Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 30. nóvember 2012 19:15 Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. Nokkrir einstaklingar freista þess nú að spyrna við fæti og þeim tókst að sannfæra bæjarstjórnina um að hætta við að rífa gamla frystihúsið og leyfa þeim í staðinn að koma á fót nýrri starfsemi. Rósa Valtingojer og maðurinn hennar, Zdenek Paták frá Tékklandi, hófu verkefnið í frystihúsinu; - að byggja upp sköpunarmiðstöð. Rósa lýsir því í viðtali á Stöð 2 í hverju það felst en meðal annars verður boðið upp á listamannaíbúðir fyrir jafn innlenda sem erlenda listamenn til tímabundinnar dvalar á Stöðvarfirði. Fyrstu viðbrögð lofa góðu. Þótt þetta hafi ekki enn verið auglýst eru umsóknir þegar farnar að berast utan úr heimi. Þá hefur ungt íslenskt par flutt til Stöðvarfjarðar og keypt sér hús þar vegna sköpunarmiðstöðvarinnar. Rósa er fædd og uppalin á Stöðvarfirði og vann á sínum tíma í frystihúsinu þegar það var stærsti vinnustaður byggðarinnar. Hún er dóttir myndlistarmannsins Ríkharðs Valtingojers og Sólrúnar Friðriksdóttur kennara sem settust að á Stöðvarfirði fyrir nærri þrjátíu árum. Þau opnuðu fljótlega gallerí sem var eitt hið fyrsta á landsbyggðinni. Þeim sem vilja styrkja verkefnið er bent á bankareikning Sköpunarmiðstöðvarinnar. Bankanúmer: 171-26-606 kt: 450711 0390. Fjallað verður meira um Stöðvarfjörð og Austurland í þættinum „Um land allt" á sunnudagskvöld. Fjarðabyggð Um land allt Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. Nokkrir einstaklingar freista þess nú að spyrna við fæti og þeim tókst að sannfæra bæjarstjórnina um að hætta við að rífa gamla frystihúsið og leyfa þeim í staðinn að koma á fót nýrri starfsemi. Rósa Valtingojer og maðurinn hennar, Zdenek Paták frá Tékklandi, hófu verkefnið í frystihúsinu; - að byggja upp sköpunarmiðstöð. Rósa lýsir því í viðtali á Stöð 2 í hverju það felst en meðal annars verður boðið upp á listamannaíbúðir fyrir jafn innlenda sem erlenda listamenn til tímabundinnar dvalar á Stöðvarfirði. Fyrstu viðbrögð lofa góðu. Þótt þetta hafi ekki enn verið auglýst eru umsóknir þegar farnar að berast utan úr heimi. Þá hefur ungt íslenskt par flutt til Stöðvarfjarðar og keypt sér hús þar vegna sköpunarmiðstöðvarinnar. Rósa er fædd og uppalin á Stöðvarfirði og vann á sínum tíma í frystihúsinu þegar það var stærsti vinnustaður byggðarinnar. Hún er dóttir myndlistarmannsins Ríkharðs Valtingojers og Sólrúnar Friðriksdóttur kennara sem settust að á Stöðvarfirði fyrir nærri þrjátíu árum. Þau opnuðu fljótlega gallerí sem var eitt hið fyrsta á landsbyggðinni. Þeim sem vilja styrkja verkefnið er bent á bankareikning Sköpunarmiðstöðvarinnar. Bankanúmer: 171-26-606 kt: 450711 0390. Fjallað verður meira um Stöðvarfjörð og Austurland í þættinum „Um land allt" á sunnudagskvöld.
Fjarðabyggð Um land allt Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira