Haraldur Franklín og Rúnar efstir og jafnir fyrir lokadaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2012 18:38 Haraldur Franklín Magnús úr GR. Mynd/Seth Haraldur Franklín Magnús úr GR og Rúnar Arnórsson úr GK fóru á kostum á þriðja deginum á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Þeir eru eftir og jafnir fyrir lokadaginn, báðir á fimm höggum undir pari. Haraldur Franklín átti frábæran dag en hann lék á 64 höggum eða sex höggum undir pari. Haraldur fékk örn á bæði 3. og 17. holunni og var að auki með fimm fugla. Rúnar lék stórkostlega á fyrri níu holunum þar sem að hann var með fimm fugla á fyrstu níu holunum. Hann tapaði tveimur höggum á áttundu holunni en endaði daginn á fjórum höggum undir pari. Þórður Rafn Gissurarson úr GR lék á þremur höggum undir pari og er í 3. sæti tveimur höggum á eftir þeim Haraldi og Rúnari. Körfuboltadómarinn Kristinn Óskarsson var að gera flotta hluti þar til að hann tapaði þremur höggum á 17. holunni. Kristinn lék hringinn á 74 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Hann er því sex höggum á eftir efstu mönnum. Íslandsmeistarinn Axel Bóason var að leik vel á fyrstu átta holunum í dag og var að nálgast efstu menn. Hann tapaði hinsvegar fimm höggum á síðustu tíu holunum og er átta höggum á eftir efstu mönnum.Staðan hjá körlunum fyrir lokadaginn: 1. Haraldur Franklín Magnús, GR -5 1. Rúnar Arnórsson, GK -5 3. Þórður Rafn Gissurarson, GR -3 4. Ólafur Björn Loftsson, NK +2 4. Kristinn Óskarsson, GS +2 6. Andri Þór Björnsson, GR +3 6. Axel Bóasson, GK +3 8. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG +4 9. Ólafur Már Sigurðsson, GR +5 9. Örlygur Helgi Grímsson, GV +5 Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús úr GR og Rúnar Arnórsson úr GK fóru á kostum á þriðja deginum á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Þeir eru eftir og jafnir fyrir lokadaginn, báðir á fimm höggum undir pari. Haraldur Franklín átti frábæran dag en hann lék á 64 höggum eða sex höggum undir pari. Haraldur fékk örn á bæði 3. og 17. holunni og var að auki með fimm fugla. Rúnar lék stórkostlega á fyrri níu holunum þar sem að hann var með fimm fugla á fyrstu níu holunum. Hann tapaði tveimur höggum á áttundu holunni en endaði daginn á fjórum höggum undir pari. Þórður Rafn Gissurarson úr GR lék á þremur höggum undir pari og er í 3. sæti tveimur höggum á eftir þeim Haraldi og Rúnari. Körfuboltadómarinn Kristinn Óskarsson var að gera flotta hluti þar til að hann tapaði þremur höggum á 17. holunni. Kristinn lék hringinn á 74 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Hann er því sex höggum á eftir efstu mönnum. Íslandsmeistarinn Axel Bóason var að leik vel á fyrstu átta holunum í dag og var að nálgast efstu menn. Hann tapaði hinsvegar fimm höggum á síðustu tíu holunum og er átta höggum á eftir efstu mönnum.Staðan hjá körlunum fyrir lokadaginn: 1. Haraldur Franklín Magnús, GR -5 1. Rúnar Arnórsson, GK -5 3. Þórður Rafn Gissurarson, GR -3 4. Ólafur Björn Loftsson, NK +2 4. Kristinn Óskarsson, GS +2 6. Andri Þór Björnsson, GR +3 6. Axel Bóasson, GK +3 8. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG +4 9. Ólafur Már Sigurðsson, GR +5 9. Örlygur Helgi Grímsson, GV +5
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira