Jóhann Kristinn: Við erum eins og leiðinlegt skordýr Kolbeinn Tumi Daðason á Þórsvelli skrifar 4. september 2012 21:45 „Ég fór inn í þetta mót til að keppa við stór og sterk lið eins og Stjörnuna, Val, Breiðablik og ÍBV. Við vildum troða okkur inn í þennan pakka," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson sigurreifur þjálfari Þórs/KA um hver markmið nýkrýndra Íslandsmeistara höfðu verið fyrir sumarið. Þór/KA var spáð fimmta sæti fyrir tímabilið en Jóhann Kristinn hafði trú á að liðið gæti betur. „Við ætluðum að hafa Breiðablik og ÍBV fyrir neðan okkur og töldum að Stjarnan og Valur væru mjög sterk lið sem yrði erfitt að eiga við," sagði Jóhann Kristinn. „Um mitt sumar eftir að við höfðum haldið okkur á toppnum og fundum að ungu stelpurnar gætu höndlað pressuna þá vorum við að gera okkur vonir um að landa titlinum. Við settum okkur ný markmið - taka helvítis dolluna," sagði Jóhann Kristinn. Þór/KA hefur aðeins tapað einum leik í sumar og endurtekið snúið við blaðinu eftir að hafa lent marki undir gegn liðum með mun meiri hefð. „Við erum eins og leiðinleg skordýr. Þú getur reynt að banda okkur frá þér með hendinni en við komum alltaf aftur. Það endaði líka yfirleitt þannig að við fengum eitthvað út úr leiknum," sagði Jóhann Kristinn. Ótrúlegur uppgangur hefur verið hjá félaginu á undanförnum árum. Ekki er langt síðan liðið lék í næstefstu deild en trónir nú á toppnum. „Fólkið sem vinnur að félaginu á heiðurinn að því að við erum Íslandsmeistarar árið 2012. Það er ekkert eðlilega stórt hjartað hjá Nóa Björnssyni og þeim sem fylgja honum. Það hefur verið unnið grettistak að lyfta þessu liði upp í hæstu hæðir," sagði Jóhann Kristinn. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins. 4. september 2012 13:56 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
„Ég fór inn í þetta mót til að keppa við stór og sterk lið eins og Stjörnuna, Val, Breiðablik og ÍBV. Við vildum troða okkur inn í þennan pakka," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson sigurreifur þjálfari Þórs/KA um hver markmið nýkrýndra Íslandsmeistara höfðu verið fyrir sumarið. Þór/KA var spáð fimmta sæti fyrir tímabilið en Jóhann Kristinn hafði trú á að liðið gæti betur. „Við ætluðum að hafa Breiðablik og ÍBV fyrir neðan okkur og töldum að Stjarnan og Valur væru mjög sterk lið sem yrði erfitt að eiga við," sagði Jóhann Kristinn. „Um mitt sumar eftir að við höfðum haldið okkur á toppnum og fundum að ungu stelpurnar gætu höndlað pressuna þá vorum við að gera okkur vonir um að landa titlinum. Við settum okkur ný markmið - taka helvítis dolluna," sagði Jóhann Kristinn. Þór/KA hefur aðeins tapað einum leik í sumar og endurtekið snúið við blaðinu eftir að hafa lent marki undir gegn liðum með mun meiri hefð. „Við erum eins og leiðinleg skordýr. Þú getur reynt að banda okkur frá þér með hendinni en við komum alltaf aftur. Það endaði líka yfirleitt þannig að við fengum eitthvað út úr leiknum," sagði Jóhann Kristinn. Ótrúlegur uppgangur hefur verið hjá félaginu á undanförnum árum. Ekki er langt síðan liðið lék í næstefstu deild en trónir nú á toppnum. „Fólkið sem vinnur að félaginu á heiðurinn að því að við erum Íslandsmeistarar árið 2012. Það er ekkert eðlilega stórt hjartað hjá Nóa Björnssyni og þeim sem fylgja honum. Það hefur verið unnið grettistak að lyfta þessu liði upp í hæstu hæðir," sagði Jóhann Kristinn.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins. 4. september 2012 13:56 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins. 4. september 2012 13:56