Helgarmaturinn - Kjúklingaréttur sem kitlar bragðlaukana 19. október 2012 11:00 Berglind Guðmundsdóttir Berglind Guðmundsdóttir heldur úti fallegri matarsíðu sem ber heitið www. gulurraudurgraennogsalt.com. „ Ég legg mikla áherslu á að maturinn sé næringarríkur, líti vel út og sé bragðgóður og það fer ekkert inn á síðuna nema að það sé alveg dásamlegt!"Kjúklingaréttur sem kitlar bragðlaukana2 eggaldin, skorin í tvennt3 rauðar paprikur, kjarnahreinsaðar og skornar í tvenntOlía600 gr. kjúklingalundirChilikrydd1 laukur, smátt skorinn3 hvítlauksgeirar, pressaðir1 dós (400 gr.) pastasósa1 dós (70 gr.) tómatpúrra1 kúla mozzarella, skorin í þunnar sneiðar1 búnt af ferskri basilíku, söxuðBrauðmylsna úr tveimur vel ristuðum brauðumPasta að eigin vali, soðið þar til næstum al dente 1. Penslið eggaldin og paprikurnar með olíu og leggið á ofnplötu með bökunarpappír þannig að hýðið snúi upp. Grillið í ofni í um 30 mínútur eða þar til húðin á paprikunum verður svört. Kælið. Takið hýðið af paprikunum og skafið kjötið úr eggaldinunum. Látið paprikurnar og kjötið úr eggaldinunum saman í skál. 2. Kryddið kjúklinginn með chilikryddi og steikið á pönnu þar til hann er eldaður í gegn og gylltur. Takið til hliðar. 3. Léttsteikið því næst lauk og hvítlauk saman. Bætið grilluðu paprikunum og eggaldinkjötinu saman við og hrærið í um 1 mínútu. Bætið pastasósu og tómatpúrru út í og hrærið að suðu. Takið af hellunni, setjið basilíku út í og kryddið með salti og pipar. 4. Takið eldfast mót og setjið í það rúmlega botnfylli af soðnu pasta.Hellið helmingnum af sósunni yfir pastað og raðið því næst kjúklingnum yfir það og hellið svo restinni af sósunni yfir. Setjið mozzarella yfir allt saman og stráið brauðmylsnu yfir. 5. Látið í ofn í um 15 mínútur eða þar til osturinn er gullinn.www.gulurraudurgraennogsalt.com. Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið
Berglind Guðmundsdóttir heldur úti fallegri matarsíðu sem ber heitið www. gulurraudurgraennogsalt.com. „ Ég legg mikla áherslu á að maturinn sé næringarríkur, líti vel út og sé bragðgóður og það fer ekkert inn á síðuna nema að það sé alveg dásamlegt!"Kjúklingaréttur sem kitlar bragðlaukana2 eggaldin, skorin í tvennt3 rauðar paprikur, kjarnahreinsaðar og skornar í tvenntOlía600 gr. kjúklingalundirChilikrydd1 laukur, smátt skorinn3 hvítlauksgeirar, pressaðir1 dós (400 gr.) pastasósa1 dós (70 gr.) tómatpúrra1 kúla mozzarella, skorin í þunnar sneiðar1 búnt af ferskri basilíku, söxuðBrauðmylsna úr tveimur vel ristuðum brauðumPasta að eigin vali, soðið þar til næstum al dente 1. Penslið eggaldin og paprikurnar með olíu og leggið á ofnplötu með bökunarpappír þannig að hýðið snúi upp. Grillið í ofni í um 30 mínútur eða þar til húðin á paprikunum verður svört. Kælið. Takið hýðið af paprikunum og skafið kjötið úr eggaldinunum. Látið paprikurnar og kjötið úr eggaldinunum saman í skál. 2. Kryddið kjúklinginn með chilikryddi og steikið á pönnu þar til hann er eldaður í gegn og gylltur. Takið til hliðar. 3. Léttsteikið því næst lauk og hvítlauk saman. Bætið grilluðu paprikunum og eggaldinkjötinu saman við og hrærið í um 1 mínútu. Bætið pastasósu og tómatpúrru út í og hrærið að suðu. Takið af hellunni, setjið basilíku út í og kryddið með salti og pipar. 4. Takið eldfast mót og setjið í það rúmlega botnfylli af soðnu pasta.Hellið helmingnum af sósunni yfir pastað og raðið því næst kjúklingnum yfir það og hellið svo restinni af sósunni yfir. Setjið mozzarella yfir allt saman og stráið brauðmylsnu yfir. 5. Látið í ofn í um 15 mínútur eða þar til osturinn er gullinn.www.gulurraudurgraennogsalt.com.
Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið