Tónlist

Fleiri listamenn á Airwaves

Kamilla Ingibertsdóttir, kynningarstjóri hjá Iceland Airwaves, segir síðustu listamennina verða tilkynnta í lok mánaðarins.
Kamilla Ingibertsdóttir, kynningarstjóri hjá Iceland Airwaves, segir síðustu listamennina verða tilkynnta í lok mánaðarins. fréttablaðið/arnþór birkisson
Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves hafa tilkynnt fleiri tónlistarmenn sem koma fram á hátíðinni í ár.

Um tvö hundruð innlendir og erlendir listamenn stíga á svið að þessu sinni. Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í gær þá 65 listamenn sem bætast í hóp þeirra sem áður hafa verið tilkynntir.



Þeirra á meðal eru danssveitin GusGus, finnski tónlistarmaðurinn Jimi Tenor, Ólöf Arnalds, Kool Thing, Low Roar, kanadíska sveitin Passwords, Dr. Spock, Bandaríkjamaðurinn Sam Amidon, Ghostigital og Daníel Bjarnason.



Um 1500 listamenn sóttu um að koma fram á hátíðinni í ár og að sögn Kamillu Ingibergsdóttur, kynningarstjóra Iceland Airwaves, eru starfsmenn hátíðarinnar nú að leggja lokahönd á skipulag dagskrárinnar. "Við tilkynnum fulla dagskrá í lok þessa mánaðar og erum í óða önn að klára þá vinnu og þrengja þennan innsta hring," segir hún. Iceland Airwaves fer fram dagana 31. október til 4. nóvember.

- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×