Golf

Ragnar Már lék frábært golf | Ísland er í fjórða sæti í Búlgaríu

Ragnar Már Garðarsson.
Ragnar Már Garðarsson. golf.is
Íslenska piltalandsliðið í golfi skipað leikmönnum 18 ára og yngri er í fjórða sæti að lonkum fyrsta keppnisdegi í undankeppni EM unglinga, European Boys Challenge Trophy. Mótið fer fram í Búlgaríu. Ragnar Már Garðarsson úr GKG sem sigraði nýverið á Duke of York unglingamótinu lék á 4 höggum undir pari og er hann í efsta sæti í einstaklingskeppninni ásamt tveimur öðrum. Bjarki Pétursson úr GB lék á 70 höggum eða -1 og er hann í 8.-13. sæti. Til þess að komast í aðalkeppni Evrópumótsins þarf íslenska sveitin að vera í einu af þremur efstu sætunum. Skor íslensku sveitarinnar eftir fyrsta kepnisdaginn: Ragnar Már Garðarsson, GKG, 67 (-4) Bjarki Pétursson, GB, 70 (-1) Gísli Sveinbergsson, GK 71 Birgir Björn Magnússon, GK 72 (+1) Ísak Jasonarson, GK 79 (+8) Emil Þór Ragnarsson, GKG 82 (+11)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×