Woods fyrstur yfir 100 milljónir dollara Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. september 2012 16:00 Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods varð í gær fyrsti maðurinn sem þénar yfir 100 milljónir dollara á PGA-mótaröðinni bandarísku. Woods endaði í þriðja sæti á Deutsche Bank-mótinu sem skilaði honum 544 þúsund dollara í kassann. Þar með komst hann yfir 100 milljónir dollara á ferlinum og er hann fyrsti maðurinn í sögunni sem afrekar það. Phil Mickelson er næstur á listanum með tæpar 67 milljónir og er því talsvert á eftir Woods. Rory McIlroy bar sigur úr býtum á mótinu en Woods spilaði á 66 höggum á lokadeginum og var tveimur höggum á eftir Norður-Íranum. „Ég hef ekki unnið jafn mörg mót og Sam Snead gerði á sínum tíma en þá var öldin önnur," sagði Woods í gær en Snead vann á sínum tíma 82 PGA-mót. Woods er með 74 sigra til þessa. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods varð í gær fyrsti maðurinn sem þénar yfir 100 milljónir dollara á PGA-mótaröðinni bandarísku. Woods endaði í þriðja sæti á Deutsche Bank-mótinu sem skilaði honum 544 þúsund dollara í kassann. Þar með komst hann yfir 100 milljónir dollara á ferlinum og er hann fyrsti maðurinn í sögunni sem afrekar það. Phil Mickelson er næstur á listanum með tæpar 67 milljónir og er því talsvert á eftir Woods. Rory McIlroy bar sigur úr býtum á mótinu en Woods spilaði á 66 höggum á lokadeginum og var tveimur höggum á eftir Norður-Íranum. „Ég hef ekki unnið jafn mörg mót og Sam Snead gerði á sínum tíma en þá var öldin önnur," sagði Woods í gær en Snead vann á sínum tíma 82 PGA-mót. Woods er með 74 sigra til þessa.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira