Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur - 0-2 | Valur í úrslit fimmta árið í röð 27. júlí 2012 15:29 Valsarar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna með sigri á KR, 2-0, í Frostaskjólinu. Johanna Rasmussen gerði fyrra mark Vals í leiknum en það síðara kom í uppbótartíma þegar Rakel Logadóttir skoraði glæsilegt mark. Þetta er fimmta árið í röð sem Valur kemst í úrslit bikarsins. Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt viðburðalítill og liðin virkuðu bæði taugaóstyrk og erfilega gekk að móta sóknarleikinn. Valsarar voru örlítið hættulegri og sköpuðu sér nokkur ágætt færi sem þær náðu ekki að nýta sér. Staðan var því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst af krafti og Valsstelpur komust strax í færi þegar nokkrar sekúndur voru liðnar af hálfleiknum. Það gaf greinilega tóninn fyrir hvernig Valsstúlkur ætluðu að nálgast síðari hálfleikinn og voru þær ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Johanna Rasmussen skoraði fyrsta mark leiksins þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum en hún stýrði boltanum í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Dóru Maríu Lárusdóttir. KR-ingar reyndu hvað þær gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki. Valur gulltryggði sigurinn í uppbótartíma þegar Rakel Logadóttir þrumaði boltanum í netið og Valur því komið í úrslitaleikinn enn eitt árið. Þetta er fimmti úrslitaleikurinn í röð hjá Val og sá sjötti á sjö árum. Gunnar Rafn: Komum grimmari til leiks í síðari hálfleiknumRakel Logadóttir brá sér á leik á meðan viðtalinu stóð.„Ég er svakalega ánægður með sigurinn," sagði Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á KR í kvöld. „Við lögðum upp með að halda markinu hreinu og brjóta niður mjög sterka vörn KR-inga, en það gekk eftir í kvöld og við erum virkilega ánægð með það." „Stelpurnar voru mun ákveðnari og grimmari í síðari hálfleiknum og það sást á spilamennsku þeirra." „Núna erum við komnar í úrslitaleikinn og það kemur ekkert annað til greina en að vinna þann leik." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Jón Þór: Verðum bara að bíta í það súra að þessu sinni„Það er auðvita vonbrigði að tapa,“ sagði Jón Þór Brandsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „Við áttum samt sem áður býsna góðan leik og það er margt gott í spilamennsku okkar. Stelpurnar eiga hreinlega hrós skilið fyrir frammistöðuna, þrátt fyrir tapið.“ „Auðvitað er sárt að tapa undanúrslitaleik þar sem við vildum öll fara í úrslitaleikinn og það eru kannski vonbrigðin sem sitja eftir.“ „Þetta var nokkuð jafn leikur og í raun alltaf spennandi. Við fengum alveg tækifæri í lokin til að koma leiknum í framlengingu en svona er þetta stundum og við verðum bara að bíta í það súra núna.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Valsarar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna með sigri á KR, 2-0, í Frostaskjólinu. Johanna Rasmussen gerði fyrra mark Vals í leiknum en það síðara kom í uppbótartíma þegar Rakel Logadóttir skoraði glæsilegt mark. Þetta er fimmta árið í röð sem Valur kemst í úrslit bikarsins. Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt viðburðalítill og liðin virkuðu bæði taugaóstyrk og erfilega gekk að móta sóknarleikinn. Valsarar voru örlítið hættulegri og sköpuðu sér nokkur ágætt færi sem þær náðu ekki að nýta sér. Staðan var því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst af krafti og Valsstelpur komust strax í færi þegar nokkrar sekúndur voru liðnar af hálfleiknum. Það gaf greinilega tóninn fyrir hvernig Valsstúlkur ætluðu að nálgast síðari hálfleikinn og voru þær ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Johanna Rasmussen skoraði fyrsta mark leiksins þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum en hún stýrði boltanum í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Dóru Maríu Lárusdóttir. KR-ingar reyndu hvað þær gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki. Valur gulltryggði sigurinn í uppbótartíma þegar Rakel Logadóttir þrumaði boltanum í netið og Valur því komið í úrslitaleikinn enn eitt árið. Þetta er fimmti úrslitaleikurinn í röð hjá Val og sá sjötti á sjö árum. Gunnar Rafn: Komum grimmari til leiks í síðari hálfleiknumRakel Logadóttir brá sér á leik á meðan viðtalinu stóð.„Ég er svakalega ánægður með sigurinn," sagði Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á KR í kvöld. „Við lögðum upp með að halda markinu hreinu og brjóta niður mjög sterka vörn KR-inga, en það gekk eftir í kvöld og við erum virkilega ánægð með það." „Stelpurnar voru mun ákveðnari og grimmari í síðari hálfleiknum og það sást á spilamennsku þeirra." „Núna erum við komnar í úrslitaleikinn og það kemur ekkert annað til greina en að vinna þann leik." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Jón Þór: Verðum bara að bíta í það súra að þessu sinni„Það er auðvita vonbrigði að tapa,“ sagði Jón Þór Brandsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „Við áttum samt sem áður býsna góðan leik og það er margt gott í spilamennsku okkar. Stelpurnar eiga hreinlega hrós skilið fyrir frammistöðuna, þrátt fyrir tapið.“ „Auðvitað er sárt að tapa undanúrslitaleik þar sem við vildum öll fara í úrslitaleikinn og það eru kannski vonbrigðin sem sitja eftir.“ „Þetta var nokkuð jafn leikur og í raun alltaf spennandi. Við fengum alveg tækifæri í lokin til að koma leiknum í framlengingu en svona er þetta stundum og við verðum bara að bíta í það súra núna.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira