Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 30. nóvember 2012 19:15 Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. Nokkrir einstaklingar freista þess nú að spyrna við fæti og þeim tókst að sannfæra bæjarstjórnina um að hætta við að rífa gamla frystihúsið og leyfa þeim í staðinn að koma á fót nýrri starfsemi. Rósa Valtingojer og maðurinn hennar, Zdenek Paták frá Tékklandi, hófu verkefnið í frystihúsinu; - að byggja upp sköpunarmiðstöð. Rósa lýsir því í viðtali á Stöð 2 í hverju það felst en meðal annars verður boðið upp á listamannaíbúðir fyrir jafn innlenda sem erlenda listamenn til tímabundinnar dvalar á Stöðvarfirði. Fyrstu viðbrögð lofa góðu. Þótt þetta hafi ekki enn verið auglýst eru umsóknir þegar farnar að berast utan úr heimi. Þá hefur ungt íslenskt par flutt til Stöðvarfjarðar og keypt sér hús þar vegna sköpunarmiðstöðvarinnar. Rósa er fædd og uppalin á Stöðvarfirði og vann á sínum tíma í frystihúsinu þegar það var stærsti vinnustaður byggðarinnar. Hún er dóttir myndlistarmannsins Ríkharðs Valtingojers og Sólrúnar Friðriksdóttur kennara sem settust að á Stöðvarfirði fyrir nærri þrjátíu árum. Þau opnuðu fljótlega gallerí sem var eitt hið fyrsta á landsbyggðinni. Þeim sem vilja styrkja verkefnið er bent á bankareikning Sköpunarmiðstöðvarinnar. Bankanúmer: 171-26-606 kt: 450711 0390. Fjallað verður meira um Stöðvarfjörð og Austurland í þættinum „Um land allt" á sunnudagskvöld. Fjarðabyggð Um land allt Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. Nokkrir einstaklingar freista þess nú að spyrna við fæti og þeim tókst að sannfæra bæjarstjórnina um að hætta við að rífa gamla frystihúsið og leyfa þeim í staðinn að koma á fót nýrri starfsemi. Rósa Valtingojer og maðurinn hennar, Zdenek Paták frá Tékklandi, hófu verkefnið í frystihúsinu; - að byggja upp sköpunarmiðstöð. Rósa lýsir því í viðtali á Stöð 2 í hverju það felst en meðal annars verður boðið upp á listamannaíbúðir fyrir jafn innlenda sem erlenda listamenn til tímabundinnar dvalar á Stöðvarfirði. Fyrstu viðbrögð lofa góðu. Þótt þetta hafi ekki enn verið auglýst eru umsóknir þegar farnar að berast utan úr heimi. Þá hefur ungt íslenskt par flutt til Stöðvarfjarðar og keypt sér hús þar vegna sköpunarmiðstöðvarinnar. Rósa er fædd og uppalin á Stöðvarfirði og vann á sínum tíma í frystihúsinu þegar það var stærsti vinnustaður byggðarinnar. Hún er dóttir myndlistarmannsins Ríkharðs Valtingojers og Sólrúnar Friðriksdóttur kennara sem settust að á Stöðvarfirði fyrir nærri þrjátíu árum. Þau opnuðu fljótlega gallerí sem var eitt hið fyrsta á landsbyggðinni. Þeim sem vilja styrkja verkefnið er bent á bankareikning Sköpunarmiðstöðvarinnar. Bankanúmer: 171-26-606 kt: 450711 0390. Fjallað verður meira um Stöðvarfjörð og Austurland í þættinum „Um land allt" á sunnudagskvöld.
Fjarðabyggð Um land allt Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira