Fótbolti

Fyrrum forseti Real Madrid: Mourinho mun fara í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, er sannfærður um það að Jose Mourinho fari frá Real Madrid í sumar en portúgalski þjálfarinn er á sínu þriðja tímabili með liðið.

„Ég held að hann sé búinn að ákveða það að fara," sagði Ramon Calderon og bætti við:

„Þetta er samt bara mín skoðun og ég er ekki öruggur með þetta. Hann er samt búinn að fá nóg af því sem er að gerast hér og svo er fólk einnig búið að fá nóg af honum og hans hegðun," sagði Calderon.

„Það er mín skoðun að Mourinho yfirgefi Real Madrid eftir þetta tímabil," sagði Calderon.

Jose Mourinho hefur stýrt Real Madrid til sigurs í 102 af 136 leikjum og er með 75 prósent sigurhlutfall með liðið sem er besta sigurhlutfall sem hann hefur náð með einu félagi á ferlinum.

Liðið hefur unnið þrjá titla undir hans stjórn þar á meðal spænska meistaratitilinn á síðustu leiktíð en það gekk illa framan af þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×