Fótbolti

Real Madrid vann Levante í miklum blautbolta

SÁP skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Real Madrid vann nauðsynlegan sigur, 2-1, á Levante í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Völlurinn var rennandi blautur og áttu menn erfitt með að fóta sig allan leikinn.

Þetta setti mikinn svip á leikinn og þurftu leikmenn að taka bregðast við slíkum aðstæðum. Snemma leik fékk Cristiano Ronaldo fast olnbogaskot í gagn augað og opnaðist mikill skurður sem hafði það í för með sér að Ronaldo þurfti að vera utan vallar í um sex mínútur á meðan gert var að sárum hans.

Ronaldo skoraði samt sem áður fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleiknum þegar hann fékk sendingu inn í vítateig Levante og afgreiddi boltann í netið af stakri snilld. Ronaldo var síðan tekinn af velli í hálfleik vegna skurðarins sem hann hlaut fyrr í leiknum. Það benti allt til þess að Real myndi vinna auðveldan sigur en leikmenn Levante neituðu að gefast upp og náðu að jafna metinn þegar Ángel skoraði fínt mark á 62. mínútu.

Real Madrid lagði allt kapp á sóknarleikinn það sem eftir lifði leiks og náðu að skora sigurmarkið á 84. mínútu þegar varamaðurinn Álvaro Morata kom boltanum í netið en hann hafði aðeins verið inná vellinum í eina mínútu áður en hann skoraði.

Niðurstaðan því 2-1 sigur Real Madrid, en liðið má vart misstíga sig til að eiga möguleika á því að ná Barcelona sem er í efsta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×