Bandaríska skíðakonan Lindsey Vonn hefur ákveðið að taka sér hlé frá keppni. Heimsbikarinn á skíðum er í fullum gangi en líklegt er að Vonn verði í fríi að minnsta kosti fram yfir áramót.
Vonn gekk illa á heimsbikarmóti í Frakklandi um helgina og í tilkynningu á Fésbókarsíðu sinni segist Vonn þurfa að safna kröftum áður en hún mæti í hlíðarnar á nýjan leik.
„Eftir að hafa rætt við fjölskyldu mína og fengið ráð frá þjálfurum hef ég ákveðið að taka mér frí frá heimsbikarnum," sagði Vonn. „Síðan ég fékk magasýkingu í síðasta mánuði hefur mig skort orku og styrk. Ég tel að stutt frí frá fjöllunum geti hjálpað mér að endurheimta þann líkamlega styrk sem ég þarf til að keppa á hæsta stigi," sagði skíðakonan.
Ljóst er að Vonn missir af keppni í heimsbikarnum í Are í Svíþjóð um helgina þar sem keppt verður í svigi og risasvigi. Líklegt er talið að hún verði einnig fjarri góðu gamni í Semmering í Austurríki 28.-29. desember.
Lindsey Vonn tekur sér frí frá keppni
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn

„Ég tek þetta bara á mig“
Íslenski boltinn