Símon Sigvaldason sakfellir nær alltaf Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. desember 2012 17:57 Athugun fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis leiddi í ljós að Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hefur dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum er því 99,4 prósent. Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, er einnig formaður dómstólaráðs og þykir bæði virtur og mjög hæfur dómari. Símon hefur haft það orð á sér að þykja heldur gjarn á að sakfella í sakamálum og hefur hann því fengið viðurnefnið „Símon grimmi" hjá lögmönnum sem hafa tapað hjá honum málum. Okkur lék forvitni á að vita hvort það væri eitthvað hæft í því að Símon væri sérstaklega gjarn á að sakfella í þeim sakamálum sem hann dæmdi í og við réðumst því í athugun á málinu á vef dómstólanna, en þar eru birtir allir héraðsdómar frá mars 2006 og til dagsins í dag. Ef slegið er inn leitarorðið „Símon Sigvaldason" í leit í dómasafni á vef dómstólanna og leitin er bundin við sakamál birtist listi yfir öll sakamál sem Símon hefur dæmt í frá 2006 og til dagsins í dag. Niðurstöðurnar voru býsna áhugaverðar. Af 304 sakamálum sem Símon hefur dæmt í á þessum tíma í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur hann sakfellt í 298 málum. Tveimur ákærum var vísað frá og í tveimur tilvikum var sýknað fyrir hluta ákæruliða en sakfellt í öðrum. Í aðeins tveimur málum hefur Símon sýknað. Þetta er sakfellingarhlutfall upp á 99,4 prósent. En er þetta óvenjulega hátt hlutfall? Fréttastofan valdi af handahófi samanburð við Þorgeir Inga Njálsson sem er annar virtur og farsæll héraðsdómari og er dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness. Af þeim 105 sakamálum sem Þorgeir Ingi hefur dæmt í frá 2006 hefur hann sakfellt í 94 málum. Engum ákærum hefur verið vísað frá og í fjórum tilvikum var sýknað fyrir hluta ákæruliða. Í sjö málum hefur Þorgeir Ingi sýknað, en það er sakfellingarhlutfall upp á 93%, nokkru lægra en hjá Símoni. Á það skal minnt að á ákæruvaldinu hvílir sú skylda samkvæmt sakamálalögum að ákæra ekki nema talið sé að ákæra leiði til sakfellingar. Þá hefur ekki verið greint hvað játning ákærða liggur fyrir í mörgum þessara mála. Fréttastofan náði tali af Símoni í dag. Hann vildi í raun ekkert hafa eftir sér um málið en sagði sjálfsagt að fjalla um upplýsingar af þessu tagi, enda væru þær aðgengilegar á vef dómstólanna. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Athugun fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis leiddi í ljós að Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hefur dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum er því 99,4 prósent. Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, er einnig formaður dómstólaráðs og þykir bæði virtur og mjög hæfur dómari. Símon hefur haft það orð á sér að þykja heldur gjarn á að sakfella í sakamálum og hefur hann því fengið viðurnefnið „Símon grimmi" hjá lögmönnum sem hafa tapað hjá honum málum. Okkur lék forvitni á að vita hvort það væri eitthvað hæft í því að Símon væri sérstaklega gjarn á að sakfella í þeim sakamálum sem hann dæmdi í og við réðumst því í athugun á málinu á vef dómstólanna, en þar eru birtir allir héraðsdómar frá mars 2006 og til dagsins í dag. Ef slegið er inn leitarorðið „Símon Sigvaldason" í leit í dómasafni á vef dómstólanna og leitin er bundin við sakamál birtist listi yfir öll sakamál sem Símon hefur dæmt í frá 2006 og til dagsins í dag. Niðurstöðurnar voru býsna áhugaverðar. Af 304 sakamálum sem Símon hefur dæmt í á þessum tíma í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur hann sakfellt í 298 málum. Tveimur ákærum var vísað frá og í tveimur tilvikum var sýknað fyrir hluta ákæruliða en sakfellt í öðrum. Í aðeins tveimur málum hefur Símon sýknað. Þetta er sakfellingarhlutfall upp á 99,4 prósent. En er þetta óvenjulega hátt hlutfall? Fréttastofan valdi af handahófi samanburð við Þorgeir Inga Njálsson sem er annar virtur og farsæll héraðsdómari og er dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness. Af þeim 105 sakamálum sem Þorgeir Ingi hefur dæmt í frá 2006 hefur hann sakfellt í 94 málum. Engum ákærum hefur verið vísað frá og í fjórum tilvikum var sýknað fyrir hluta ákæruliða. Í sjö málum hefur Þorgeir Ingi sýknað, en það er sakfellingarhlutfall upp á 93%, nokkru lægra en hjá Símoni. Á það skal minnt að á ákæruvaldinu hvílir sú skylda samkvæmt sakamálalögum að ákæra ekki nema talið sé að ákæra leiði til sakfellingar. Þá hefur ekki verið greint hvað játning ákærða liggur fyrir í mörgum þessara mála. Fréttastofan náði tali af Símoni í dag. Hann vildi í raun ekkert hafa eftir sér um málið en sagði sjálfsagt að fjalla um upplýsingar af þessu tagi, enda væru þær aðgengilegar á vef dómstólanna. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira