Golf

Birgir Leifur í erfiðri stöðu á Ítalíu

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, náði sér ekki á strik á öðrum keppnisdegi af alls fjórum á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi í dag. Birgir lék á 74 höggum eða 3 höggum yfir pari en hann er samtals á 2 höggum yfir pari. Mótið sem fram fer á Ítalíu er hluti af fyrsta stigi úrtökumótsins en alls eru stigin þrjú. Birgir er þessa stundina í 43. sæti en að öllum líkindum komast 27 efstu kylfingarnir áfram af þessum velli. Birgir hóf leik í morgun á 10. teig. Hann byrjaði með látum og var -2 eftir fyrri 9 holurnar þar sem hann fékk fugl (-1) á 12. og 15. Hann var því samtals á -3. Hann fékk skolla (+1) á 1., fugl (-1) á 2., en hann fékk skolla (+1) á 6., og 7. braut og skramba (+2) á 8.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×