Meistaralegur mánuður að hefjast BBI skrifar 20. september 2012 14:15 Á myndinni lyfta Þorsteinn, Magnús Berg og félagi þeirra Jökull Sólberg þungum steinum fáklæddir í sólskini. Hinn svokallaði Meistaramánuður hefst 1. október næstkomandi eða eftir 10 daga. Þá munu þúsundir manna sameinast um að skora á sjálfa sig, kýla á hlutina sem þá dreymir um og verða í stuttu máli betra eintak af sjálfum sér í heilan mánuð. Meistaramánuðurinn hefur verið árviss viðburður síðustu fjögur ár og í fyrra tóku um fimm þúsund manns þátt í átakinu. Upphafsmenn Meistaramánaðarins leggja til að fólk einbeiti sér t.d. að því að vakna fyrr, neyta ekki áfengis, hreyfa sig vel og njóta lífsins betur en aðra daga.Meistarar eru sín eigin fyrirmynd „Meistaramánuðurinn er í hnotskurn einn mánuður þar sem hver og einn skorar sig á hólm og verður sín eigin fyrirmynd. Þátttakendur skrifa niður markmið og einbeita sér svo í heilan mánuð að því að ná þeim," segir Þorsteinn Kári Jónsson, sem skapaði fyrirbærið Meistaramánuð ásamt félaga sínum. Þannig brjóta meistararnir upp hina dæmigerðu rútínu í lífi sínu.Magnús Berg eftir að hafa synt Guðlaugssundið sem þeir félagar synda árlega í sundlaug.Líf ungs fólks, einkum háskólanema, snýst mjög gjarna að miklu leyti um áfengisneyslu. „Það er svona þessi dæmigerða rútína. Detta í það hverja helgi og snúa sólarhringnum á hvolf," segir Þorsteinn. Meistaramánuðurinn var upphaflega hugsaður sem mótleikur við því líferni. „Við vorum orðnir langþreyttir á þessu og ákváðum að snúa úr vörn í sókn," segir Þorsteinn.Allir geta verið meistarar Þrátt fyrir að Meistaramánuðurinn hafi upphaflega verið hugsaður fyrir djammþreytta háskólanema hentar hugmyndin fólki á öllum aldri, jafnt konum og körlum. „Margir hafa góð tök á heilsu sinni og matarræði en vilja taka andlega sviðið fastari tökum," segir Þorsteinn. Því geta markmið fólks verið mismunandi í mánuðnum, allt frá því að lesa skáldsögur á kvöldin yfir í að æfa sig daglega á gítar eða heimsækja ömmu sína. „Menn verða að átta sig á sínum eigin þrám og sníða mánuðinn að þeim" segir Þorsteinn, en fyrsti Meistaramánuðurinn hófst árið 2008 úti í Kaupmannahöfn þegar sem Þorsteinn og félagi hans Magnús Berg Magnússon sögðu stanslausu djammi og fylleríi háskólaáranna stríð á hendur. Uppátækið vakti fljótt athygli vina þeirra og vatt smám saman upp á sig.„Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur,“ sagði skáldið Einar Benediktsson í kvæðinu Fákar. Þarna kristallast kannski fegurðin í Meistaramánuðinum.Meistarar standa saman „Það sem skiptir einna mestu máli er að fólk sé saman í þessu. Það er erfitt að taka lífsstílsbreytingu upp á eigin spýtur en ef maður gerir það með vinum sínum gengur allt betur upp," segir hann. Þannig kristallast samtakamáttur fólks í Meistaramánuðnum. Fólk hvetur hvert annað til dáða og stefnir saman í átt til framfara. „Svo er líka miklu erfiðara að svindla því fólk fer að treysta á hvert annað. Ef þú ert bara einn í baráttunni áttu það til að fresta henni í sífellu.," segir Þorsteinn.Meistarar erlendis Meistaramánuðurinn hefst nú í október og fer að miklu leyti fram á internetinu. Í þetta sinn verða allar færslur bæði á íslensku og ensku því uppátækið hefur vakið talsverða athygli erlendis. Þannig verða það ekki bara Íslendingar sem gerast meistarar síns eigin lífs þetta árið heldur munu félagar strákanna halda kyndlinum á lofti í örðum löndum.Hér má sjá facebook síðu Meistaramánaðarins og hér er heimasíða Meistaramánaðarins. Þar má nálgast nánari upplýsingar. Meistaramánuður Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Hinn svokallaði Meistaramánuður hefst 1. október næstkomandi eða eftir 10 daga. Þá munu þúsundir manna sameinast um að skora á sjálfa sig, kýla á hlutina sem þá dreymir um og verða í stuttu máli betra eintak af sjálfum sér í heilan mánuð. Meistaramánuðurinn hefur verið árviss viðburður síðustu fjögur ár og í fyrra tóku um fimm þúsund manns þátt í átakinu. Upphafsmenn Meistaramánaðarins leggja til að fólk einbeiti sér t.d. að því að vakna fyrr, neyta ekki áfengis, hreyfa sig vel og njóta lífsins betur en aðra daga.Meistarar eru sín eigin fyrirmynd „Meistaramánuðurinn er í hnotskurn einn mánuður þar sem hver og einn skorar sig á hólm og verður sín eigin fyrirmynd. Þátttakendur skrifa niður markmið og einbeita sér svo í heilan mánuð að því að ná þeim," segir Þorsteinn Kári Jónsson, sem skapaði fyrirbærið Meistaramánuð ásamt félaga sínum. Þannig brjóta meistararnir upp hina dæmigerðu rútínu í lífi sínu.Magnús Berg eftir að hafa synt Guðlaugssundið sem þeir félagar synda árlega í sundlaug.Líf ungs fólks, einkum háskólanema, snýst mjög gjarna að miklu leyti um áfengisneyslu. „Það er svona þessi dæmigerða rútína. Detta í það hverja helgi og snúa sólarhringnum á hvolf," segir Þorsteinn. Meistaramánuðurinn var upphaflega hugsaður sem mótleikur við því líferni. „Við vorum orðnir langþreyttir á þessu og ákváðum að snúa úr vörn í sókn," segir Þorsteinn.Allir geta verið meistarar Þrátt fyrir að Meistaramánuðurinn hafi upphaflega verið hugsaður fyrir djammþreytta háskólanema hentar hugmyndin fólki á öllum aldri, jafnt konum og körlum. „Margir hafa góð tök á heilsu sinni og matarræði en vilja taka andlega sviðið fastari tökum," segir Þorsteinn. Því geta markmið fólks verið mismunandi í mánuðnum, allt frá því að lesa skáldsögur á kvöldin yfir í að æfa sig daglega á gítar eða heimsækja ömmu sína. „Menn verða að átta sig á sínum eigin þrám og sníða mánuðinn að þeim" segir Þorsteinn, en fyrsti Meistaramánuðurinn hófst árið 2008 úti í Kaupmannahöfn þegar sem Þorsteinn og félagi hans Magnús Berg Magnússon sögðu stanslausu djammi og fylleríi háskólaáranna stríð á hendur. Uppátækið vakti fljótt athygli vina þeirra og vatt smám saman upp á sig.„Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur,“ sagði skáldið Einar Benediktsson í kvæðinu Fákar. Þarna kristallast kannski fegurðin í Meistaramánuðinum.Meistarar standa saman „Það sem skiptir einna mestu máli er að fólk sé saman í þessu. Það er erfitt að taka lífsstílsbreytingu upp á eigin spýtur en ef maður gerir það með vinum sínum gengur allt betur upp," segir hann. Þannig kristallast samtakamáttur fólks í Meistaramánuðnum. Fólk hvetur hvert annað til dáða og stefnir saman í átt til framfara. „Svo er líka miklu erfiðara að svindla því fólk fer að treysta á hvert annað. Ef þú ert bara einn í baráttunni áttu það til að fresta henni í sífellu.," segir Þorsteinn.Meistarar erlendis Meistaramánuðurinn hefst nú í október og fer að miklu leyti fram á internetinu. Í þetta sinn verða allar færslur bæði á íslensku og ensku því uppátækið hefur vakið talsverða athygli erlendis. Þannig verða það ekki bara Íslendingar sem gerast meistarar síns eigin lífs þetta árið heldur munu félagar strákanna halda kyndlinum á lofti í örðum löndum.Hér má sjá facebook síðu Meistaramánaðarins og hér er heimasíða Meistaramánaðarins. Þar má nálgast nánari upplýsingar.
Meistaramánuður Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira