Fótbolti

Molde vann Stabæk í sjö marka leik | Veigar Páll skoraði eitt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjórir leikir fóru fram í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en í raun var aðeins einn leikur sem var áhugaverður.

Molde vann Stabæk 4-3 á Aker-vellinum í Molde. Franck Boli skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins eina mínútur þegar Veigar Páll Gunnarsson gaf frábæra sendingu inn á Boli sem afgreiddi boltann snyrtilega í netið.

Daniel Chima Chukwu jafnaði metin fyrir Molde á 25. mínútu og aðeins fjórum mínútum síðar skoraði hann annað mark fyrir Molde. Stabæk náði að jafna leikinn 2-2 eftir rúmlega hálftíma leik og þá var það Veigar Páll sem skoraði fyrir gestina. Staðan var því 2-2 í hálfleik.

Magnus Stamnestrø kom heimamönnum síðan yfir í upphafi síðari hálfleiks og Daniel Chima Chukwu skoraði síðan sitt þriðja mark í leiknum nokkrum mínútum síðar og staðan orðin 4-2. Leikmenn Stabæk neituðu að gefast upp og Bjarte Haugsdal minnkaði muninn í 4-3 þegar hálftími var eftir af leiknum.

Lengra komust gestirnir ekki og niðurstaðan flottur sigur hjá Molde. Elfar Freyr Helgason var allan leikinn á varamannabekk Stabæk.

Tromsø vann nauman sigur á Aalesund 1 – 0 og Sandnes Ulf og Odd Grenland gerðu markalaust jafntefli. Steinþór Freyr Þorsteinsson lék allan leikinn fyrir Sandnes Ulf en Arnór Ingvi Traustason var tekinn af vellinu hálftíma fyrir leikslok. Óskar Örn Hauksson kom inná þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum en allir þeir leika með Sandnes Ulf.

Strømsgodset vann síðar um kvöldið góðan sigur á Brann 2-0 en Birkir Már Sævarsson spilaði allan leikinn í liði Brann.

Úrslit dagsins:

Hønefoss - Sogndal - 0 - 0

Sandnes Ulf - Odd Grenland - 0-0

Tromsø - Aalesund - 1 - 0

Molde - Stabæk - 4-3

Strømsgodset - Brann - 2-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×