Símon Sigvaldason sakfellir nær alltaf Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. desember 2012 17:57 Athugun fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis leiddi í ljós að Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hefur dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum er því 99,4 prósent. Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, er einnig formaður dómstólaráðs og þykir bæði virtur og mjög hæfur dómari. Símon hefur haft það orð á sér að þykja heldur gjarn á að sakfella í sakamálum og hefur hann því fengið viðurnefnið „Símon grimmi" hjá lögmönnum sem hafa tapað hjá honum málum. Okkur lék forvitni á að vita hvort það væri eitthvað hæft í því að Símon væri sérstaklega gjarn á að sakfella í þeim sakamálum sem hann dæmdi í og við réðumst því í athugun á málinu á vef dómstólanna, en þar eru birtir allir héraðsdómar frá mars 2006 og til dagsins í dag. Ef slegið er inn leitarorðið „Símon Sigvaldason" í leit í dómasafni á vef dómstólanna og leitin er bundin við sakamál birtist listi yfir öll sakamál sem Símon hefur dæmt í frá 2006 og til dagsins í dag. Niðurstöðurnar voru býsna áhugaverðar. Af 304 sakamálum sem Símon hefur dæmt í á þessum tíma í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur hann sakfellt í 298 málum. Tveimur ákærum var vísað frá og í tveimur tilvikum var sýknað fyrir hluta ákæruliða en sakfellt í öðrum. Í aðeins tveimur málum hefur Símon sýknað. Þetta er sakfellingarhlutfall upp á 99,4 prósent. En er þetta óvenjulega hátt hlutfall? Fréttastofan valdi af handahófi samanburð við Þorgeir Inga Njálsson sem er annar virtur og farsæll héraðsdómari og er dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness. Af þeim 105 sakamálum sem Þorgeir Ingi hefur dæmt í frá 2006 hefur hann sakfellt í 94 málum. Engum ákærum hefur verið vísað frá og í fjórum tilvikum var sýknað fyrir hluta ákæruliða. Í sjö málum hefur Þorgeir Ingi sýknað, en það er sakfellingarhlutfall upp á 93%, nokkru lægra en hjá Símoni. Á það skal minnt að á ákæruvaldinu hvílir sú skylda samkvæmt sakamálalögum að ákæra ekki nema talið sé að ákæra leiði til sakfellingar. Þá hefur ekki verið greint hvað játning ákærða liggur fyrir í mörgum þessara mála. Fréttastofan náði tali af Símoni í dag. Hann vildi í raun ekkert hafa eftir sér um málið en sagði sjálfsagt að fjalla um upplýsingar af þessu tagi, enda væru þær aðgengilegar á vef dómstólanna. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Innlent Fleiri fréttir Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur Sjá meira
Athugun fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis leiddi í ljós að Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hefur dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum er því 99,4 prósent. Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, er einnig formaður dómstólaráðs og þykir bæði virtur og mjög hæfur dómari. Símon hefur haft það orð á sér að þykja heldur gjarn á að sakfella í sakamálum og hefur hann því fengið viðurnefnið „Símon grimmi" hjá lögmönnum sem hafa tapað hjá honum málum. Okkur lék forvitni á að vita hvort það væri eitthvað hæft í því að Símon væri sérstaklega gjarn á að sakfella í þeim sakamálum sem hann dæmdi í og við réðumst því í athugun á málinu á vef dómstólanna, en þar eru birtir allir héraðsdómar frá mars 2006 og til dagsins í dag. Ef slegið er inn leitarorðið „Símon Sigvaldason" í leit í dómasafni á vef dómstólanna og leitin er bundin við sakamál birtist listi yfir öll sakamál sem Símon hefur dæmt í frá 2006 og til dagsins í dag. Niðurstöðurnar voru býsna áhugaverðar. Af 304 sakamálum sem Símon hefur dæmt í á þessum tíma í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur hann sakfellt í 298 málum. Tveimur ákærum var vísað frá og í tveimur tilvikum var sýknað fyrir hluta ákæruliða en sakfellt í öðrum. Í aðeins tveimur málum hefur Símon sýknað. Þetta er sakfellingarhlutfall upp á 99,4 prósent. En er þetta óvenjulega hátt hlutfall? Fréttastofan valdi af handahófi samanburð við Þorgeir Inga Njálsson sem er annar virtur og farsæll héraðsdómari og er dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness. Af þeim 105 sakamálum sem Þorgeir Ingi hefur dæmt í frá 2006 hefur hann sakfellt í 94 málum. Engum ákærum hefur verið vísað frá og í fjórum tilvikum var sýknað fyrir hluta ákæruliða. Í sjö málum hefur Þorgeir Ingi sýknað, en það er sakfellingarhlutfall upp á 93%, nokkru lægra en hjá Símoni. Á það skal minnt að á ákæruvaldinu hvílir sú skylda samkvæmt sakamálalögum að ákæra ekki nema talið sé að ákæra leiði til sakfellingar. Þá hefur ekki verið greint hvað játning ákærða liggur fyrir í mörgum þessara mála. Fréttastofan náði tali af Símoni í dag. Hann vildi í raun ekkert hafa eftir sér um málið en sagði sjálfsagt að fjalla um upplýsingar af þessu tagi, enda væru þær aðgengilegar á vef dómstólanna. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Innlent Fleiri fréttir Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur Sjá meira