Golf

Mickelson reyndi við 123 milljóna kr. golfhögg á NFL leik | myndband

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson reyndi sig við óvenjulegt golfhögg á mánudaginn þar sem að San Diego Chargers og Denver Broncos mættust í NFL deildinni. Mickelson fékk eina tilraun til þess að slá golbolta í skotmark af um 90 metra færi á fótboltavellinum. Og ef höggið heppnaðist ætlaði KPMG fyrirtækið að gefa 123 milljónir kr. sem góðgerðafélagið FirstBook nyti góðs af.

Mickelson er mikill stuðningsmaður San Diego Chargers og fékk hann góðan stuðning frá áhorfendum sem voru rétt um 70 þúsund.

Í myndbandinu má sjá hvernig til tókst hjá Mickelson, en hann hefur oft slegið betri golfhögg en FirstBook fékk um 6 milljónir kr. í sinn hlut.

Í myndbandinu má sjá hvernig til tókst hjá Mickelson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×