Norrænir tölvuleikjaframleiðendur taka höndum saman Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. október 2012 11:34 Úr DUST 514. mynd/CCP Samtök norrænna leikjaframleiðenda, Nordic Game Institude, verða stofnuð á mánudaginn næstkomandi. Fulltrúar samtaka leikjaframleiðenda í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi skrifa undir stofnsamninginn. Formaður IGI, Icelandic Game Industry, skrifar undir fyrir hönd Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá IGI markar stofnun samtakanna tímamót enda er um ört vaxandi iðnað að ræða. Hátt í 330 norræn leikjafyrirtæki eiga aðild að samtökunum en árleg velta þeirra er um 360 milljón evrur eða það sem nemur 57 milljörðum króna. Með samnorrænum samtökum veður gætt að hagsmunum norrænna leikjaframleiðenda, skapa öflugan samstarfsvettvang og stuðla að uppbyggingu iðnaðarins. Meðal aðila að IGI eru CCP, framleiðandi EVE Online og DUST 514, og Gogogic sem þekktast fyrir tölvuleikinn Godsrule. Þó svo að hinn norræni tölvuleikjaiðnaður sé rétt að slíta barnskónum þá eru nokkur fyrirtæki sem hafa haft veruleg áhrif á tölvuleikaiðnaðinn í heild sinni. Þar á meðal er finnska fyrirtækið Rovio sem ber ábyrgðina á Angry Birds tölvuleikjunum og Digital Illusions CE (DICE), framleiðandi Battlefield skotleikjanna. Leikjavísir Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Samtök norrænna leikjaframleiðenda, Nordic Game Institude, verða stofnuð á mánudaginn næstkomandi. Fulltrúar samtaka leikjaframleiðenda í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi skrifa undir stofnsamninginn. Formaður IGI, Icelandic Game Industry, skrifar undir fyrir hönd Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá IGI markar stofnun samtakanna tímamót enda er um ört vaxandi iðnað að ræða. Hátt í 330 norræn leikjafyrirtæki eiga aðild að samtökunum en árleg velta þeirra er um 360 milljón evrur eða það sem nemur 57 milljörðum króna. Með samnorrænum samtökum veður gætt að hagsmunum norrænna leikjaframleiðenda, skapa öflugan samstarfsvettvang og stuðla að uppbyggingu iðnaðarins. Meðal aðila að IGI eru CCP, framleiðandi EVE Online og DUST 514, og Gogogic sem þekktast fyrir tölvuleikinn Godsrule. Þó svo að hinn norræni tölvuleikjaiðnaður sé rétt að slíta barnskónum þá eru nokkur fyrirtæki sem hafa haft veruleg áhrif á tölvuleikaiðnaðinn í heild sinni. Þar á meðal er finnska fyrirtækið Rovio sem ber ábyrgðina á Angry Birds tölvuleikjunum og Digital Illusions CE (DICE), framleiðandi Battlefield skotleikjanna.
Leikjavísir Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira