Bókaþjóð á breytingaskeiði Bergsteinn Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2012 11:01 Aldrei hafa jafnmargar bækur verið skráðar í Bókatíðindi. Aldrei hafa jafnmargar bækur verið skráðar í Bókatíðindi og í ár, alls um 840 titlar. Aukningin skýrist meðal annars af nýjum formum í útgáfu, svo sem hljóðbókum og rafbókum fremur en fjölgun á stökum titlum. Hátt í sextíu skáldsögur eru frumútgefnar á árinu en innlendar ævisögur hafa ekki verið jafn fáar síðan á 9. áratugnum. Bókatíðindi streyma inn um lúgur landsmanna um þessar mundir með yfirlit um þau verk sem skolar á fjörur okkar í jólabókaflóðinu. Um 840 skráningar eru í Bókatíðindum í ár, sem er met, en Kristján B. Jónasson segir það helst helgast af því að bækur koma nú út á fleiri formum, svo sem hljóðbókum og rafbókum, sem gerir að verkum að ófáir titlar eru skráðir oftar en einu sinni og jafnvel oftar en tvisvar. "Bókatíðindi í ár endurspegla að bókaútgáfan er að færast yfir í sama horf og í nágrannalöndunum, að útgefendur verða að gefa út bækur í mörgum formum." segir hann. "Heildarfjöldi titla er svipaður og í fyrra en mörg form þýða að það er metskráning í Bókatíðindi." Alls kemur út 101 íslenskt skáldverk á árinu, 57 í frumútgáfu en 44 í endurútgáfu (inni í þeirri tölu eru ekki ljóð og leikrit sem fá sinn eigin flokk í Bókatíðindum). Í fyrra komu út 93 íslensk skáldverk, þar af 55 í frumútgáfu, en fyrir tveimur árum komu alls út 85 skáldsögur. Langsamlega flestar skáldsögur koma út á vegum Forlagsins, Uppheimar og Bjartur/Veröld blanda sér einnig í þann slag en aðrir varla svo heitið geti. Athygli vekur hversu margir nafntogaðir skáldsagnahöfundar gefa út bók í ár; hátt í tuttugu rithöfundar sem segja má að hafi verið í fararbroddi í íslenskri skáldsagnagerð undanfarin ár og áratugi senda frá sér verk fyrir jólin auk ljóðskálda á borð við Gerði Kristnýju og Sigurð Pálsson, sem bæði senda frá sér ljóðabók. Þetta er hátt hlutfall ekki síst í ljósi þess hversu mörg "stór" nöfn voru á útgáfulistanum í fyrra, á Frankfurtarárinu mikla. Þetta gæti hins vegar gert róðurinn þyngri fyrir minna þekkta höfunda. Annars er lítið sem ekkert um nýliðun í skáldsagnagerð fyrir jólin, að minnsta kosti af hálfu stærri forlaganna. Það helgast hugsanlega af því að færst hefur í aukana gefa út frumraunir höfunda utan vertíðarinnar, til dæmis gáfu Forlagið og Bjartur út þrjár skáldsögur í sumar sem allar voru fyrstu bækur höfunda. Alls koma út 64 íslenskar barnabækur og 133 þýddar sem er með mesta móti. Athygli vekur hversu fáar íslenskar ævisögur og endurminningar koma út fyrir jól í ár. Alls eru 28 rit skráð í flokki ævisagna, þar af eru um tíu íslenskar og kvað þetta vera ein dræmustu ævisagnajól hvað fjölda titla varðar síðan um miðjan 9. áratuginn. Jólafréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Aldrei hafa jafnmargar bækur verið skráðar í Bókatíðindi og í ár, alls um 840 titlar. Aukningin skýrist meðal annars af nýjum formum í útgáfu, svo sem hljóðbókum og rafbókum fremur en fjölgun á stökum titlum. Hátt í sextíu skáldsögur eru frumútgefnar á árinu en innlendar ævisögur hafa ekki verið jafn fáar síðan á 9. áratugnum. Bókatíðindi streyma inn um lúgur landsmanna um þessar mundir með yfirlit um þau verk sem skolar á fjörur okkar í jólabókaflóðinu. Um 840 skráningar eru í Bókatíðindum í ár, sem er met, en Kristján B. Jónasson segir það helst helgast af því að bækur koma nú út á fleiri formum, svo sem hljóðbókum og rafbókum, sem gerir að verkum að ófáir titlar eru skráðir oftar en einu sinni og jafnvel oftar en tvisvar. "Bókatíðindi í ár endurspegla að bókaútgáfan er að færast yfir í sama horf og í nágrannalöndunum, að útgefendur verða að gefa út bækur í mörgum formum." segir hann. "Heildarfjöldi titla er svipaður og í fyrra en mörg form þýða að það er metskráning í Bókatíðindi." Alls kemur út 101 íslenskt skáldverk á árinu, 57 í frumútgáfu en 44 í endurútgáfu (inni í þeirri tölu eru ekki ljóð og leikrit sem fá sinn eigin flokk í Bókatíðindum). Í fyrra komu út 93 íslensk skáldverk, þar af 55 í frumútgáfu, en fyrir tveimur árum komu alls út 85 skáldsögur. Langsamlega flestar skáldsögur koma út á vegum Forlagsins, Uppheimar og Bjartur/Veröld blanda sér einnig í þann slag en aðrir varla svo heitið geti. Athygli vekur hversu margir nafntogaðir skáldsagnahöfundar gefa út bók í ár; hátt í tuttugu rithöfundar sem segja má að hafi verið í fararbroddi í íslenskri skáldsagnagerð undanfarin ár og áratugi senda frá sér verk fyrir jólin auk ljóðskálda á borð við Gerði Kristnýju og Sigurð Pálsson, sem bæði senda frá sér ljóðabók. Þetta er hátt hlutfall ekki síst í ljósi þess hversu mörg "stór" nöfn voru á útgáfulistanum í fyrra, á Frankfurtarárinu mikla. Þetta gæti hins vegar gert róðurinn þyngri fyrir minna þekkta höfunda. Annars er lítið sem ekkert um nýliðun í skáldsagnagerð fyrir jólin, að minnsta kosti af hálfu stærri forlaganna. Það helgast hugsanlega af því að færst hefur í aukana gefa út frumraunir höfunda utan vertíðarinnar, til dæmis gáfu Forlagið og Bjartur út þrjár skáldsögur í sumar sem allar voru fyrstu bækur höfunda. Alls koma út 64 íslenskar barnabækur og 133 þýddar sem er með mesta móti. Athygli vekur hversu fáar íslenskar ævisögur og endurminningar koma út fyrir jól í ár. Alls eru 28 rit skráð í flokki ævisagna, þar af eru um tíu íslenskar og kvað þetta vera ein dræmustu ævisagnajól hvað fjölda titla varðar síðan um miðjan 9. áratuginn.
Jólafréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira