúið að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra myndi minnast á hann í áramótaræðunni sinni. Þar sagði Jóhanna Íslendinga hafa fulla ástæðu til að gleðjast yfir árangri sínum og stöðu. „Við getum glaðst yfir þeirri staðreynd að hagur Íslendinga batnar nú hraðar en flestra annarra þjóða, kaupmáttur vex, dregið hefur úr atvinnuleysi og lífskjör þjóðarinnar munu áfram fara batnandi," segir Jóhanna. Þar með getum við verið viss um að kaupmátturinn heldur ekki aftur til fjalla. Hann ætlar að vera um kyrrt. Við göngum úr rúmi fyrir hann og breiðum yfir hann hlýjustu sængina. Gleðilegt ár! Megi kaupmátturinn vera með ykkur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Í upphafi árs fálmum við innst inn í hugarfylgsnin og athugum hvað leynist í myrkum skotunum. Við gröfumst fyrir um líðan okkar og lofum sjálfum okkur að bæta bæði hag og heilsu, hvort sem það er gert með hugrækt, líkamsrækt eða vetraráformum um sumarferðalag. Sumir einsetja sér líka að taka fjárhaginn fastari tökum en áður og bregða sér á námskeið í heimilisbókhaldi. Nú er það nefnilega sjálfur Kaupmátturinn sem segir helst til um ástand íslensku þjóðarinnar. Rétt fyrir jól byrja fjölmiðlar að flytja fréttir af ferðum Kaupmáttarins mikla og auðvitað kom hann arkandi ofan úr fjöllunum með poka fullan af glingri. Og vei þeim sem ekki fengu nýja spjör. Þeir þurfa ekki að kemba hærur sínar. Strákur nokkur safnaði sér víst fyrir tölvu og keypti sér eina slíka á útsölu. Tíðindin birtust á forsíðu Morgunblaðsins. Annar strákur dúxaði í Borgarholtsskóla og kann auk þess að spila svo undurskemmtilega á lúður. Hann lenti samt bara á baksíðunni. Kaupmáttur mælist víst ekki í lúðurblæstri einum og sér. Við hefðum verið meira uppnumin hefði strákurinn getað státað af demantskreyttum gulllúðri. Kaupmátturinn einfaldar allt. Það sem ekki er hægt að stífa úr hnefa eða selja aftur á Barnalandi er lítils virði. Fyrir jólin fáum við iðulega fréttir af fólki sem veður úr einni búð í aðra án þess þó að takast nokkurn tímann að ljúka öllum erindum sínum áður en hátíðin gengur í garð. Öllum ber okkur að ana um með æðiber í rassi, enda með Kaupmáttinn sjálfan á hælunum. Veldi hans hefur í raun aldrei verið jafnmikið og nú. Það var því algjörlega viðbúið að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra myndi minnast á hann í áramótaræðunni sinni. Þar sagði Jóhanna Íslendinga hafa fulla ástæðu til að gleðjast yfir árangri sínum og stöðu. „Við getum glaðst yfir þeirri staðreynd að hagur Íslendinga batnar nú hraðar en flestra annarra þjóða, kaupmáttur vex, dregið hefur úr atvinnuleysi og lífskjör þjóðarinnar munu áfram fara batnandi," segir Jóhanna. Þar með getum við verið viss um að kaupmátturinn heldur ekki aftur til fjalla. Hann ætlar að vera um kyrrt. Við göngum úr rúmi fyrir hann og breiðum yfir hann hlýjustu sængina. Gleðilegt ár! Megi kaupmátturinn vera með ykkur!
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun