Ljúf stund með Svavari Knúti Trausti Júlíusson skrifar 12. október 2012 10:08 „Mörg laganna hér eru fín og það sama má segja um textana sem eru ýmist á ensku eða íslensku,“ segir í gagnrýni um þriðju sóló plötu Svavars Knúts. Dimma Ölduslóð er þriðja sólóplata Svavars Knúts. Sú fyrsta, Kvöldvaka, kom út árið 2009 og hafði að geyma frumsamin lög og texta, en ári síðar kom Amma sem hann tileinkaði ömmum sínum. Á henni var safn íslenskra sönglaga. Á nýju plötunni, Ölduslóð, er þráðurinn tekinn upp frá fyrstu plötunni með nýjum lögum og textum. Svavar Knútur er ágætt sönglagaskáld. Mörg laganna hér eru fín og það sama má segja um textana sem eru ýmist á ensku eða íslensku. Tékkneska söngkonan Markéta Irglová syngur nokkur laganna með Svavari. Þetta er mjög ljúf tónlist. Lögin eru flest mjög hæg, kassagítar, ukulele og charango eru áberandi í útsetningunum og bæði Svavar sjálfur og Markéta hafa mjög blíðan söngstíl. Þetta er mjög vel unnin og heilsteypt plata. Hún færir heiminum engar sérstakar nýjungar í lagasmíðum eða efnistökum, en þetta er ágæt sönglagaplata í ljúfu deildinni. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Dimma Ölduslóð er þriðja sólóplata Svavars Knúts. Sú fyrsta, Kvöldvaka, kom út árið 2009 og hafði að geyma frumsamin lög og texta, en ári síðar kom Amma sem hann tileinkaði ömmum sínum. Á henni var safn íslenskra sönglaga. Á nýju plötunni, Ölduslóð, er þráðurinn tekinn upp frá fyrstu plötunni með nýjum lögum og textum. Svavar Knútur er ágætt sönglagaskáld. Mörg laganna hér eru fín og það sama má segja um textana sem eru ýmist á ensku eða íslensku. Tékkneska söngkonan Markéta Irglová syngur nokkur laganna með Svavari. Þetta er mjög ljúf tónlist. Lögin eru flest mjög hæg, kassagítar, ukulele og charango eru áberandi í útsetningunum og bæði Svavar sjálfur og Markéta hafa mjög blíðan söngstíl. Þetta er mjög vel unnin og heilsteypt plata. Hún færir heiminum engar sérstakar nýjungar í lagasmíðum eða efnistökum, en þetta er ágæt sönglagaplata í ljúfu deildinni.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira