Sandra María: Mættu í hjólabuxum í bandarísku fánalitunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2012 16:30 Sandra María. Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA, var himinlifandi að hafa verið kosin besti leikmaður fyrri hluta Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. „Þetta eru sennilega mestu verðlaun sem ég hef fengið og rosalega mikill heiður fyrir mig," sagði Sandra sem er markahæst í deildinni með tíu mörk þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gömul. Þór/KA trónir á toppi deildarinnar og gengi liðsins hefur komið mörgum á óvart. „Það er gaman að geta komið mörgum á óvart. Við vissum að við værum með svona sterkt lið en flestir trúðu því eftir gengið í Lengjubikarnum. Við höfum nú sýnt að við erum topplið í þessari deild," segir Sandra. Þór/KA hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna og þriggja stiga forskot á ÍBV á toppi deildarinnar. 4-1 rassskelling á heimavelli gegn ÍBV setur svartan blett á sumar Norðankvenna og er þeirra eini tapleikur í sumar. „Við vorum alls ekki góðar gegn ÍBV og verður að viðurkennast að þær voru miklu betri. En við ætlum að snúa þessu við og vinna þær úti í Eyjum, rassskella þær tilbaka," segir Sandra og hlær. Lið Þór/KA er skipað blöndu af uppöldum leikmönnum sem manna um helming byrjunarliðsins auk Helmingurinn af byrjunarliðinu er skipað heimastelpum. Auk þeirra gekk Þórhildur Ólafsdóttir, fyrirliði ÍBV, til liðs við liðið auk Katrínar Ásbjörnsdóttur sem var besti leikmaður KR á síðustu leiktíð. Sandra segir bandarísku stelpurnar passa vel inn í hópinn bæði fótboltalega séð og félagslega. Einn helsti styrkleiki Norðankvenna sé hve samheldinn hópur þeirra er og þær bandarísku sé ekki undanskildar þar. „Við áttum leik 3. júlí og daginn eftir fórum við út í Kjarnaskóg að hlaupa. Það var Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna og þær voru mættar í hjólabuxum með bandaríska fánanum á. Þær eru mjög skemmtilegar," segir markahrókurinn um liðsfélaga sína. Aðspurð um markmið sumarsins er Sandra ekki í nokkrum vafa. „Ég held að allir viti að við stefnum á toppsætið," segir Sandra María. Næsta verkefni Þór/KA er í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins á morgun þegar Fylkir kemur í heimsókn. Liðin áttust við á sama stað í deildinni í síðustu umferð og þá unnu heimakonur 4-0 . Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira
Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA, var himinlifandi að hafa verið kosin besti leikmaður fyrri hluta Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. „Þetta eru sennilega mestu verðlaun sem ég hef fengið og rosalega mikill heiður fyrir mig," sagði Sandra sem er markahæst í deildinni með tíu mörk þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gömul. Þór/KA trónir á toppi deildarinnar og gengi liðsins hefur komið mörgum á óvart. „Það er gaman að geta komið mörgum á óvart. Við vissum að við værum með svona sterkt lið en flestir trúðu því eftir gengið í Lengjubikarnum. Við höfum nú sýnt að við erum topplið í þessari deild," segir Sandra. Þór/KA hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna og þriggja stiga forskot á ÍBV á toppi deildarinnar. 4-1 rassskelling á heimavelli gegn ÍBV setur svartan blett á sumar Norðankvenna og er þeirra eini tapleikur í sumar. „Við vorum alls ekki góðar gegn ÍBV og verður að viðurkennast að þær voru miklu betri. En við ætlum að snúa þessu við og vinna þær úti í Eyjum, rassskella þær tilbaka," segir Sandra og hlær. Lið Þór/KA er skipað blöndu af uppöldum leikmönnum sem manna um helming byrjunarliðsins auk Helmingurinn af byrjunarliðinu er skipað heimastelpum. Auk þeirra gekk Þórhildur Ólafsdóttir, fyrirliði ÍBV, til liðs við liðið auk Katrínar Ásbjörnsdóttur sem var besti leikmaður KR á síðustu leiktíð. Sandra segir bandarísku stelpurnar passa vel inn í hópinn bæði fótboltalega séð og félagslega. Einn helsti styrkleiki Norðankvenna sé hve samheldinn hópur þeirra er og þær bandarísku sé ekki undanskildar þar. „Við áttum leik 3. júlí og daginn eftir fórum við út í Kjarnaskóg að hlaupa. Það var Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna og þær voru mættar í hjólabuxum með bandaríska fánanum á. Þær eru mjög skemmtilegar," segir markahrókurinn um liðsfélaga sína. Aðspurð um markmið sumarsins er Sandra ekki í nokkrum vafa. „Ég held að allir viti að við stefnum á toppsætið," segir Sandra María. Næsta verkefni Þór/KA er í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins á morgun þegar Fylkir kemur í heimsókn. Liðin áttust við á sama stað í deildinni í síðustu umferð og þá unnu heimakonur 4-0 .
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira