Golf

15 ára kylfingur sigraði á PGA-móti | Sá yngsti í sögunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lydia Ko í Vancouver um helgina.
Lydia Ko í Vancouver um helgina. Nordicphotos/Getty
Hin fimmtán ára Lydia Ko frá Nýja Sjálandi vann sigur á Opna kanadíska meistaramótinu í golfi um helgina.

Ko er yngsti sigurvegari í sögunni í kvennaflokki á PGA-mótaröðinni en metið átti Lexi Thompson frá Bandaríkjunum. Thompson var orðin 16 ára þegar hún vann sigur á mótaröðinni á síðasta ári.

„Sigurinn hefur mikla þýðingu fyrir mig. Þetta var atvinnumót og ég ætlaði bara að gera mitt besta og komast í gegnum niðurskurðinn," sagði Ko sem á ættir að rekja til Suður-Kóreu.

Ko spilaði lokahringinn í Vancouver á fimm höggum undir pari og lauk leik samanlagt á þrettán höggum undir pari. Ko komst í fréttirnar í janúar á þessu ári þegar hún vann sigur á atvinnumannamóti í Ástralíu aðeins fjórtán ára gömul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×