Fótbolti

Helgi Valur hafði betur gegn Ara Frey í sænsku úrvalsdeildinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sundsvall og AIK mættust í Íslendingaslag í sænsku úrvaldeildinni í knattspyrnu í dag og voru það gestirnir í AIK sem stóðu uppi sem sigurvegarar. AIK vann leikinn 3-2.

Ari Freyr Skúlason, leikmaður Sundsvall, skoraði fyrsta mark heimamanna eftir rúmlega hálftíma leik og jafnaði þá metin í 1-1. Stuttu síðar komust Sundsvall síðan yfir 2-1.

Mohammed Bangura jafnaði metin fyrir AIK þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Fimm mínútum síðar lagði Helgi Valur Daníelsson upp sigurmark AIK þegar Viktor Lundberg skoraði þriðja mark liðsins.

AIK er í þriðja sæti deildarinnar með 44 stig en Sundsvall er í þriðja neðsta sætinu með 26 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×