Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍBV 0-2 | KR enn án sigurs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2012 20:01 Mynd / Ernir ÍBV vann þægilegan 2-0 sigur á KR í viðureign liðanna í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Eyjakonur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik eins og reikna mátti með. Eftir nokkuð harða sókn gaf vörn heimakvenna sig. Shaneka Gordon komst þá upp að endalínu hægra megin, sendi fyrir markið á Dönku Podovac sem sendi boltann í netið af stuttu færi. KR stelpur höfðu barist grimmilega fram að markinu og létu ekki deigan síga. Þar létu vaða á markið af löngu færi en bestu tilraunina átti Guðrún María Johnson en skot hennar utan teigs fór rétt framhjá markinu. Á hinum enda vallarins fékk Shaneka Gordon kjörið tækifæri til að auka forystu Eyjakvenna en skot hennar úr vítateignum fór yfir mark Hrafnhildar Agnarsdóttur, markvarðar KR. Síðari hálfleikur var tíðindalítill framan af en Shaneka Gordon minnti á sig á 57. mínútu með hörkuskoti sem small í stöng KR-marksins.Shaneka Gordon, sem er frá Jamaíku, var aftur á ferðinni tíu mínútum síðar. Þá lét hún vaða á markið langt utan teigs og boltinn fór í fallegum boga yfir Hrafnhildi í marki KR og hafnaði efst í markhorninu. Glæsilegt mark og sigurinn svo gott sem í höfn hjá Eyjakonum. Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Danka Podovac áttu báðar fín skot að marki KR sem Hrafnhildur varði vel. Bæði lið fengu hálffæri en engu var við bætt og lokatölurnar 2-0 gestunum frá Vestmannaeyjum í vil. Með sigrinum komust Eyjakonur í efst sæti deildarinnar með 19 stig, jafnmörg og Þór/KA en með betri markatölu. Þór/KA er þó 3-0 yfir í leik sínum norðan heiða gegn Fylki og útlit fyrir að Norðankonur endurheimti efsta sætið. KR situr áfram á botni deildarinnar með tvö stig. Liðið hefur enn ekki unnið sigur í deildinni í sumar. Liðið mætir Aftureldingu í bikarnum á föstudag en KR fór alla leið í úrslit bikarsins síðasta sumar. Athygli vakti að fimm mínútna töf varð á að leikurinn í kvöld hófst þar sem Vesturbæingar höfðu ekki komið mörkunum fyrir á réttum stað á báðum endum vallarins. Slíkt er ekki stórfélagi á borð við KR til sóma. Jón Ólafur: Nýtti leikmenn til að hvíla ýmsa leikmenn„Við vorum þunglamalegar í dag en leikur KR bauð upp á að við værum ekki betra en þetta. Sigurinn var þó góður. Ég vissi að það yrði erfitt að koma hingað því þær eru að berjast fyrir lífi sínu ekki síst í ljósi úrslitanna í gær," sagði Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV í leikslok. Kristín Erna Sigurlásdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Anna Þórunn Guðmundsdóttir hófu leikinn á bekknum. Jón Ólafur viðurkenndi að hann hefði notað tækifærið til að hvíla leikmenn gegn botnliðinu. „Það má segja að ég hafi nýtt leikinn til þess að hvíla ýmsa leikmenn og gefa öðrum tækifæri. Við höfum mikla breidd." Elísa Viðarsdóttir: Neðstu liðin geta alltaf strítt þeim efstu„Ég átti ekki von á öðru en erfiðum leik gegn KR. Það er alltaf erfitt að koma á KR-völlinn. Þær höfðu fyrir miklu að berjast. Neðstu liðin geta alltaf strítt þeim neðstu," sagði Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Eyjakvenna í leikslok. Elísa var þó ekki ánægð með frammistöðu liðsins. „Við vorum langt frá okkar besta í dag. Við vorum eitthvað óöruggar og ekki að spila nægilega vel," sagði Elísa en neitaði því þó að um nokkuð vanmat hefði verið að ræða. Næst verður leikið í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn en ÍBV er fallið úr þeirri keppni. Íslandsmótið er því þeirra eina keppni. Aðspurð um markmið liðsins segir Elísa: „Við tökum einn leik fyrir í einu eins og góðvinur minn Jón Ólafur þjálfari segir. Að sjálfsögðu stefnum við á toppinn. Við ætlum að byrja á því að taka þau þrjú stig sem í boði eru. Svo þegar nær degur endanum setjum við okkur kannski stærri markmið." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
ÍBV vann þægilegan 2-0 sigur á KR í viðureign liðanna í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Eyjakonur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik eins og reikna mátti með. Eftir nokkuð harða sókn gaf vörn heimakvenna sig. Shaneka Gordon komst þá upp að endalínu hægra megin, sendi fyrir markið á Dönku Podovac sem sendi boltann í netið af stuttu færi. KR stelpur höfðu barist grimmilega fram að markinu og létu ekki deigan síga. Þar létu vaða á markið af löngu færi en bestu tilraunina átti Guðrún María Johnson en skot hennar utan teigs fór rétt framhjá markinu. Á hinum enda vallarins fékk Shaneka Gordon kjörið tækifæri til að auka forystu Eyjakvenna en skot hennar úr vítateignum fór yfir mark Hrafnhildar Agnarsdóttur, markvarðar KR. Síðari hálfleikur var tíðindalítill framan af en Shaneka Gordon minnti á sig á 57. mínútu með hörkuskoti sem small í stöng KR-marksins.Shaneka Gordon, sem er frá Jamaíku, var aftur á ferðinni tíu mínútum síðar. Þá lét hún vaða á markið langt utan teigs og boltinn fór í fallegum boga yfir Hrafnhildi í marki KR og hafnaði efst í markhorninu. Glæsilegt mark og sigurinn svo gott sem í höfn hjá Eyjakonum. Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Danka Podovac áttu báðar fín skot að marki KR sem Hrafnhildur varði vel. Bæði lið fengu hálffæri en engu var við bætt og lokatölurnar 2-0 gestunum frá Vestmannaeyjum í vil. Með sigrinum komust Eyjakonur í efst sæti deildarinnar með 19 stig, jafnmörg og Þór/KA en með betri markatölu. Þór/KA er þó 3-0 yfir í leik sínum norðan heiða gegn Fylki og útlit fyrir að Norðankonur endurheimti efsta sætið. KR situr áfram á botni deildarinnar með tvö stig. Liðið hefur enn ekki unnið sigur í deildinni í sumar. Liðið mætir Aftureldingu í bikarnum á föstudag en KR fór alla leið í úrslit bikarsins síðasta sumar. Athygli vakti að fimm mínútna töf varð á að leikurinn í kvöld hófst þar sem Vesturbæingar höfðu ekki komið mörkunum fyrir á réttum stað á báðum endum vallarins. Slíkt er ekki stórfélagi á borð við KR til sóma. Jón Ólafur: Nýtti leikmenn til að hvíla ýmsa leikmenn„Við vorum þunglamalegar í dag en leikur KR bauð upp á að við værum ekki betra en þetta. Sigurinn var þó góður. Ég vissi að það yrði erfitt að koma hingað því þær eru að berjast fyrir lífi sínu ekki síst í ljósi úrslitanna í gær," sagði Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV í leikslok. Kristín Erna Sigurlásdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Anna Þórunn Guðmundsdóttir hófu leikinn á bekknum. Jón Ólafur viðurkenndi að hann hefði notað tækifærið til að hvíla leikmenn gegn botnliðinu. „Það má segja að ég hafi nýtt leikinn til þess að hvíla ýmsa leikmenn og gefa öðrum tækifæri. Við höfum mikla breidd." Elísa Viðarsdóttir: Neðstu liðin geta alltaf strítt þeim efstu„Ég átti ekki von á öðru en erfiðum leik gegn KR. Það er alltaf erfitt að koma á KR-völlinn. Þær höfðu fyrir miklu að berjast. Neðstu liðin geta alltaf strítt þeim neðstu," sagði Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Eyjakvenna í leikslok. Elísa var þó ekki ánægð með frammistöðu liðsins. „Við vorum langt frá okkar besta í dag. Við vorum eitthvað óöruggar og ekki að spila nægilega vel," sagði Elísa en neitaði því þó að um nokkuð vanmat hefði verið að ræða. Næst verður leikið í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn en ÍBV er fallið úr þeirri keppni. Íslandsmótið er því þeirra eina keppni. Aðspurð um markmið liðsins segir Elísa: „Við tökum einn leik fyrir í einu eins og góðvinur minn Jón Ólafur þjálfari segir. Að sjálfsögðu stefnum við á toppinn. Við ætlum að byrja á því að taka þau þrjú stig sem í boði eru. Svo þegar nær degur endanum setjum við okkur kannski stærri markmið."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn