Gagnrýnir danska dómstóla Jóhanna Margrét Gísladóttir. skrifar 28. september 2012 19:30 Móðir sem stendur í forræðisdeilu í Danmörku segir danska dómstóla mjög oft dæma útlendingum í óhag en danskur barnsfaðir hennar fékk í dag fullt forræði yfir þremur dætrum þeirra. Hjördís Svan Aðalheiðardóttir hefur átt í umgengis- og forræðisdeilu við danskan föður þriggja dætra þeirra um nokkurt skeið en deila þeirra hefur vakið mikla athygli hér á landi. Í sumar flutti Hjördís dætur sínar, sem eru á aldrinum fimm til átta ára, í leyfisleysi til Íslands og sögðum við þá frá því í fréttum að lögregla og sérsveit tóku þær af henni með lögregluvaldi og sendu aftur til Danmerkur. Í kjölfarið var höfðað forræðismál þar sem báðir foreldrar gerðu kröfu um fullt forræði en héraðsdómur í Danmörku úrskurðaði í dag að faðirinn fengi fullt forræði. Hjördís segir dóminn hafa verið mikið áfall og að útlendingar í forræðisdeilu í Danmörku séu í mjög veikri stöðu. „Ég hef verið að kynna mér það og það er mikið í fjölmiðlum núna að það sé varla hægt að berjast við Dani í Danmörku um forræði á börnum, því miður," segir Hjördís. Hún ætlar að áfrýja dómnum til hærra dómstigs en á meðan deilir hún sameiginlegu forræði með föðurnum en hún hefur mjög takmarkað fengið að hitta dætur sínar. „Ég er búin að fara á hverjum einasta degi í skólann og leikskólann til þeirra og hitti þær í 20-30 mínútur á hverjum degi og það er rosalega erfitt og í fyrsta skipti sem ég hitti þær þá brotnuðu þær algjörlega saman og grétu allar." Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Móðir sem stendur í forræðisdeilu í Danmörku segir danska dómstóla mjög oft dæma útlendingum í óhag en danskur barnsfaðir hennar fékk í dag fullt forræði yfir þremur dætrum þeirra. Hjördís Svan Aðalheiðardóttir hefur átt í umgengis- og forræðisdeilu við danskan föður þriggja dætra þeirra um nokkurt skeið en deila þeirra hefur vakið mikla athygli hér á landi. Í sumar flutti Hjördís dætur sínar, sem eru á aldrinum fimm til átta ára, í leyfisleysi til Íslands og sögðum við þá frá því í fréttum að lögregla og sérsveit tóku þær af henni með lögregluvaldi og sendu aftur til Danmerkur. Í kjölfarið var höfðað forræðismál þar sem báðir foreldrar gerðu kröfu um fullt forræði en héraðsdómur í Danmörku úrskurðaði í dag að faðirinn fengi fullt forræði. Hjördís segir dóminn hafa verið mikið áfall og að útlendingar í forræðisdeilu í Danmörku séu í mjög veikri stöðu. „Ég hef verið að kynna mér það og það er mikið í fjölmiðlum núna að það sé varla hægt að berjast við Dani í Danmörku um forræði á börnum, því miður," segir Hjördís. Hún ætlar að áfrýja dómnum til hærra dómstigs en á meðan deilir hún sameiginlegu forræði með föðurnum en hún hefur mjög takmarkað fengið að hitta dætur sínar. „Ég er búin að fara á hverjum einasta degi í skólann og leikskólann til þeirra og hitti þær í 20-30 mínútur á hverjum degi og það er rosalega erfitt og í fyrsta skipti sem ég hitti þær þá brotnuðu þær algjörlega saman og grétu allar."
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira