Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Kristján Már Unnarsson skrifar 22. október 2012 11:47 Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi. Þar er hún, inn undir Drangajökli, með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. „Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. Hún sagði ræktunarstarf þarna ganga ótrúlega vel, sérstaklega eftir að tók að hlýna á Íslandi, en áður fyrr hafi þetta oft verið óttalegt basl. Hún kveðst vera safnari og ala flest upp af fræjum sem hún hafi fengið og sáð sjálf. Í garðinum er hún með eplatré og hafði einnig appelsínutré úti í sumar en óttast að það lifi ekki af veturinn. Í dalnum búa þrjár kynslóðir saman. Sonur Ásu, Þórður Halldórsson, býr á næsta bæ, Laugarholti, ásamt konu sinni, Dagrúnu Magnúsdóttur, og börnum þeirra, Sunnevu Guðrúnu, 14 ára, og Halldóri Kára, 12 ára. Bæjarnöfnin eru dregin af laugum í dalnum en heita vatnið nýtist til að kynda húsin og í einkasundlaug. Þarna var einnig rekin garðyrkjustöð frá 1960 til 1983 þar sem tómatar og gúrkur voru ræktaðar. Sauðkindin hefur alla tíð hefur verið grundvöllur búsetunnar en þau eru með 230 kindur á fóðrum í vetur, og segir Þórður að kindurnar séu akkerið. Á bænum eru líka hestar sem draga björg í bú á sumrin. Þau eru með fyrirtækið Svaðilfara sem býður níu daga hestaferðir umhverfis Drangajökul en það eru mest þýskumælandi ferðamenn sem kaupa ferðirnir. Þau annast líka póstdreifingu í Djúpinu og hafa tekið að sér skólaaksturinn og það eru engar smáræðisferðir. Hvern einasta skóladag, um sjöleytið á morgnana, leggur húsmóðirin af stað með börnin tvö, hún ekur fyrst eftir gömlum malarvegi í næstum hálftíma, en á sama tíma leggur önnur móðir af stað með 9 ára son sinn, Kristján Rafn Jóhönnuson, frá bænum Svansvík við Reykjanes. Mæðurnar hittast á gatnamótunum í Langadal í botni Ísafjarðardjúps og þaðan ekur Dagrún með barnahópinn yfir hina 440 metra háu Steingrímsfjarðarheiði til Hólmavíkur. Þegar loks er rennt upp að skólanum eru börnin búin að sitja í klukkustund í bíl, og að skóla loknum bíður þeirra annar eins akstur heim aftur. Börnin þrjú úr Djúpinu verja því tveimur klukkustundum á dag í skólaakstri, ef færðin er góð. Foreldrar barnanna úr Djúpinu eru þó sammála um að þessi mikli akstur yfir fjallveg sé þrátt fyrir allt skásta lausnin og í fyrra hóf Dagrún að kenna við skólann á Hólmavík og sú vinna hentar henni vel með skólaakstrinum. Í lok þáttarins kom fram að amma Ása stefnir að því að gefa út fyrstu ljóðabókina sína fyrir jól og þegar við báðum hana um að gefa okkur smá sýnishorn sagði hún frá blómlauk, Keisarakrónu, sem hún setti niður við húsvegginn fyrir hálfri öld en það var ekki fyrr en hún kom heim úr bændaferð í fyrra frá Sviss sem hún sá hana blómstra í fyrsta sinn. Af því tilefni samdi Ása ljóð til blómsins sem hún flutti í þættinum. Garðyrkja Strandabyggð Um land allt Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi. Þar er hún, inn undir Drangajökli, með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. „Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. Hún sagði ræktunarstarf þarna ganga ótrúlega vel, sérstaklega eftir að tók að hlýna á Íslandi, en áður fyrr hafi þetta oft verið óttalegt basl. Hún kveðst vera safnari og ala flest upp af fræjum sem hún hafi fengið og sáð sjálf. Í garðinum er hún með eplatré og hafði einnig appelsínutré úti í sumar en óttast að það lifi ekki af veturinn. Í dalnum búa þrjár kynslóðir saman. Sonur Ásu, Þórður Halldórsson, býr á næsta bæ, Laugarholti, ásamt konu sinni, Dagrúnu Magnúsdóttur, og börnum þeirra, Sunnevu Guðrúnu, 14 ára, og Halldóri Kára, 12 ára. Bæjarnöfnin eru dregin af laugum í dalnum en heita vatnið nýtist til að kynda húsin og í einkasundlaug. Þarna var einnig rekin garðyrkjustöð frá 1960 til 1983 þar sem tómatar og gúrkur voru ræktaðar. Sauðkindin hefur alla tíð hefur verið grundvöllur búsetunnar en þau eru með 230 kindur á fóðrum í vetur, og segir Þórður að kindurnar séu akkerið. Á bænum eru líka hestar sem draga björg í bú á sumrin. Þau eru með fyrirtækið Svaðilfara sem býður níu daga hestaferðir umhverfis Drangajökul en það eru mest þýskumælandi ferðamenn sem kaupa ferðirnir. Þau annast líka póstdreifingu í Djúpinu og hafa tekið að sér skólaaksturinn og það eru engar smáræðisferðir. Hvern einasta skóladag, um sjöleytið á morgnana, leggur húsmóðirin af stað með börnin tvö, hún ekur fyrst eftir gömlum malarvegi í næstum hálftíma, en á sama tíma leggur önnur móðir af stað með 9 ára son sinn, Kristján Rafn Jóhönnuson, frá bænum Svansvík við Reykjanes. Mæðurnar hittast á gatnamótunum í Langadal í botni Ísafjarðardjúps og þaðan ekur Dagrún með barnahópinn yfir hina 440 metra háu Steingrímsfjarðarheiði til Hólmavíkur. Þegar loks er rennt upp að skólanum eru börnin búin að sitja í klukkustund í bíl, og að skóla loknum bíður þeirra annar eins akstur heim aftur. Börnin þrjú úr Djúpinu verja því tveimur klukkustundum á dag í skólaakstri, ef færðin er góð. Foreldrar barnanna úr Djúpinu eru þó sammála um að þessi mikli akstur yfir fjallveg sé þrátt fyrir allt skásta lausnin og í fyrra hóf Dagrún að kenna við skólann á Hólmavík og sú vinna hentar henni vel með skólaakstrinum. Í lok þáttarins kom fram að amma Ása stefnir að því að gefa út fyrstu ljóðabókina sína fyrir jól og þegar við báðum hana um að gefa okkur smá sýnishorn sagði hún frá blómlauk, Keisarakrónu, sem hún setti niður við húsvegginn fyrir hálfri öld en það var ekki fyrr en hún kom heim úr bændaferð í fyrra frá Sviss sem hún sá hana blómstra í fyrsta sinn. Af því tilefni samdi Ása ljóð til blómsins sem hún flutti í þættinum.
Garðyrkja Strandabyggð Um land allt Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira