Ætla að auka jólastemninguna í Reykjavík 23. nóvember 2012 15:19 Jólaborgin Reykjavík er afrakstur sameiginlegs átaks Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila á höfuðborgarsvæðinu um að auka enn frekar jólastemninguna í borginni í desember. Átakið felst m.a. í að samræma og fjölga skreytingum, auka sýnileika íslensku jólavættanna og bjóða upp á fjölda viðburða, markaða og tónleika um alla borg. Þá verður boðið upp á fjölmarga ,,jólapakka" sem eru einskonar viðburðapakkar sem fela í sér upplifun, skemmtun, veitingar, handverk, markaði og tónlist fyrir alla fjölskylduna. Þar má nefna Jóladalinn í Laugardal, Jólabæinn á Ingólfstorgi, Jólaþorpið í Hafnarfirði, jóladagskrá í Þjóðminjasafninu og í Árbæjarsafni, Jóladagatal Norræna hússins, jólatónleika í Hallgrímskirkju, jóladagskrá í Hörpu, Gömlu höfnina í Reykjavík sem fer í jólabúning og margt fleira, eftir því sem fram kemur í tilkynningu vegna verkefnisins. Jólaborgin Reykjavík hefur boðið hinum íslensku jólavættum að hreiðra um sig á húsveggjum víðsvegar um borgina. Jólavættirnar, sem birtust landsmönnum fyrir síðustu jól, hafa kallað til fleiri fjölskyldumeðlimi sem byrja að koma sér fyrir víðsvegar um borgina í byrjun aðventunnar. Samhliða því verður boðið upp á spennandi ratleik fyrir alla fjölskylduna sem felst í að finna vættirnar og svara nokkrum einföldum spurningum um þær. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þá sem sigrar í leiknum. Í hópi jólavættanna eru íslensku jólasveinarnir, Grýla og Leppalúði, jólakötturinn og ný ógnvænleg jólavætt sem verður síðar kynnt til sögunnar. Hægt er að rifja upp Jólavættina síðan í fyrra í stuttu myndbandi hér fyrir ofan. Höfuðborgarstofa hefur að þessu tilefni opnað nýjan jólavef, visitreykjavik.is/christmas, þar sem hægt er að fræðast um hin íslensku jól, fylgjast með viðburðum og nálgast upplýsingar um það helsta sem Jólaborgin okkar býður upp á um aðventuna. Vefurinn er settur fram á íslensku og ensku. Jólaborgin Reykjavík hefur fyrir löngu hlotið fastan sess í hugum og hjörtum íbúa hennar og landsmanna allra og eru erlendir gestir farnir að sækja landið heim til að upplifa töfra íslenskra jóla. Hróður borgarinnar hefur borist víða, en bandaríski fjölmiðillinn CNN hefur tvö síðustu ár útnefnt Reykjavík sem eina af þremur eftirsóknaverðustu jólaborgum heims. Jólafréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Jólaborgin Reykjavík er afrakstur sameiginlegs átaks Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila á höfuðborgarsvæðinu um að auka enn frekar jólastemninguna í borginni í desember. Átakið felst m.a. í að samræma og fjölga skreytingum, auka sýnileika íslensku jólavættanna og bjóða upp á fjölda viðburða, markaða og tónleika um alla borg. Þá verður boðið upp á fjölmarga ,,jólapakka" sem eru einskonar viðburðapakkar sem fela í sér upplifun, skemmtun, veitingar, handverk, markaði og tónlist fyrir alla fjölskylduna. Þar má nefna Jóladalinn í Laugardal, Jólabæinn á Ingólfstorgi, Jólaþorpið í Hafnarfirði, jóladagskrá í Þjóðminjasafninu og í Árbæjarsafni, Jóladagatal Norræna hússins, jólatónleika í Hallgrímskirkju, jóladagskrá í Hörpu, Gömlu höfnina í Reykjavík sem fer í jólabúning og margt fleira, eftir því sem fram kemur í tilkynningu vegna verkefnisins. Jólaborgin Reykjavík hefur boðið hinum íslensku jólavættum að hreiðra um sig á húsveggjum víðsvegar um borgina. Jólavættirnar, sem birtust landsmönnum fyrir síðustu jól, hafa kallað til fleiri fjölskyldumeðlimi sem byrja að koma sér fyrir víðsvegar um borgina í byrjun aðventunnar. Samhliða því verður boðið upp á spennandi ratleik fyrir alla fjölskylduna sem felst í að finna vættirnar og svara nokkrum einföldum spurningum um þær. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þá sem sigrar í leiknum. Í hópi jólavættanna eru íslensku jólasveinarnir, Grýla og Leppalúði, jólakötturinn og ný ógnvænleg jólavætt sem verður síðar kynnt til sögunnar. Hægt er að rifja upp Jólavættina síðan í fyrra í stuttu myndbandi hér fyrir ofan. Höfuðborgarstofa hefur að þessu tilefni opnað nýjan jólavef, visitreykjavik.is/christmas, þar sem hægt er að fræðast um hin íslensku jól, fylgjast með viðburðum og nálgast upplýsingar um það helsta sem Jólaborgin okkar býður upp á um aðventuna. Vefurinn er settur fram á íslensku og ensku. Jólaborgin Reykjavík hefur fyrir löngu hlotið fastan sess í hugum og hjörtum íbúa hennar og landsmanna allra og eru erlendir gestir farnir að sækja landið heim til að upplifa töfra íslenskra jóla. Hróður borgarinnar hefur borist víða, en bandaríski fjölmiðillinn CNN hefur tvö síðustu ár útnefnt Reykjavík sem eina af þremur eftirsóknaverðustu jólaborgum heims.
Jólafréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira