Illa undirbúin óvissuferð Ólafur Þ. Stephensen skrifar 2. desember 2012 13:59 Lítið virðist enn fara fyrir þeim vönduðu vinnubrögðum sem þingheimur var sammála um að yrði að hafa við meðferð stjórnarskrárfrumvarpsins eftir þjóðaratkvæðið á dögunum. Öll skoðun málsins af hálfu þingsins er enn í skötulíki. Lögfræðingahópur, sem fenginn var til að fara yfir stjórnarskrárdrögin, gerði við þau margvíslegar athugasemdir. Hann ályktaði sömuleiðis að enn hefði ekkert heildstætt og skipulagt mat farið fram á áhrifum stjórnarskrártillagnanna í heild. Slíkt útheimti þverfaglega vinnu, sem hópnum hefði ekki verið falin. Beiðni meirihluta Alþingis um að Feneyjanefnd Evrópuráðsins skoði málið má telja skref í áttina að frumvarpið fái þá efnislegu rýni sem það á skilið. En það dugir ekki til. Með fullri virðingu fyrir þeim sem í nefndinni sitja, hafa þeir í fyrsta lagi fengið alltof skamman tíma til að bregðast við beiðninni og álit þeirra kemur í öðru lagi ekki í staðinn fyrir rýni fræðimanna sem hafa sérþekkingu á íslenzkri stjórnskipan. Nú hafa fagnefndir Alþingis óskað eftir umsögnum um einstaka hluta frumvarpsins. Tíminn sem sérfræðingum og hagsmunaaðilum er gefinn til að skila þeim inn er fáránlega stuttur, miklu styttri en oft þegar um mun léttvægari mál er að ræða. Þannig má ekki umgangast veigamiklar breytingar á stjórnarskrá Íslands. Fréttablaðið ræddi á fimmtudag við þrjá fræðimenn, sem ekki er hægt að saka um að vera hluti hinna myrku afturhaldsafla eða sérlega andsnúnir núverandi stjórnvöldum. Þetta voru Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræðingur og rektor Háskólans á Bifröst, og Ágúst Þór Árnason, heimspekingur og formaður lagadeildar Háskólans á Akureyri. Þau eru öll afar gagnrýnin bæði á innihald stjórnarskrárfrumvarpsins og það ferli, sem Alþingi hefur sett það í. Gunnar Helgi átelur þannig að í frumvarpinu sé lagt upp með einhverja útgáfu af beinu lýðræði, sem hvergi sé til í heiminum. Róttækt fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslna eigi sér ekki hliðstæðu í neinu þingræðisríki. „En vilji fólk fara út í þá vegferð að finna og prófa sérviskulegasta stjórnkerfi sem hægt er að finna í heiminum þá væri kannski æskilegt að rannsaka það betur fyrst,“ segir Gunnar Helgi. Öll þrjú leggja áherzlu á að vegna þess að úttekt og rannsóknir skorti, sé í raun afar óljóst hvaða afleiðingar stjórnarskrárbreytingarnar muni hafa. Ágúst Þór segir að að svo miklu leyti sem hægt sé að greina hina nýju stjórnskipan sé vandséð að hún verði til góðs. "Hugmyndir stjórnlagaráðs virðast ýta undir lýðhyggju, óskilvirkni og átakastjórnmál," segir hann. Bryndís bendir á að útilokað sé að frumvarpið fari óbreytt í gegnum þingið. Ótækt sé að afgreiða nýja stjórnarskrá í ágreiningi í stóru sem smáu. Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni; meirihluti Alþingis virðist hafa tekið mark á órökstuddum yfirlýsingum sumra stjórnlagaráðsmanna um að varla megi hnika til orði í textanum. Alþingi verður að hlusta á rökstudda gagnrýni á frumvarp stjórnlagaráðs, leita til þeirra sem mesta þekkingu hafa á íslenzkri stjórnskipan og gefa sér til þess góðan tíma. Þegar um grundvallarlög landsins er að tefla leggja menn ekki upp í illa undirbúna óvissuferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Lítið virðist enn fara fyrir þeim vönduðu vinnubrögðum sem þingheimur var sammála um að yrði að hafa við meðferð stjórnarskrárfrumvarpsins eftir þjóðaratkvæðið á dögunum. Öll skoðun málsins af hálfu þingsins er enn í skötulíki. Lögfræðingahópur, sem fenginn var til að fara yfir stjórnarskrárdrögin, gerði við þau margvíslegar athugasemdir. Hann ályktaði sömuleiðis að enn hefði ekkert heildstætt og skipulagt mat farið fram á áhrifum stjórnarskrártillagnanna í heild. Slíkt útheimti þverfaglega vinnu, sem hópnum hefði ekki verið falin. Beiðni meirihluta Alþingis um að Feneyjanefnd Evrópuráðsins skoði málið má telja skref í áttina að frumvarpið fái þá efnislegu rýni sem það á skilið. En það dugir ekki til. Með fullri virðingu fyrir þeim sem í nefndinni sitja, hafa þeir í fyrsta lagi fengið alltof skamman tíma til að bregðast við beiðninni og álit þeirra kemur í öðru lagi ekki í staðinn fyrir rýni fræðimanna sem hafa sérþekkingu á íslenzkri stjórnskipan. Nú hafa fagnefndir Alþingis óskað eftir umsögnum um einstaka hluta frumvarpsins. Tíminn sem sérfræðingum og hagsmunaaðilum er gefinn til að skila þeim inn er fáránlega stuttur, miklu styttri en oft þegar um mun léttvægari mál er að ræða. Þannig má ekki umgangast veigamiklar breytingar á stjórnarskrá Íslands. Fréttablaðið ræddi á fimmtudag við þrjá fræðimenn, sem ekki er hægt að saka um að vera hluti hinna myrku afturhaldsafla eða sérlega andsnúnir núverandi stjórnvöldum. Þetta voru Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræðingur og rektor Háskólans á Bifröst, og Ágúst Þór Árnason, heimspekingur og formaður lagadeildar Háskólans á Akureyri. Þau eru öll afar gagnrýnin bæði á innihald stjórnarskrárfrumvarpsins og það ferli, sem Alþingi hefur sett það í. Gunnar Helgi átelur þannig að í frumvarpinu sé lagt upp með einhverja útgáfu af beinu lýðræði, sem hvergi sé til í heiminum. Róttækt fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslna eigi sér ekki hliðstæðu í neinu þingræðisríki. „En vilji fólk fara út í þá vegferð að finna og prófa sérviskulegasta stjórnkerfi sem hægt er að finna í heiminum þá væri kannski æskilegt að rannsaka það betur fyrst,“ segir Gunnar Helgi. Öll þrjú leggja áherzlu á að vegna þess að úttekt og rannsóknir skorti, sé í raun afar óljóst hvaða afleiðingar stjórnarskrárbreytingarnar muni hafa. Ágúst Þór segir að að svo miklu leyti sem hægt sé að greina hina nýju stjórnskipan sé vandséð að hún verði til góðs. "Hugmyndir stjórnlagaráðs virðast ýta undir lýðhyggju, óskilvirkni og átakastjórnmál," segir hann. Bryndís bendir á að útilokað sé að frumvarpið fari óbreytt í gegnum þingið. Ótækt sé að afgreiða nýja stjórnarskrá í ágreiningi í stóru sem smáu. Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni; meirihluti Alþingis virðist hafa tekið mark á órökstuddum yfirlýsingum sumra stjórnlagaráðsmanna um að varla megi hnika til orði í textanum. Alþingi verður að hlusta á rökstudda gagnrýni á frumvarp stjórnlagaráðs, leita til þeirra sem mesta þekkingu hafa á íslenzkri stjórnskipan og gefa sér til þess góðan tíma. Þegar um grundvallarlög landsins er að tefla leggja menn ekki upp í illa undirbúna óvissuferð.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun