Golf

Strákunum tókst ekki að klára leik fyrir myrkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. Mynd/GSÍmyndir
Íslenska karlalandsliðið í golfi sem skipað er þeim Axel Bóassyni GK, Haraldi Franklín Magnús GR og Rúnari Arnórssyni GK, náði ekki að ljúka leik í dag fyrir myrkur á öðrum hring á Heimsmeistaramóti áhugamanna í golfi sem fram fer í Antalya í Tyrklandi.

Það voru þrumur og eldingar í upphafi annars keppnisdags og því frestaðist ræsing um sex klukkutíma í morgun. Axel var staddur á 18 flöt, Haraldur á 17 flöt og Rúnar á 17 teig þegar leik var frestað vegna myrkurs en þeir munu klára hringinn í fyrramálið.

Axel Bóasson var í 62. sæti eftir fimmtán holur á einu höggi yfir pari samanlagt en hann var á þremur höggum yfir pari í dag. Haraldur Magnus var í 74. sæti á tveimur höggum yfir pari samanlagt en hann lék fyrstu fimmtán holurnar í dag á tveimur höggum undir pari. Rúnar Arnórsson var síðan í 139. sæti á átta höggum yfir pari samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×